Ný barnabók um endurnýjanlega orku

Barnabókin Okkar dulda orka kom út á dögunum á vegum Baseload Power Iceland í samvinnu við Samorku.

Í bókinni kynnumst við söguhetjunum Glóð, Blæ, Sunnu, Sæ og Bergi sem kenna okkur hvernig nýting á endurnýjanlegri orku getur komið jörðinni í betra jafnvægi. Bókin er ætluð sem vitundarvakning á heimsvísu um mikilvægi jarðvarmans sem endurnýjanlegs orkugjafa.

Bókin veitir einstakt tækifæri til að ræða við börn á skemmtilegan og upplýsandi hátt um mikilvægi orkunnar í daglegu lífi, sem og um hvaðan endurnýjanleg orka kemur.

Það var Samorku sönn ánægja að styrkja útgáfu bókarinnar, enda mikilvægt að auka vitund um þær endurnýjanlegu auðlindir sem við búum að og nýtum hér á landi í þágu samfélagsins.

Bókin fæst í völdum bókabúðum Pennans Eymundssonar og Forlagsins.

Haldið var útgáfuhóf í Elliðaárstöð fimmtudaginn 13. febrúar og fangaði ljósmyndarinn Karitas Guðjónsdóttir stemninguna.

Arion banki og Alda hlutu viðurkenningu á Menntadegi atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Arion banki er Menntafyrirtæki ársins og Alda hlýtur Menntasprotann 2025. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór á Hilton Nordica í dag.

Dagurinn er samstarfsverkefni Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka þvert á atvinnugreinar og var haldinn í tíunda sinn í ár.

Þetta er í tólfta sinn sem dagurinn er haldinn. Yfirskrift menntadagsins í ár var Störf á tímamótum.

Allar nánari upplýsingar um daginn má sjá á heimasíðu SA.

Uppselt á vöru- og þjónustusýningu Samorkuþings

Samorkuþing er stærsta fagráðstefna orku- og veitugeirans á Íslandi og haldin á þriggja ára fresti á Akureyri. Öflug vöru- og þjónustusýning er fastur liður á þinginu og var eftirspurnin eftir básum gríðarleg um leið og þeir fóru í sölu í desember. Nú hafa allir básar verið seldir og ljóst að alls verða 21 fyrirtæki sem kynna vörur sínar og þjónustu til gesta þingsins og komust færri að en vildu.

Gestir Samorkuþings eru starfsfólk frá öllum aðildarfyrirtækjum Samorku í raforku-, flutnings- og vatnsmiðlastarfsemi, ráðgjöf og fleira. Aðsókn á þing hjá Samorku hafa farið vaxandi ár frá ári enda hafa þau fest sig í sessi sem hápunktur fræðslu- og þekkingarmiðlunar fyrir aðildarfyrirtæki Samorku. 

Næsta fagþing Samorku verður fagþing hita-, vatns- og fráveitna í maí 2026. Þar verður einnig vöru- og þjónustusýning. Áhugasamir aðilar, sem hafa áhuga á að vera með bás þar, geta haft samband við lovisa@samorka.is og komist á póstlista þegar sala bása hefst. Árið 2027 verður svo fagþing rafmagns.

Til umsagnar: Netmálar vegna nýrra tenginga við dreifiveitu og stórar fjárfestingar vegna útmötunar

Dreifiveitur rafmagns kynna til umsagnar Netmála 1.0 – Skilmálar um viðbótarkostnað vegna nýrra tenginga við dreifiveitu og stórar fjárfestingar vegna útmötunar. 

Í netmálanum felast skilmálar sem gilda fyrir allar dreifiveitur rafmagns um hvernig staðið skuli að útreikningi á viðbótarkostnaði vegna nýrrar tengingar eða styrkingar á kerfi dreifiveitu í tengslum við afhendingu til notenda. 

Netmálinn er unninn á grundvelli raforkulaga og reglugerð nr. 1040/2005 um framkvæmd raforkulaga, með síðari breytingum, sérstaklega 2. gr. reglugerðar 302/2022 – Kerfisframlag vegna nýrra tenginga við dreifiveitu.

Umsagnarferlið stendur til 14. mars 2025. Vinsamlegast skilið umsögnum til Samorku, netfang: katrinh@samorka.is 

Fullkomnlega óviðandi umgjörð orkustarfsemi

Sú umgjörð sem orkufyrirtæki búa við er fullkomnlega óviðunandi. Samorka hefur lengi gagnrýnt ýmislegt í stjórnsýslunni hvað varðar þennan geira en ógilding virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar er kornið sem fyllir mælinn.

Þetta er meðal þess sem Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í gær en þar ræddu þeir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi dómari stöðuna í ljósi nýlegs dóms þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á heimasíðu visir.is.

Skjáskot af heimasíðu visir.is

Beint streymi frá Veðri og veitum

Bein útsending frá opnum fundi Samorku um áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði.

Veituinnviðir og þá sérstaklega fráveituinnviðir eru viðkvæmir fyrir flóðum, aukinni rigningu og öðrum loftslagsbreytingum. Á fundinum munum við fræðast um þær áskoranir sem veitur um allt land standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem verið er að ráðast í til að aðlagast eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Fram koma:

Hildigunnur Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofunnar

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafi í fráveitumálum

Pétur Krogh Ólafsson, forstöðumaður Sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá Veitum

Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar hjá Árborg

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF Veitna

Kallað eftir erindum á NORDIWA 2025

Norræna fráveituráðstefnan verður haldin í Osló dagana 23. – 25. september. Ráðstefnan er stærsti viðburður í fráveitumálum á Norðurlöndunum. Nú er óskað eftir tillögum að erindum á ráðstefnuna og við hvetjum sérfræðinga og ráðgjafa hér á landi til að senda inn. 

Ráðstefnan er samstarfsverkefni fráveitusamtaka á Norðurlöndum, þar á meðal Samorku, og er haldin í 19. sinn í haust.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu NORDIWA.

Ganga þarf lengra í grundvallarbreytingum á rammaáætlun

Rætt var um stöðu rammaáætlunar og reynslu af henni á fjölsóttum fundi Samorku þann 14. janúar. Þar var farið yfir nýjar tillögur frá starfshópi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um endurskoðun á lögum um rammaáætlun og þau sem hafa unnið með rammaáætlun í gegnum tíðina sögðu frá vanköntum á því að vinna með það flókna og þunga kerfi sem hún hefur reynst vera.

Með framsögu á fundinum fóru Hilmar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshóps ráðuneytisins, Katrín Helga Hallgrímsdóttir lögfræðingur Samorku, Ketill Sigurjónsson framkvæmdastjóri Zephyr Iceland og Jón Kjartan Ágústsson sérfræðingur í skipulagsmálum hjá Orkuveitunni.

Framsögufólk tók svo þátt í pallborði undir stjórn Finns Beck framkvæmdastjóra Samorku en þá bættust einnig við þau Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Magnús Ásbjörnsson framkvæmdastjóri Reykjavík Geothermal.

Vegna tæknilegra örðugleika í fundarsalnum var ekki hægt að streyma fundinum né nota glærur. Hér fyrir neðan er því upptaka af fundinum og glærur framsögufólks fyrir áhugasöm.

Hilmar kynnti vinnu starfshópsins og fyrirkomulag vinnu hans, kosti og galla við rammaáætlun og niðurstöðu um að halda rammaáætlun en auka skilvirkrni hennar.

Í erindi Samorku voru tillögur um nýtt orkuþróunarskipulag kynntar og rök færð fyrir því að framtíðarfyrirkomulag ætti að miða að því að orkuvinnsla verði háð sambærilegu regluverki og önnur atvinnustarfsemi í landinu.

Í erindi Ketils var farið yfir af hverju rammaáætlun og vindorka fer ekki saman.

Jón Kjartan fór yfir hvernig rammaáætlun tekur ekki mið af eðli jarðhita, þar sem kröfur fyrir rammann eru óraunhæfar, óvissa mikill og sömuleiðis kostnaður auk þess sem fyrirsjáanleiki er enginn.

Karitas Guðjónsdóttir ljósmyndari smellti myndum af framsögufólki og fundargestum og hér má sjá þær.

Veður og veitur – opinn fundur

 

Samorka býður á fræðandi opinn fund um áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði þriðjudaginn 21. janúar kl. 9.00 – 10.30 á Grand hótel Reykjavík.

Veituinnviðir og þá sérstaklega fráveituinnviðir eru viðkvæmir fyrir flóðum, aukinni rigningu og öðrum loftslagsbreytingum. Á fundinum munum við fræðast um þær áskoranir sem veitur um allt land standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem verið er að ráðast í til að aðlagast eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Fram koma:

Hildigunnur Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofunnar

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafi í fráveitumálum

Pétur Krogh Ólafsson, forstöðumaður Sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá Veitum

Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar hjá Árborg

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF Veitna

 

Upptaka af fundinum:

Áhyggjur af flokkun tíu vindorkuverkefna

Samorka lýsir yfir áhyggjum af þeim niðurstöðum sem birtast í drögum að tillögum verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar um flokkun tíu vindorkuverkefna. Í tillögunum eru verkefnin öll sett í biðflokk

Þetta kemur fram í umsögn Samorku um tillögurnar sem nú liggja til umsagnar í Samráðsgátt.

Vegna samkeppnisréttarsjónarmiða tekur Samorka í umfjöllun sinni ekki afstöðu til flokkunar einstakra
virkjunarkosta, heldur eru settar fram almennar athugasemdir við rammaáætlun, verkefni og mat
verkefnisstjórnar og faghópa.

Umsögn Samorku má lesa hér.