Málþing um örplast í skólpi

Vatns- og fráveitufélag Íslands, VAFRÍ, og Samorka halda opið málþing þann 15. nóvember um örplast í skólpi. Málþingi er haldið í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og stendur frá 13.30-16.

Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á þá þekkingu sem til er um málefnið hér á landi, um upptök og afdrif örplasts í skólpi og mögulegum hreinsiaðferðum til verndar lífríkis í viðtaka skólps.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má sjá á heimasíðu VAFRÍ.