Fagþing raforku verður haldið dagana 22. – 24. maí 2024 á Hótel Örk í Hveragerði. Samhliða þinginu verður vöru- og þjónustusýning. Nánari tilhögun verður kynnt innan skamms.
Ársfundur Samorku verður haldinn þann 20. mars í Hörpu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Á desemberfundi verður innra starf Samorku til umfjöllunar að venju og í ár verður afrakstur stefnumótunarvinnu kynntur. Þá fjöllum við um orku- og veitustarfsemi á tímum náttúruvár og heyrum frá völdum ráðum og hópum um starfið á árinu. Fundurinn er fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja Samorku og ekki ætlaður öðrum. Að þessu sinni verður desemberfundurinn haldinn í […]
Orkuskiptahópur Samorku býður til opins samtals við sérfræðinga orku- og veitugeirans um málefni orkuskiptanna föstudaginn 24. nóvember frá kl. 9.00 – 10.30. Á fundinum verður rætt við sérfræðinga og leiðandi fyrirtæki í orkuskiptum: Ágústa Loftsdóttir (EFLA) – Afl- og orkuþörf vegna orkuskipta í þungaflutningumGnýr Guðmundsson (Landsnet) – Raforkuspá LandsnetsMálfríður Guðný Kolbeinsdóttir (Ölgerðin) – Orkuskipti Ölgerðarinnar, […]
Samorka býður til námskeiðs um samkeppnisrétt. Á námskeiðinu er farið sérstaklega yfir samkeppnisréttaryfirlýsingu Samorku (sjá viðhengi) og mikilvægar samkeppnisréttarreglur sem hafa þýðingu fyrir starf atvinnugreinasamtaka. Námskeiðið er hugsað fyrir öll þau sem taka þátt í hvers konar starfi Samorku. Jóna Björk Helgadóttir, lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti, kennir námskeiðið sem haldið verður í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni [...]
Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í þriðja sinn á opnum fundi í Hörpu mánudaginn 18. september kl. 13.00 – 14.30. Öll eru velkomin í Hörpu, en fundinum verður einnig streymt hér og hefst það kl. 13. Fundurinn ber yfirskriftina Hugvit / Hringrás / Árangur og á honum verður fjallað um grósku nýsköpunar í orku- og veitugeiranum, […]
Samorka er aðili að Evrópska jarðvarmaráðinu. Á morgun, fimmtudaginn 13. júlí, fer fram vefráðstefna og kynning á niðurstöðum markaðsskýrslu samtakanna um jarðvarma í Evrópu fyrir árið 2022. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 að íslenskum tíma. Skráningar er krafist með því að smella hér.
Samorka býður til námskeiðs um samkeppnisrétt miðvikudaginn 14. júní frá kl. 14 – 16. Á námskeiðinu er farið sérstaklega yfir samkeppnisréttaryfirlýsingu Samorku og mikilvægar samkeppnisréttareglur sem hafa þýðingu fyrir starf atvinnugreinasamtaka. Námskeiðið er hugsað fyrir öll sem taka þátt í hvers konar starfi Samorku og nýtist öllum sem starfa í samkeppnisréttarumhverfi. Jóna Björk Helgadóttir, lögmaður […]
Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið á Hótel Selfossi dagana 4.-5. maí. Framkvæmda- og tæknidagurinn verður haldinn eftir hádegi miðvikudaginn 3. maí. Dagurinn er sérstaklega ætlaður fagfólki í framkvæmdum. Vöru- og þjónustusýning verður til staðar eins og áður. Við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur herbergi á Hótel Selfossi sem fyrst, þar hafa verið […]
Aðalfundur Samorku verður haldinn á Grand hótel þann 15. mars 2023. Fundurinn hefst kl. 10.30 í fundarsalnum Gallerí. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á aðalfundinum með því að skrá ykkur hér fyrir neðan eigi síðar en mánudaginn 13. mars. Einnig er hægt að skrá strax þátttöku á opinn ársfund Samorku, sem hefst samdægurs kl. 13 í Háteig […]
Ársfundur Samorku fjallar að þessu sinni um þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum, með sérstakri áherslu á flutnings- og dreifikerfi raforku.
Menntadagur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem menntamál eru í brennidepli. Fundurinn í ár ber yfirskriftina Færniþörf á vinnumarkaði og er haldinn í Hörpu þriðjudaginn 14. febrúar nk. kl. 09:00 – 10:30. Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér: Skráningarhlekkur Á fundinum greinum við eftirspurn eftir vinnuafli […]
Desemberfundur Samorku verður haldinn fimmtudaginn 1. desember á Hótel Borg. Vinsamlegast skráið þátttöku á forminu neðar á síðunni. Allt starfsfólk aðal- og aukafélaga Samorku er hjartanlega velkomið að skrá sig á fundinn og á jólahlaðborðið. Desemberfundur Samorku er ekki opinn almenningi. Almennur fundur hefst kl. 15.30 með fræðandi dagskrá, þar sem valin ráð og hópar […]
Samorka býður til morgunfundar um málefni hitaveitna, stöðu jarðhitaauðlindarinnar og forðamála fimmtudaginn 17. nóvember í Kaldalóni, Hörpu, kl. 9 – 10.30. Boðið verður upp á morgunhressingu frá 8.30. Dagskrá: Staðan tekin hjá veitunumVeitur: Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá ORSelfossveitur: Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóriNorðurorka: Hjalti Steinn Gunnarsson, fagstjóri hitaveitu Hvernig geta stjórnvöld […]
SAMORKUÞING 2022 RÁÐSTEFNA UM ORKU- OG VEITUMÁL Samorkuþing 2022 verður haldið dagana 9. – 10. maí í Hofi á Akureyri. Nú skal haldið upp á 25 ára afmælisþing samtakanna sem fór á frest árið 2020 og 2021 – og er ætlunin enn að gera Samorkuþingið hið allra öflugasta hingað til. Hér fyrir neðan er dagskráin […]
Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl næstkomandi. Dagurinn er nú haldinn í raunheimum eftir strangt tímabil fjarviðburða. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni. Frábærir fyrirlesarar og upplýsandi málstofur. Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað. Ráðherrar menntamála, sem nú skiptast á þrjú ráðuneyti, verða á staðnum og taka þátt í pallborði um sína aðkomu […]
Aðalfundur Samorku verður haldinn í Norðurljósum, Hörpu, þann 15. mars 2022. Fundurinn hefst kl. 10.30. Stefnt er að aðalfundi þar sem gestir mæta í eigin persónu. Mæting á staðinn og þá eftir atvikum fjöldi þeirra sem getur mætt, ræðst af þeim reglum sem þá munu gilda um samkomutakmarkanir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á aðalfundinum með því […]
Opinn ársfundur Samorku verður haldinn þriðjudaginn 15. mars í Norðurljósum, Hörpu og hefst kl. 13. Græn framtíð: Hvað þarf til? Umfjöllunarefni fundarins er þau tækifæri og áskoranir sem felast í því markmiði stjórnvalda að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust innan fárra ára. Allir eru velkomnir á fundinn. Aðgangur er ókeypis en skráningar er óskað.
Samorka, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Faxaflóahöfnum og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, bjóða til kynningar DNV á nýrri skýrslu um orkuskipti á hafi. Kynningin verður haldin í Kaldalóni, Hörpu, miðvikudaginn 8. desember. Fundurinn hefst kl. 9. Dagskrá: Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Leiðir til kolefnishlutleysis í haftengdri starfsemi: Nicolai Hydle Rivedal, umhverfisverkfræðingur hjá […]
DESEMBERFUNDUR SAMORKU 2021 HEFUR VERIÐ SLEGINN AF Desemberfundur Samorku verður haldinn þann 2. desember 2021 milli kl. 15 og 17 á Icelandair hótel Natura. Ítarleg dagskrá verður birt síðar, en ætlunin er að halda áfram að kynna viðamikið starf í ráðum og hópum Samorku. Við fáum að heyra frá nokkrum ráðum og hópum og hvaða […]
Samorka í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga halda kynningarfund fyrir fráveitur. Fundurinn er fjarfundur á Teams. Fundurinn hefst kl. 10:30 og gert ráð fyrir að hann standi í rúmlega klukkustund. Dagskrá 1. Tækifæri og áskoranir í uppbyggingu fráveitukerfa – reynslusögur o.fl. – Fjóla Jóhannesdóttir formaður Fráveitufagráðs Samorku og sérfræðingur í fráveitum […]
Menntamorgnar atvinnulífsins eru nú komnir á fullt skrið og er annar fundur haustsins haldinn undir yfirskriftinni Á gervigreind heima í menntakerfinu? Fundurinn fer fram 4. nóvember kl. 8:30-9:30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Boðið verður upp á morgunkaffi. Menntamorgnar atvinnulífsins eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka. Í dag er gervigreind alls staðar. Við heyrum um […]
Menntamorgnar atvinnulífsins fara af stað aftur 7. október næstkomandi og hefst fyrsti fundur haustsins klukkan 8:30. Boðið verður upp á morgunkaffi en áætlað er að fundinum ljúki kl. 9:30. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka. Fundurinn ber yfirskriftina Hæfni í atvinnulífinu … Hver ber ábyrgð á henni? Sigríður Guðmundsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins […]
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2021 verður haldinn miðvikudaginn 6. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09:00-10:30. Húsið opnar kl. 08:30 með morgunhressingu. Dagurinn er árviss viðburður og að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Í tengslum við daginn er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og […]
Norræna fráveituráðstefnan, NORDIWA, fer fram dagana 28. september – 1. október 2021. Ráðstefnan er rafræn í ár. Á NORDIWA verða yfir 200 erindi um fráveitumál frá helstu sérfræðingum Norðurlandanna. Dagskrá og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.
Nýsköpun hefur ávallt verið stór hluti af orku- og veitugeiranum á Íslandi og hefur ný þekking og framsýni lagt grunninn að lífsgæðum í landinu og verðmætasköpun. Á ársfundi Samorku 2021 verður fjallað um þessa grósku í fortíð, nútíð og framtíð undir yfirskriftinni Sprotar vaxa í frjóum jarðvegi. Dagskrá: Ávarp formanns Samorku: Berglind Rán […]
26. aðalfundur Samorku verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í Hyl (fundarsal á fyrstu hæð) og í fjarfundi miðvikudaginn 10. mars 2021. Fundurinn hefst kl. 11:00, en skráning hefst kl. 10:30. Hægt verður að vera þátttakandi í aðalfundinum með því að mæta á staðinn eða með því að mæta í fjarfundi (sjá leiðbeiningar í […]
Menntadagur atvinnulífsins fer fram 4. febrúar 2021 en þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Á menntadeginum fer fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fram með rafrænum hætti. Meðal innslaga í þættinum eru: […]
Samorka býður til fundar um græna endurreisn miðvikudaginn 3. febrúar kl. 13. Hugtakið græn endurreisn hefur verið notað um viðspyrnu efnahagslífsins eftir COVID-19 heimsfaraldurinn. En hvað felst í þessu hugtaki? Hvað þarf til að ná grænni endurreisn? Hver eru helstu tækifærin og hverjar eru áskoranirnar? Fundurinn er byggður upp á stutttum erindum, viðtalsbrotum við fólk […]
Átak í fráveitumálum Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorka boða til sameiginlegs fundar um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember 2020. Á fundinum verður fjallað um aðdraganda og mikilvægi slíks styrkjakerfis, auk þess sem fulltrúi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu mun kynna nýja […]
Frændur vorir og Fraunhofer er opinn fundur Landsvirkjunar um raforkukostnað stórnotenda á Íslandi. Viðskiptagreining landsvirkjunar mun leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Er það satt að stórnotendum rafmagns bjóðist betri kjör í Noregi en á Íslandi? Hverjar voru helstu niðurstöður í úttekt þýska rannsóknafyrirtækisins Fraunhofer á raforkukostnaði stórnotenda á Íslandi? Hverjar eru horfur á norrænum […]
Desemberfundur Samorku fjallar í ár um stóru orku- og veitumálin sem nú liggja fyrir þinginu. Starfsfólk Samorku mun fara yfir hvernig þau blasa við orku- og veitufyrirtækjunum og boðið verður upp á spurningar. Fundurinn verður haldinn rafrænt á Teams Live Event og er eingöngu ætlaður starfsfólki aðildarfyrirtækja Samorku. Þeir sem áhuga hafa á að fá […]
Í dag, miðvikudaginn 9. desember fór rafrænn fundur Landsnets um framtíð flutningskerfisins í loftið á www.landsnet.is/leggjumlinurnar . Þar hafa verið tekin saman fróðleg erindi og umræður um áskoranir í uppbyggingu flutningskerfis raforku og viðbrögð og eftirmála óveðursins sem skall á í desember í fyrra. Í einu myndbandinu er farið yfir þá viðbragðsáætlun sem fer í […]
Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 14. október 2020 í Hörpu Norðurljósum kl. 8.30. Í ár er viðburðinum eingöngu streymt rafrænt í opinni dagskrá á vef SA, samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Dagskrá hefst kl. 8.30. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir […]
Uppfært: Upptökur frá ársfundinum má finna hér: https://samorka.is/arsfundur-samorku-2020-i-mali-og-myndum/
UPPFÆRT: SAMORKUÞINGI HEFUR VERIÐ FRESTAÐ UM EITT ÁR Í LJÓSI AÐSTÆÐNA Í ÞJÓÐFÉLAGINU. NÝ DAGSETNING SAMORKUÞINGS Í MAÍ 2021 VERÐUR KYNNT INNAN SKAMMS. Samorkuþing 2020 verður haldið dagana 14.-15. maí í Hofi á Akureyri. Um er að ræða 25 ára afmælisþing samtakanna og er ætlunin að gera Samorkuþingið hið allra öflugasta hingað til. Boðið […]
VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ Græn farartæki og lausnir tengdar orkuskiptum verða á sérstakri hreinorkusýningu í Hörpu þriðjudaginn 10. mars frá kl. 10-18. Sýningin er í tilefni af ársfundi Samorku sem tileinkaður er orkuskiptum og fer fram frá kl. 13 – 16.15. Allir eru velkomnir á sýninguna óháð því hvort ársfundurinn er sóttur um […]
25. aðalfundur Samorku þriðjudaginn 10. mars 2018 – Haldinn í Húsi atvinnulífsins – Aðalfundur Samorku 2020 Hyl, Húsi atvinnulífsins og í fjarfundi 10. mars 2020 kl. 13 – 14. DAGSKRÁ 12:30 Skráning 13:00 Aðalfundarstörf Setning: Helgi Jóhannesson, formaður Samorku Dagskrá aðalfundar skv. lögum Samorku : 1. Kjör fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar 3. Ársreikningur […]
Menntadagur atvinnulífsins 2020 fer fram í Hörpu, miðvikudaginn 5. febrúar, í Norðurljósum kl. 8.30-11.30. Menntadagurinn er árlegur viðburður, að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Skráning á fundinn og nánari dagskrá er á vef SA. DAGSKRÁ Kl. 8.30-10 Hvernig styður skapandi […]
Undanfarið höfum við verið rækilega minnt á mikilvægi rafmagnsins í lífi okkar og starfi. Orku- og veitufyrirtækin hafa staðið í ströngu við að bregðast við afleiðingum ofsaveðurs sem gekk yfir landið og standa enn. Í tilefni af degi rafmagnsins, sem haldinn er hátíðlegur á Norðurlöndum 23. janúar ár hvert, bjóðum við til opins fundar þar […]
Fundaröðin Atvinnulíf og umhverfi heldur áfram fimmtudaginn 23. janúar í Húsi atvinnulífsins. Boðið verður upp á fjölmarga snarpa fundi til vors þar sem sagðar verða hvetjandi sögur af umhverfismálum fjölbreyttra fyrirtækja. Betri heimur byrjar heima er yfirskrift fundaraðarinnar 2019-2020. Á næsta fundi verður fjallað um innra kolefnisverð á tímum loftslagsbreytinga. Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður umhverfis og […]
Við höldum áfram að kynna starfsemi ráða og hópa hjá Samorku eftir vel heppnaðan fund á síðasta ári. Dagskrá: Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku, ávarpar fundargesti. Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, Samorku, tekur við fundarstjórn og segir nokkur orð. Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ávarpar fundinn. Þá verða eftirfarandi hópar með stutt erindi: Umhverfisráð: Steinunn Huld […]
Hér er hægt að fylgjast með fundi um upprunaábyrgðir raforku í beinni útsendingu. Fundurinn hefst kl. 14. Samorka býður til fræðslufundar um upprunaábyrgðir raforku, stundum kölluð græn skírteini, mánudaginn 4. nóvember kl. 14 á Icelandair hótel Natura. Allir eru velkomnir en skráningar er óskað á formið hér fyrir neðan. Á fundinum verður leitast […]
Dagana 23. – 25. október 2019 verður alþjóðlega hitaveituráðstefnan „Sustainble District Energy Conference“ haldin í Reykjavík. Ráðstefnan fer fram í fyrsta skipti hér á landi en tilgangur hennar er að vera samstarfsvettvangur Evrópuþjóða í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi heldur ráðstefnuna í samstarfi við íslenska orkuklasann. […]
Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 9. október 2019 í Hörpu. Dagskrá hefur nú verið birt og er skráning í fullum gangi hér á vef SA. Boðið er upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá og vissara að tryggja sér sæti sem fyrst. Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök […]
Menntamorgnar atvinnulífsins fara af stað aftur 3. október næstkomandi og hefst fyrsti fundur haustsins klukkan 8.15. Boðið verður upp á morgunkaffi en áætlað er að fundinum ljúki kl. 9.00. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka. Samhliða fjórðu iðnbyltingunni eykst þörfin fyrir stöðuga fræðslu og endurmenntun starfsfólks. Hröð tækniþróun eykur möguleikana á sveigjanlegum, skilvirkum og hagkvæmum […]
Norræna fráveituráðstefnan, NORDIWA, verður haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 23. – 25. september 2019. Þar koma saman helstu sérfræðingar Norðurlandanna í fráveitumálum; framkvæmdastjórar, framkvæmdaaðilar, skipulagssérfræðingar, rannsakandur, verkfræðingar, ráðgjafar og fleiri sem áhuga og þekkingu hafa á málaflokknum og loftslagsmálum á Norðurlöndum. Uppfært 20.08.2019: Hátt í 400 manns hafa þegar skráð sig á ráðstefnuna og […]
UPPSELT ER Á FAGÞING RAFMAGNS 2019. Enn er hægt að skrá sig á tækni- og framkvæmdadaginn eingöngu. UPPSELT Fagþing rafmagns verður haldið dagana 22. – 24. maí á Park Inn hótelinu í Keflavík, Reykjanesbæ. Hótelið er hið glæsilegasta og hafa gestir þingsins það út af fyrir sig á meðan á þinginu stendur. Boðið verður upp […]
Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl kl 14:00 – 17:00 á Grand Hótel Reykjavík og boðið er upp á fjölbreytta dagskrá. Skráning fer fram á heimasíðu Orkustofnunar. DAGSKRÁ 14:00 Ávarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir14:15 Ávarp orkumálastjóra – Dr. Guðni A. Jóhannesson14:30 ACER‘s Functions and Responsibilities – Alberto Pototschnig, forstjóri, […]
Opinn ársfundur Samorku verður haldinn á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 6. mars 2019 kl. 15 – 16.30. Fjallað verður um orkustefnu. Fyrr sama dag verður einnig aðalfundur fyrir aðildarfélaga Samorku. Aðalfundurinn hefst kl. 13. Erindi flytja Guðrún Sævarsdóttir, formaður starfshóps stjórnvalda um gerð orkustefnu, Páll Erland framkvæmdastjóri Samorku og Toril Johanne Svaan frá orkumálaráðuneyti Noregs. […]
Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar í Hörpu kl. 8.30 -12.00. Þema dagsins að þessu sinni er læsi og boðið verður upp á málstofur um kennslustofu 21. aldarinnar og stöðu stráka í lífi og starfi. Skráðu þig strax í dag ef þú vilt tryggja þér sæti! Um árlegan viðburð er að ræða en að […]
Samorka heldur námskeið í skipulögðum samskiptum og upplýsingamiðlun í krísu í samvinnu við almannatengslafyrirtækið Aton. Námskeiðið fer fram föstudaginn 7. desember frá 10-18 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Námskeiðið er ætlað starfsfólki aðildarfélaga Samorku. Fyrstu skref og fyrstu samskipta við hagsmunaaðila, almenning og fjölmiðla eru gríðarlega mikilvæg þegar krísa kemur upp. Námskeiðið miðar að því […]
Desemberfundur Samorku verður haldinn fimmtudaginn 6. desember kl. 15 á Icelandair Hótel Natura, Þingsal 2. DAGSKRÁ: ÁVARP FORMANNS SAMORKU– Helgi Jóhannesson ÁVARP RÁÐHERRA– Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra STYRKURINN Í SAMTAKAMÆTTINUM – Sigurjón N. Kjærnested RÁÐ OG HÓPAR KYNNA HIÐ ÖFLUGA STARF SEM UNNIÐ ER Á VETTVANGI SAMORKU – Þekkirðu orkuna sem […]
Aðventufundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 29. nóvember kl. 14-16 í Húsi atvinnulífsins. Fundurinn ber yfirskriftina Frumkvöðlar í jarðhita: Baldur Líndal 100 ára. Á fundinum verður frumkvöðlahugsun Baldurs heiðruð með umfjöllun um mikilvægi nýsköpunar í jarðhita og framsögum frá frumkvöðlum dagsins í dag og framtíðarinnar. Dagskrá: Baldur Líndal: Aldarafmæli – Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri auðlinda hjá […]
Ráðstefna á vegum GEORG, rannsóknarklasa í jarðhita, verður haldin dagana 14. – 15. nóvember á Grand hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er „New Geothermal Generation“ og á henni verður leitast við að leiða saman aðila í grunnvísindum og iðnaði á sviði jarðhita. Á þessum tveimur dögum verður ítarlega fjallað um jarðhitatengd verkefni, rannsóknum á jarðhita, […]
Hvaða aðgerðir eru hagkvæmastar til að flýta fyrir rafbílavæðingu og hvaða árangri skila þær? Getur rafvæðing bílaflotans verið efnahagslega hagkvæm? HR og HÍ hafa unnið að verkefni um greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum. Niðurstöður greiningarinnar verða […]
Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn miðvikudaginn 17. október 2018 í Hörpu Norðurljósum kl. 8.30-12. Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Sameiginleg dagskrá samtakanna hefst kl. 8.30 og stendur til 10. Málstofur hefjast kl. 10.30 […]
Fjórða iðnbyltingin: Aftur til fortíðar? 4. október kl 9-11 í Origo höllinni Hlíðarenda Fjórða iðnbyltingin mun þurrka út sum störf og skapa önnur ný. En hvaða áhrif mun hún hafa á stöðu kynjanna á vinnumarkaðnum? Spár sýna að ef konum fjölgar ekki nú þegar í iðn- og tækninámi gæti þeim fækkað mikið í orku-, veitu- […]
Hver eru mest áríðandi atriðin á sviði orkumála árið 2018 skv. skýrslu Alþjóða orkuráðsins, World Energy Issue Monitor? Skýrslan skilgreinir helstu breytingar, áskoranir og óvissu á sviði orkumála hér á landi sem framundan eru, að mati aðila í orkumálum og tengdum greinum. Fjallað er um fjölmarga þætti s.s. efnahagsmál, tækni, endurnýjanlega orku, hrávöruverð, gjaldmiðla, […]
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Orkuklasinn, í samstarfi við Varmalausnir og ElectraTherm boða til kynningarfundar í húsakynnum Samorku. Umræðuefni fundarins er lágsuðurvélar og smávirkjanir. Áhugi á slíkum lausnum hefur farið vaxandi undarfarin ár á Íslandi. Fundinum er ætlað að varpa ljósi á þessa tækni, lýsa þróun hennar og ræða tækifæri í nýtingu slíkra lausna hér innanlands. Lágsuðuvélar – […]
Norræna vatnsveituráðstefnan 2018 verður haldin 11.-13. júní í Osló, Noregi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og þar koma saman sérfræðingar Norðurlandanna í vatnstengdum fræðum og fjalla um hinar ýmsu hliðar á vatnsveitum og drykkjarvatni. Metnaðarfull dagskrá verður í boði og fjallað um ýmist dreifikerfi vatns, rekstur vatnsveitna, fræðslu, gæði og meðhöndlun drykkjarvatns, vatnsvernd og […]
Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið í Hveragerði dagana 23. – 25. maí 2018. Þingið verður haldið á Hótel Örk, þar sem aðstaða er öll til fyrirmyndar. Heimasíða Fagþingsins 2018 hefur verið opnuð og má þar nálgast allar upplýsingar. Dagskráin er virkilega áhugaverð í ár og boðið upp á yfir 80 erindi um helstu […]
Raforkuhópur orkuspárnefndar mun kynna vinnu við gerð raforkuspáa og sviðsmynda um raforkunotkun miðvikudaginn 23. maí kl. 08:15 – 10:00 á veitingastaðnum Nauthóli. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 08:15 – 08:45. Raforkuspá er mikilvæg forsenda fyrir framkvæmdum í raforkukerfinu og óskar orkuspárnefnd eftir ábendingum og athugasemdum við raforkuspá og sviðsmyndir um raforkunotkun sem […]
Landsvirkjun hvetur til opinnar umræðu um orkumál og býður alla velkomna á ársfund fyrirtækisins þriðjudaginn 15. maí kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift fundarins er „Á traustum grunni“. Síðasta ár voru met slegin í sölu og vinnslu rafmagns. Rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og efnahagurinn er traustur. Á ársfundinum verður fjallað um þessa […]
Aðalfundur VAFRÍ 2018 verður haldinn miðvikudaginn 2. maí í stofu V148 í VRII, Háskóla Íslands. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða erindi sem fjalla um nýja sýn í meðhöndlun ofanvatns og skólps. Drög að dagskrá 11:30 Húsið opnar. Samlokur og spjall 12:00 Hefðbundin aðalfundarstörf 12:20 Sigurður Grétar Sigmarsson, Verkís: Meðhöndlun ofanvatns – næstu skref á Íslandi 12:40 […]
Óskað er skráningar á fundinn á heimasíðu Orkustofnunar.
Opinn ársfundur Samorku verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 6. mars 2018 kl. 15 – 17. Fyrr sama dag verður einnig aðalfundur fyrir aðildarfélaga Samorku. Dagskrá: Ávarp – Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar Framlag orku- og veitustarfsemi til loftslagsmála í fortíð, […]
Dagskrá: 8.30 Setning. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra: Lilja Alfreðsdóttir. Færni er framtíðin: Hvað átt þú eftir að læra? Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Burning Glass Technologies. Hvað geta fyrirtæki gert? Jón Björnsson, forstjóri Festi. Amma, hvað er stundaskrá? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara Connect. Hugvekjur Ragnar Kjartansson, listamaður. Fida Abu Libdeh, […]
Málþing í Arion banka, Borgartúni 19, föstudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 16.00. Bein útsending frá málþinginu: Málþinginu er ætlað að vekja aðila jarðvarma- og orkugeirans til umhugsunar um hvert sé virði þekkingar og hvert sé mikilvægi þess að meðhöndla hana sem verðmæti þegar viðskipti eru annars vegar. Þeir sem koma með beinum hætti að […]
Samorka hélt opinn morgunverðarfund um vatnsauðlindina miðvikudaginn 17. janúar kl. 8.30-10. Fundurinn var haldinn á Icelandair Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, og var aðgangur ókeypis og öllum opinn. Dagskrá: Vatn: Vernd og nýting – Kristján Geirsson, verkefnastjóri, Orkustofnun Virði vatnsins – Jón Skafti Gestsson, hagfræðingur, Lotu Útkall! Slys á vatnsverndarsvæði – Gunnur Ýr Stefánsdóttir, verkefnastjóri, Norðurorku […]
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 stendur Rannís, í samvinnu við GEORG og Iceland Geothermal, fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun Horizon 2020 í orkumálum, „Secure, Clean and Efficient Energy“. Á fundinum verður farið yfir áætlunina í heild sinni með sérstakri áherslu á þátt jarðvarma. Dagskrá: Skráning og kaffi kl. 9:15 1. Árangur Íslands í Orkuáætlun Horizon2020 og […]
Jólaljós, hátíðasteikin, hlýtt hús í desemberkulda, samverustundir fjölskyldunnar, jólabaðið – Allt þetta er órjúfanlegur hluti af hátíðahaldi landsmanna. Orku- og veitufyrirtæki standa vaktina allan sólarhringinn og sjá til þess að allir geti notið gleðilegrar aðventu, jóla og nýárs. Komdu á laufléttan fund í húsakynnum Samorku Borgartúni 35 fimmtudaginn 14. desember kl. 15, hlustaðu á skemmtilegar […]
Desemberfundur Samorku verður haldinn fimmtudaginn 7. desember á Hilton Reykjavík Nordica. Vinsamlegast skráið þátttöku á forminu neðar á síðunni. Fundurinn er ætlaður aðal- og aukafélögum í Samorku og er ekki opinn almenningi. Almennur fundur hefst kl. 15.30 með fræðandi dagskrá og honum lýkur með jólahlaðborði á VOX Club, þar sem borðin svigna undan kræsingum að […]
Vetrarfundur JHFÍ verður haldinn á Reykjavík Natura hótel þriðjudaginn 5. desember. Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til 10.00, en frá kl. 8 verður boðið upp á morgunhressingu. Dagskrá: Möguleikar örvaðra jarðhitakerfa til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu – Susan Petty – CTO & Stofnandi AltaRock Energy Skuldbindingar Íslands í loftlagsmálum – Helga Barðadóttir, […]
Skráning á opinn fund Samorku um fráveitumál mánudaginn 20. nóvember á Grand hótel Reykjavík kl. 12. Vinsamlegast hakið í viðeigandi box hér fyrir neðan ef þið hyggist þiggja boð um súpu dagsins frá kl. 11.30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum Skype for business. Vinsamlegast merkið við í forminu hvort þið viljið gera […]
Orkustofnun og Samorka bjóða til morgunfundar með WEC, Alþjóða orkumálaráðinu, fimmtudaginn 16. nóvember kl. 8.30 – 10.00 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Boðið verður upp á létt morgunsnarl. Á fundinum verður ný skýrsla ráðsins, World Energy Issue Monitor til umfjöllunar. Skýrslan skilgreinir helstu breytingar, áskoranir og óvissu sem hafa munu áhrif eftir svæðum og […]
Á þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Jóhannesar Zoëga, sem var hitaveitustjóri í Reykjavík í aldarfjórðung, á einhverjum mestu uppbyggingarárum hennar. Í hans tíð var lokið við hitaveituvæðingu alls höfuðborgarsvæðisins með tilheyrandi lífskjarabótum fyrir verulegan hluta þjóðarinnar. Tækniþróun innan Hitaveitu Reykjavíkur gerði kleift að útvega heitt vatn fyrir sívaxandi fjölda íbúa. Grunnur var […]
Vinnumálastofnun ásamt ASÍ, SA og Hagstofu Íslands standa fyrir ráðstefnu um menntun og færni á vinnumarkaði. Á ráðstefnunni munu sérfræðingar í fremstu röð í færnispám frá Bretlandi, Svíþjóð og Írlandi fara yfir þær aðferðir sem beitt er í heimalöndum þeirra og annarsstaðar í Evrópu. Á Íslandi hefur ekki verið unnið markvisst við gerð færnispár og […]
Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 7. nóvember 2017. Á fundinum munu Magnús Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Guðný B. Hauksdóttir, mannauðsstjóri skýra hvernig menntun og þjálfun starfsmanna fyrirtækisins fer fram og hverju þetta skilar starfsmönnum og fyrirtækinu. Alcoa Fjarðaál er menntafyrirtæki ársins 2017 eins og kynnt var á menntadegi atvinnulífsins […]
Haustfundur Landsvirkjunar 2017 verður helgaður endurnýjanlegri orku, en fyrirtækið hefur frá upphafi unnið slíka orku. Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi, Hörpu, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 8.30-10.00. Boðið verður upp á morgunkaffi frá kl. 8.00. Vitundarvakning um umhverfis- og loftslagsmál á heimsvísu hefur aukið verulega verðmæti endurnýjanlegrar raforku. Á fundinum munu sérfræðingar Landsvirkjunar fjalla um þessi […]
Umhverfisþing 2017 verður haldið í Hörpu föstudaginn 20. október næstkomandi. Að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli þingsins og er heiðursgestur Monica Araya frá Costa Rica. Skráning er nauðsynleg á heimasíðu stjórnarráðsins. Dagskrá þingsins er svohljóðandi: 08.30 Innritun og kaffi 09.00 Þingsetning og ávarp Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. 09.15 Hvernig getur lítið land verið […]
Skráið þátttöku hér.
Samorka býður aðildarfélögum á fræðslufund um nýja persónuverndarlöggjöf og áhrif hennar á orku- og veitufyrirtæki föstudaginn 6. október kl. 8.30-10. Fundurinn fer fram í húsakynnum Samorku í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Stefnt er að því að senda fundinn einnig út á netinu. Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn á þar til gerðu skráningarformi hér fyrir neðan. […]
Dagur Jónsson fyrrverandi stjórnarmeðlimur VAFRÍ og vatns- og fráveitustjóri Hafnarfjarðarbæjar lést 9. febrúar sl. Dagur var afkastamikill og leiðandi í vatns- og fráveitumálum á höfuðborgarsvæðinu um áraskeið. Hann hafði mikla þekkingu á vatnsbúskap og jarðsögu bæjarlandsins og kunni þá list að miðla þeirri þekkingu með skemmtilegum sögum. Markmiðið með málþinginu er að minnast framlags Dags […]
Haustþing Kvenna í orkumálum og HS Orku verður haldið 22. september. Flutt verða 30 örerindi um þau margvíslegu viðfangsefni sem konur í geiranum fást við á hverjum degi. Þær sem eru áhugasamar um að halda slíkt örerindi eru beðnar að senda tölvupóst á konuriorkumalum@gmail.com með nafni og stuttri lýsingu á því sem erindið á að […]
Við vekjum athygli þína á aðalfundi VAFRÍ – Vatns- og fráveitufélags Íslands. Aðalfundur félagsins verður haldinn 22. júní kl. 12.00 í ráðstefnusal í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. Boðið verður upp á léttar veitingar yfir aðalfundarstörfum. Strax í kjölfar aðalfundar verður farið í árshátíðar- og vísindaferð þar sem verður fræðsla um vatns- og fráveituverkefni hjá […]
Orka til breytinga er yfirskrift fundar á vegum Orkustofnunar fimmtudaginn 8. júní, en þar verður orkustefna Noregs kynnt. Fjallað verður um rammaáætlun í orkumálum, raforkumarkaðinn, raforkueftirlitið, löggjöf ESB/EES í raforku og fleira. Fyrirlesarar fundarins eru Torodd Jensen, Mari Hegg Gundersen, Kirsti Hind Fagerlund, Tale Helen Seldal, Anton Jayanand Eliston, Christina Stene Beisland frá Norges vassdrags- og energidirektorat […]
Samorkuþing 2017 verður haldið í Hofi á Akureyri dagana 4.-5. maí. Allar nánari upplýsingar um dagskrá eru á heimasíðu Samorkuþings. Þátttökugjald á þingið er 49.000 kr. Hátíðarkvöldverður kostar 17.900 á mann. Skemmti- og skoðunarferð maka/gesta kostar 9.900 á mann. Skráning á Samorkuþingið er á neðangreindu skráningarformi.
Landsvirkjun býður til opins ársfundar miðvikudaginn 26. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar vrður hvatt til opinnar umræðu um orkumál og þau tækifæri og áskoranir sem eru framundan. Hvernig er rekstur og fjárhagur fyrirtækisins að þróast? Hvað er að gerast á orkumörkuðum heimsins? Hvaða áhrif hefur það á Íslandi? Hver er orkuþörf framtíðar og hvernig […]
Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn í Háskóla Íslands, HT-101 á Háskólatorgi, þriðjudaginn 25. apríl kl. 14. Dagskrá: sbr. 5. gr. samþykkta félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Samþykkt dagskrár. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu ári. 3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 5. Lögð fram fjárhagsáætlun […]
Konur í orkumálum blása til árshátíðar föstudagskvöldið 7. apríl á Bryggjunni brugghúsi úti á Granda. Húsið opnar með fordrykk klukkan 19:00 og hefst þriggja rétta hátíðarkvöldverður klukkan 20:00. Veislustjórn verður í höndum Margrétar Erlu Maack en hún mun einnig sjá um létt skemmtiatriði yfir kvöldið. Svo verður dansað frameftir! Nánari upplýsingar um matseðil og […]
Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl á Grand hóteli í Reykjavík frá kl. 14-17. Skráning fer fram á heimasíðu Orkustofnunar.
„Framtíðin er hafin“ er yfirskrift ársfundar Orkuveitu Reykjavíkur 2017, sem haldinn verður í Iðnó mánudaginn 3. apríl kl. 14:00. Yfirskriftin vísar til allra þeirra breytinga sem OR og dótturfyrirtækin – Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur – ýmist standa frammi fyrir, taka þátt í að móta eða sjá um að leiða. Fundurinn er öllum opinn […]
Ársfundur Norðurorku verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 31. mars kl. 15. Fundurinn er öllum opinn en skráningar er óskað á netfangið no@no.is. Dagskrá: 15:00 Ársfundur settur Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku hf. 15:10 Loftslagsmálin og staða Íslands Helga Barðadóttir frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, skrifstofu hafs, vatns og loftslags 15:40 Umhverfisstefna Norðurorku […]
Landsvirkjun býður til morgunfundar fimmtudaginn 30. mars kl. 8.30-10.00. Ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru viðmið til að takast á við fjölþætt vandamál. Hvernig þau verða uppfyllt er í höndum ríkja heims og mikilvægt að stjórnvöld, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar láti til sín taka. Landsvirkjun mun leggja áherslu á þrjú af heimsmarkmiðunum sem […]
Opinn kynningarfundur um vatnsverndarsvæði Norðurorku verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00. Á fundinum verður fjallað um vatnsverndarsvæðin, þær reglur sem um þau gilda og hvað ber að varast í umgengni við þessa mikilvægu og lífsnauðsynlegu auðlind sem hreint neysluvatn er. Hvað er brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði? Eru öll vatnsverndarsvæði eins? Hvað […]
Hinn árlegi Vísindadagur OR samstæðunnar verður haldinn á Pí daginn 14. mars á Nauthóli, Nauthólsvegi 106. Kynnt verða áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki Orkuveitunnar, Veitna, ON, GR eða samstarfsaðilum. Þemu Vísindadagsins í ár eru þrjú; Það sem enginn sér, Framtíðin og 2°C. Erindin snúast meðal annars um: • loftslagsmál og heilsu • […]
Opinn fundur Landsvirkjunar þriðjudaginn 7. mars, kl. 8.30-10.00 á Hilton Reykjavík Nordica, morgunkaffi í boði frá kl. 8.00. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis, en skráningar er óskað. Ný greining óháðra danskra sérfræðinga beinir sjónum að tækifærum til þróunar á íslenska raforkumarkaðnum. Er orkuöryggi á Íslandi tryggt? Er verðmætasköpun nægileg? Á þessum morgunverðarfundi verður leitast við að […]
Opinn ársfundur Samorku var haldinn í Björtuloftum, Hörpu, 2. mars 2017, kl. 15. Dagskrá: Ávarp formanns: Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku Ársfundur Samorku 2017: Ávarp formanns from Samorka on Vimeo. Ávarp ráðherra: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Ársfundur Samorku 2017: Ávarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra from Samorka on Vimeo. Mikið vatn […]
Orkustofnun stendur fyrir fyrirlestraröð í tilefni af 50 ára afmæli stofnunarinnar. Fyrirlestrarnir eru mánaðarlega. Næsti fundur er miðvikudaginn 1. mars kl. 15-16 í húsnæði Orkustofnunar að Grensásvegi 9, Reykjavík Skráning á fundinn fer einnig fram á heimasíðu OS en þess má geta að hann verður einnig sendur út í beinni útsendingu á heimasíðunni. Dagskrá: Orka til […]
Möguleikar sjóðandi lághitans á Íslandi til raforkuvinnslu – Reynsla af borunum liðna öld er yfirskrift hádegisfundar Orkustofnunar þann 15. febrúar kl. 11.30 – 13.00. Fyrirlesturinn er hluti af afmælisfyrirlestraröð stofnunarinnar, sem fagnar 50 ára afmæli á árinu. Skráning á fundinn fer fram á heimasíðu Orkustofnunar.
Á fyrsta örfyrirlestri VAFRÍ 2017 verður minning Sveins Torfa Þórólfssonar prófessors við NTNU í Noregi heiðruð, en þar verður fjallað um blágrænar ofanvatnslausnir, sem var eitt hans helsta áhugamál og fagsvið síðustu áratugina. Tími: Miðvikudaginn 15. febrúar 2017, kl. 12:30-14:00 Staðsetning: Fundarsalur Verkís, neðstu hæð við inngang, Ofanleiti 2, Reykjavík. Dagskrá: 12:30 Setning – Hrund Ólöf […]
Atvinnu- og nýsköpunarhelgin verður haldin á Akureyri helgina 3.- 5. febrúar. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og atvinnulífins og snýst um að virkja fólk til athafna. Markmiðið er að fá alla áhugasama, 18 ára og eldri, til að vinna saman að nýjum og gömlum hugmyndum sem gætu endað sem fyrirtaks viðskiptaáætlun eða atvinnutækifæri. Verðlaun verða svo […]
Menntadagur atvinnulífsins 2017 verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta er í fjórða skipti sem menntadagur atvinnulífsins er haldinn en hann er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Skráning stendur yfir á síðu Samtaka atvinnulífsins. DAGSKRÁ KL. 8.30-10.15 Íslensk […]
HS Orka og Íslenska djúpborunarverkefnið bjóða til hádegisfundar vegna borloka Íslenska djúpborunarverkefnisins, IDDP-2, í Gamla bíói, miðvikudaginn 1. febrúar, á milli klukkan 12.00 – 13.00. Erindi flytja: · Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur og verkefnisstjóri IDDP-2. · Ari Stefánsson, verkefnastjóri borverka hjá HS Orku. · Albert Albertsson, hugmyndasmiður HS Orku. · Hildigunnur Thorsteinsson framkvæmdastjóri Þróunar OR […]
Skráning fer fram á vef Rafiðnarsambands Íslands.
Dagur rafmagnsins er haldinn hátíðlegur á Norðurlöndunum 23. janúar ár hvert. Tilgangur dagsins er að minna á mikilvægi rafmagnsins fyrir samfélagið allt og þakka fyrir þau forréttindi að hafa gott aðgengi að hreinni og ódýrri orku. Samorka mun taka virkan þátt í að halda upp á mánudaginn 23. janúar.
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets og Auður Magnúsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf kynna kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. Að því loknu fara fram umræður og fyrirspurnir. Félagsmenn SA eru velkomnir á fundinn. Skráningar er óskað á heimasíðu SA.
Að venju verður desemberfundur Samorku haldinn fyrsta fimmtudag í desember, sem að þessu sinni kemur upp á fullveldisdaginn. Fundurinn er ætlaður aðildarfélögum Samorku. Nánari upplýsingar og skráning hefur þegar verið send á aðildarfélaga. Dagskrá desemberfundar 1. desember: Formaður Samorku opnar fundinn: Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku Beyond budgeting – ný nálgun við gerð fjárhagsáætlana: Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri […]
Vetrarfundur Kvenna í orkumálum, KÍO, verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember í Arionbanka, Borgartúni. Yfirskrift fundarins er Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi: Eru smávirkjanir framtíðin? Fundurinn er opinn öllum. Dagskrá Vetrarfundar: • Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs ávarpar fundinn. • Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarkona KíO og sérfræðingur í viðskiptaþróun Landsvirkjunar- Litlar þúfur – Dreifð raforkuvinnsla. • […]
Landsnet býður á opinn kynningarfund um kerfisáætlun þriðjudaginn 29. nóvember. Fundurinn, undir yfirskriftinni Kerfisáætlun 2016-2025: Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð, verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9-10.30. DAGSKRÁ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets setur fundinn Leiðin að rafvæddri framtíð Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar- og tæknisviðs Landsnets Umhverfisáhrif kerfisáætlunar Auður Magnúsdóttir, […]
Vinnustofan GEORG Geothermal Workshop verður haldin á Grand hótel 24. og 25. nóvember Þar munu allir helstu sérfræðingar í jarðhitamálum innanland sem utan kynna nýjustu niðurstöður rannsókna sinna og um leið varpa fram nýjum spennandi vinklum til samstarfs innan GEORG. Auk þess mun nýkjörinn forseti Alþjóða jarðhitafélagsins (International Geothermal Association), Alexander Richter, og fulltrúi Evrópusambandsins, […]
Vatns- og fráveitufélag Íslands, VAFRÍ, og Samorka halda opið málþing þann 15. nóvember um örplast í skólpi. Málþingi er haldið í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og stendur frá 13.30-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á þá þekkingu sem til er um málefnið hér á landi, um upptök og afdrif örplasts í skólpi og mögulegum […]
Íslandsbanki, Ergo og Samorka bjóða á fund um rafbílavæðingu Íslands. Rætt verður um þá innviði sem hér eru til staðar og hversu raunhæfir kostir rafbílar séu í dag og á komandi árum. Harpa, Norðurljós 2. hæð Fimmtudagur 10. nóvember Kl. 8.30-10.00 Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Erindi flytja Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður markaðs- […]
Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 20. október frá kl. 8.30-10. Að þessu sinni verður kynning á TTRAIN (Tourism training) verkefninu, en það snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækjanna og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi þannig að það getur haft breiða […]
Haustfundur JHFÍ verður haldinn fimmtudaginn 13. október næstkomandi, frá kl. 15:00-16:30, í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Þema fundarins er: „Nýjar víddir jarðvarmans“. Nánari upplýsingar um fundinn og dagskrá má sjá á heimasíðu Jarðhitafélagsins.
Norræna vatnsveituráðstefnan 2016 verður haldin í Reykjavík dagana 28. – 30. september. Allar nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu ráðstefnunnar.
Orka sem vörumerki er umfjöllunarefni ráðstefnu sem fram fer í Hörpu dagana 19. og 20. september og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Hægt er að skrá sig til leiks og fá allar nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar. Ráðstefnan fer fram á ensku.
Árlegur vorfundur Landsnets verður haldinn þriðjudaginn 4. apríl kl. 9-10.30. Skráning er á heimasíðu Landsnets. Yfirskrift fundarins er: Kviknar á perunni? – í átt að grænni framtíð. Dagskrá: Fundarstjóri býður gesti velkomna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra setur fundinn Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnet Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets Troels Ranis, Dansk Industri Eyþór Eðvarðasson, […]
Samtök atvinnulífsins efna til opinna funda í september og október víða um landið. Haustfundaröð SA ber yfirskriftina Atvinnulífið 2018. Á fundunum munu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA rýna í stöðu og horfur á vinnumarkaði. Hagvöxtur er mikill, gengi krónunnar sterkt og verðbólga lág en […]