Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar

Niðurstöður nýrrar greiningar um þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember.

HR og HÍ hafa unnið að verkefninu fyrir Samorku, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Grænu orkuna og Íslenska Nýorku, og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum.

Hvaða aðgerðir eru hagkvæmastar til að flýta fyrir rafbílavæðingu og hvaða árangri skila þær? Getur rafvæðing bílaflotans verið efnahagslega hagkvæm?

Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg til að meta næstu skref í orkuskiptum í samgöngum.

Skráning á fundinn fer fram á viðburðasíðu Samorku þar sem einnig er hægt að sjá ítarlegri dagskrá. Í fyrramálið verður einnig hægt að horfa á streymi frá fundinum.