Skýrslur Orkuskipti á hafi: Skýrsla DNV fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök fyrirtækja úr sjávarútvegi og Faxaflóahafnir Decarbonization Icelandic Maritime Sector Niðurstöður úr hleðslurannsókn Samorku sem unnin var með GeoTab/FleetCarma. Þeir sem þess óska geta fengið aðgang að bakgrunnsgögnum. Til þess þarf að hafa samband við Sigurjón Kjærnested hjá Samorku, sigurjon@samorka.is, og undirrita skilmála fyrir notkun. Samorka Annual Report 2020 – V4 Ársskýrsla fyrir árið 2019 á pdf Samorka-Arsskyrsla-2020 Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar Rafbílavæðing hefur jákvæð áhrif í heild þegar til lengri tíma er litið, þegar litið er til helstu þjóðhagslegra stærða og fjárhagslegra hagsmuna neytenda. Auk þess skilar hún umtalsverðum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru helstu niðurstöður greiningar sem unnin var af HR og HÍ árið 2018 fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Grænu orkuna, Íslenska Nýorku og Orkusetur. Hér má sjá skýrsluna í heild sinni: Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar (pdf) Mikilvægi veitu- og orkugeirans fyrir lífsgæði Íslendinga Efnahagssvið SA tók saman mikilvægi veitu- og orkugeirans fyrir lífsgæði Íslendinga og kynnti á opnum ársfundi Samorku 2017. Erindi Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs SA, má sjá á síðu ársfundarins. Skýrsla SA um mikilvægi veitu- og orkugeirans fyrir lífsgæði Íslendinga (pdf) LCOE skýrsla (PDF 2 MB) Virkjunarkostir landsmanna eru fjölmargir með mismunandi stofnkostnað, rekstrarkostnað, orkuvinnslugetu, nýtingu og fleira. Vatnsaflsvirkjanir hafa almennt verið ódýrari í stofnkostnaði á hvert uppsett megavatt (MW) en á móti hafa jarðhitavirkjanir skilað hærri nýtingu. Flókið getur verið að leggja mat á hagkvæmni þegar um ólíka kosti er að ræða. Samorka leggur hér fram aðferðarfræði og útreikning á mismunandi hagkvæmni virkjunarkosta sem til umfjöllunar eru í 3. áfanga rammaáætlunar. Aðferðarfræðin kallast LCOE, eða Levelized Cost of Energy. Hún er vel þekkt á alþjóðavettvangi í skýrslum um orkumál þó að ekki hafi hún verið notuð hingað til hér á landi. Með LCOE er hægt að nota „sömu mælistiku“ í samanburði ólíkra virkjunarkosta. Skýrsluna vann Kristján B. Ólafsson, rekstrarhagfræðingur. LCOE skýrsla (PDF 2 MB) Jarðhiti – mikilvæg auðlind (PDF, 596 KB) Um hitaveitur á Íslandi (PDF, 15 MB)