Orkuskipti

Endurnýjanleg orka, sem framleidd er á Íslandi, er 85% af allri orkunotkun hér á landi. Þau 15% sem eftir eru er jarðefnaeldsneyti sem notað er á samgöngutæki og vinnuvélar.

Samkvæmt markmiðum stjórnvalda skal hætta notkun jarðefnaeldsneytis fyrir árið 2040. Til þess að ná því markmiði þarf því að skipta út jarðefnaeldsneytinu á samgöngutæki landsmanna fyrir endurnýjanlega orku.

Hér koma upplýsingar sem tengjast orkuskiptum á Íslandi.