Áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði

Veituinnviðir og þá sérstaklega fráveituinnviðir eru viðkvæmir fyrir flóðum, aukinni rigningu og öðrum loftslagsbreytingum.

Í þættinum heyrum við dæmi um nýleg áhlaup á fráveitur vegna öfga í veðurfari, fræðumst við um þær aðgerðir sem verið er að ráðast í til að aðlagast eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga, heyrum um mikilvægi þess að styrkir til fráveituframkvæmda verði áfram veittir og virku samtali þegar kemur að skipulagsmálum og frekari uppbyggingu veituinnviða.

Gestir þáttarins eru:

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF Veitna, Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar hjá Árborg pg Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafi í fráveitumálum. Þáttastjórnandi er Almar Barja, fagsviðsstjóri Samorku.

Aðalsteinn, Hlöðver, Ágúst og Almar við upptöku þáttarins

Beint streymi frá Veðri og veitum

Bein útsending frá opnum fundi Samorku um áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði.

Veituinnviðir og þá sérstaklega fráveituinnviðir eru viðkvæmir fyrir flóðum, aukinni rigningu og öðrum loftslagsbreytingum. Á fundinum munum við fræðast um þær áskoranir sem veitur um allt land standa frammi fyrir og þær aðgerðir sem verið er að ráðast í til að aðlagast eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Fram koma:

Hildigunnur Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofunnar

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafi í fráveitumálum

Pétur Krogh Ólafsson, forstöðumaður Sjálfbærni og viðskiptaþróunar hjá Veitum

Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar hjá Árborg

Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF Veitna

Ganga þarf lengra í grundvallarbreytingum á rammaáætlun

Rætt var um stöðu rammaáætlunar og reynslu af henni á fjölsóttum fundi Samorku þann 14. janúar. Þar var farið yfir nýjar tillögur frá starfshópi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um endurskoðun á lögum um rammaáætlun og þau sem hafa unnið með rammaáætlun í gegnum tíðina sögðu frá vanköntum á því að vinna með það flókna og þunga kerfi sem hún hefur reynst vera.

Með framsögu á fundinum fóru Hilmar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshóps ráðuneytisins, Katrín Helga Hallgrímsdóttir lögfræðingur Samorku, Ketill Sigurjónsson framkvæmdastjóri Zephyr Iceland og Jón Kjartan Ágústsson sérfræðingur í skipulagsmálum hjá Orkuveitunni.

Framsögufólk tók svo þátt í pallborði undir stjórn Finns Beck framkvæmdastjóra Samorku en þá bættust einnig við þau Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Magnús Ásbjörnsson framkvæmdastjóri Reykjavík Geothermal.

Vegna tæknilegra örðugleika í fundarsalnum var ekki hægt að streyma fundinum né nota glærur. Hér fyrir neðan er því upptaka af fundinum og glærur framsögufólks fyrir áhugasöm.

Hilmar kynnti vinnu starfshópsins og fyrirkomulag vinnu hans, kosti og galla við rammaáætlun og niðurstöðu um að halda rammaáætlun en auka skilvirkrni hennar.

Í erindi Samorku voru tillögur um nýtt orkuþróunarskipulag kynntar og rök færð fyrir því að framtíðarfyrirkomulag ætti að miða að því að orkuvinnsla verði háð sambærilegu regluverki og önnur atvinnustarfsemi í landinu.

Í erindi Ketils var farið yfir af hverju rammaáætlun og vindorka fer ekki saman.

Jón Kjartan fór yfir hvernig rammaáætlun tekur ekki mið af eðli jarðhita, þar sem kröfur fyrir rammann eru óraunhæfar, óvissa mikill og sömuleiðis kostnaður auk þess sem fyrirsjáanleiki er enginn.

Karitas Guðjónsdóttir ljósmyndari smellti myndum af framsögufólki og fundargestum og hér má sjá þær.

CRI hlýtur Nýsköpunarverðlaun Samorku 2024

Carbon Recycling International, eða CRI, hlýtur Nýsköpunarverðlaun Samorku 2024. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhenti verðlaunin á opnum fundi Samorku í dag.  Dómnefnd fagfólks úr orku- og veitugeiranum valdi CRI úr hópi átta tilnefninga til verðlaunanna.

Kristjana M. Kristjánsdóttir hjá CRI tekur við verðlaununum úr höndum ráðherra.

CRI hefur verið leiðandi í nýsköpun á orkusviði frá árinu 2006 með þróun nýrrar tækni, Emissions-to-Liquids (ETL), sem breytir koltvísýringi úr iðnaði og vetni í raf-metanól. Þetta eldsneyti er sérstaklega mikilvægt fyrir orkuskipti í skipum og flugvélum, þar sem ekki er hægt að nýta rafmagn með beinum hætti, og minnar þannig losun gróðurhúsalofttegunda. CRI var fyrsta fyrirtækið í heimi til að selja rafeldsneyti með sjálfbærnivottun og fyrsta fyrirtækið til að framleiða og afhenda rafmetanól til notkunar sem skipaeldsneyti árið 2021.

CRI hefur þegar sannað gildi tækni sinnar á alþjóðavísu í verksmiðjum samstarfsaðila, þar sem endurvinnsla CO₂ nemur nú um 310,000 tonnum árlega, sem mun aukast í 565,000 tonn með nýjustu verksmiðjunni, sem er hluti af stærsta rafeldsneytisverkefni á heimsvísu.

Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Með því að bjóða lausnir sem stuðla að sjálfbærni og hringrásarhagkerfi, er CRI leiðandi í að umbreyta áskorunum samtímans í verðmætasköpun. Fyrirtækið er verðugur handhafi Nýsköpunarverðlauna Samorku 2024 fyrir framúrskarandi árangur í nýtingu auðlinda og stuðning við sjálfbærni í orku- og veitugeiranum.“

Frá vinstri: Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Ómar Sigurbjörnsson, Kristjana M. Kristjánsdóttir og Gunndís Eva Reykdal Baldursdóttir frá CRI og Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku.

Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og fjármálasviðs CRI: „Við erum ákaflega stolt og glöð yfir því að hafa hlotið Nýsköpunarverðlaun Samorku í ár. Verðlaunin eru ekki aðeins viðurkenning fyrir CRI heldur veita þau vonandi innblástur fyrir önnur fyrirtæki og einstaklinga til að leggja í nýsköpun og þróa lausnir sem skipta máli, bæði heima og erlendis.”

Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku: „Öflug nýsköpun er lykilatriði í þeim áskorunum og verkefnum sem blasa við okkur og heiminum öllum þegar skipta á út jarðefnaeldsneyti fyrir græna orku. Án nýsköpunar munu markmið um orkuskipti og aukna sjálfbærni ekki nást. Þá er einnig mikilvægt að fólk mennti sig til starfa í orku- og veitustarfsemi og hæft, hugvitssamt fólk sjái orku- og veitugeirann sem spennandi starfsvettvang.“

Með Nýsköpunarverðlaununum vill Samorka vekja athygli á íslensku hugviti og framúrskarandi starfi sem unnið er í orku- og veitutengdri starfsemi hér á landi sem getur dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og skapað verðmæti fyrir þjóðarbúið.

Hér er hægt að horfa á Nýsköpunarfundinn í heild sinni.

Grænt Ísland til framtíðar

Hér má sjá upplýsingar úr upplýsingabæklingi Samorku, Grænt Ísland til framtíðar, sem gefinn var út í nóvember 2024.

Hér fyrir neðan má sjá stutta samantekt og einnig fletta í gegnum bæklinginn, en einnig er hægt að hlaða honum niður hér

Grænt Ísland til framtíðar nóvember 2024

Orkuskiptin á Íslandi

Flest ríki heims hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Ísland er þar enginn eftirbátur. Í Orkustefnu til 2050 segir að Ísland skuli verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050 og reiða sig á innlenda orkugjafa. Markmið fráfarandi ríkisstjórnar hið sama fyrir árið 2040.

Til að ná því markmiði og tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar þarf að auka framboð af grænni raforku um 16-22 TWst samkvæmt raforkuspá Landsnets.

Árlega eru á Íslandi notuð milljón tonn af olíu fyrir samgöngur á landi, flug og skipin. Olíunotkun hefur aukist vegna skorts á raforku. Ólíklegt er að orkuskiptin verði að veruleika ef ekki verður aukið við framboð af grænni raforku.

Mikilvægt er að allt samfélagið taki höndum saman í því stóra verkefni sem orkuskiptin eru svo hægt verði að ná sameiginlegum markmiðum.

Fyrirtæki í orku- og veitustarfsemi eru á fullri ferð í orkuskiptum og að undirbúa samfélagið fyrir snjalla og græna orkuframtíð. Í því felast t.d. miklar fjárfestingar í innviðum sem nauðsynlegar eru til að orkuskiptin geti gengið í garð um allt land.

 

  • Á íslenskum heimilum eru þegar tæplega 30.000 rafbílar eða um 12% af fólksbílaflotanum
  • Orkuskipti í sjávarútvegi eru hafin með notkun raforku í fiskibræðslum, auknum landtengingum og notkun græns eldsneytis á skip
  • Hröð tækniþróun hefur gert atvinnulífinu kleift að fjárfesta í rafknúnum hópferðabílum og þyngri vörubifreiðum
  • Nýjar atvinnugreinar byggjast nánast alfarið á grænni orku
  • Metnaðarfull sveitarfélög gera nú þegar ráð fyrir grænni orkustarfsemi í sínum áætlunum
  • Stjórnvöld styðja fjárhagslega við græn verkefni og vinna að því að einfalda leyfisveitingarferla

Evrópa er á fleygiferð í átt að orkuskiptunum

Flestar nágrannaþjóðir okkar búnar að móta sér stefnu í orkuskiptum og meta orkuþörf vegna orkuskiptanna.

  • Evrópusambandið hefur tilgreint 1 trilljón EUR í verkefni tengd grænni orkuöflun og orkuskiptum
  • Raforkunotkun í ríkjum Evrópu mun á næstu 30 árum aukast fjórfalt við það sem hún jókst síðustu 30 ár
  • Á árinu 2022 bætti Evrópa við uppsettu afli í vindorku sem nemur fimmföldu raforkukerfi Íslands (15 GW)
  • Metin fjárfestingarþörf í flutnings- og dreifikerfi raforku í Evrópu er um 10.000 milljarðar kr. á ári til 2050. Það nemur um áttföldum tekjum ríkissjóðs Íslands á árinu 2024
  • Noregur hefur á síðustu tíu árum bætt við grænni raforkuframleiðslu sem nemur 500 MW á ári hverju

Þróun uppsett afls fyrir raforkuframleiðslu hjá nágrannaríkjum

Sýn og skýr stefna stjórnvalda skiptir máli

  • Tímasett markmið stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi skiptir máli.
  • Framkvæmd orkuskiptanna fer fram í samfélaginu öllu og verður borin uppi af framsæknum fyrirtækjum og heimilum.
  • Opinberar reglur þurfa að hvetja til orkuskipta og fjárhagslegan stuðning getur þurft við frumkvöðlaverkefni. Umgjörð skiptir öllu máli.
  • Fylgja þarf eftir Orkustefnu til 2050 um orkusjálfstæði og nýtingu innlendra orkugjafa til orkuskipta

 

Við erum öll í orkuskiptum!

  • Sveitarfélög
    Orkuskiptainnviðir þurfa pláss í skipulagi og sveitarfélög þurfa að tryggja að ný orkuöflunarverkefni fái skilvirka umræðu og málsmeðferð. Fjölmörg uppbyggingartækifæri liggja hjá sveitarfélögum
  • Stjórnsýsla
    Móta þarf skýra stefnu í orkuskiptum og halda áfram með styrkingu stofnana og einföldun leyfisveitinga á sviði orku- og veitumálefna.
  • Eftirlitsstofnanir
    Eftirlitsstofnanir leika lykilhlutverk þegar kemur að framgangi orkuskiptanna. Tryggja þarf skýrt regluverk sem tekur mið af sérstöðu fjárfestinga fyrir orkuskipti í flutnings- og dreifikerfi raforku og setja skýrar reglur um raforkuviðskipti
  • Atvinnulíf
    Atvinnulífið er lagt af stað. Skýr lagarammi, réttir hvatar og langtíma fyrirsjáanleiki er grundvöllur þess að orkuskipti atvinnulífsins gerist hratt og örugglega.
  • Almenningur
    Greiða þarf fyrir tækifærum fyrir heimili að gerast virkir notendur með raforku og að hvatt sé til orkunýtni í húshitun á kaldari svæðum.

Orkuskiptin á Íslandi

Flest ríki heims hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Ísland er þar enginn eftirbátur. Í Orkustefnu til 2050 segir að Ísland skuli verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050 og reiða sig á innlenda orkugjafa. Markmið fráfarandi ríkisstjórnar hið sama fyrir árið 2040.

Til að ná því markmiði og tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar þarf að auka framboð af grænni raforku um 16-22 TWst samkvæmt raforkuspá Landsnets.

Árlega eru á Íslandi notuð milljón tonn af olíu fyrir samgöngur á landi, flug og skipin. Olíunotkun hefur aukist vegna skorts á raforku. Ólíklegt er að orkuskiptin verði að veruleika ef ekki verður aukið við framboð af grænni raforku.

Mikilvægt er að allt samfélagið taki höndum saman í því stóra verkefni sem orkuskiptin eru svo hægt verði að ná sameiginlegum markmiðum.

Fyrirtæki í orku- og veitustarfsemi eru á fullri ferð í orkuskiptum og að undirbúa samfélagið fyrir snjalla og græna orkuframtíð. Í því felast t.d. miklar fjárfestingar í innviðum sem nauðsynlegar eru til að orkuskiptin geti gengið í garð um allt land.

 

  • Á íslenskum heimilum eru þegar tæplega 30.000 rafbílar eða um 12% af fólksbílaflotanum
  • Orkuskipti í sjávarútvegi eru hafin með notkun raforku í fiskibræðslum, auknum landtengingum og notkun græns eldsneytis á skip
  • Hröð tækniþróun hefur gert atvinnulífinu kleift að fjárfesta í rafknúnum hópferðabílum og þyngri vörubifreiðum
  • Nýjar atvinnugreinar byggjast nánast alfarið á grænni orku
  • Metnaðarfull sveitarfélög gera nú þegar ráð fyrir grænni orkustarfsemi í sínum áætlunum
  • Stjórnvöld styðja fjárhagslega við græn verkefni og vinna að því að einfalda leyfisveitingarferla

Evrópa er á fleygiferð í átt að orkuskiptunum

Flestar nágrannaþjóðir okkar búnar að móta sér stefnu í orkuskiptum og meta orkuþörf vegna orkuskiptanna.

  • Evrópusambandið hefur tilgreint 1 trilljón EUR í verkefni tengd grænni orkuöflun og orkuskiptum
  • Raforkunotkun í ríkjum Evrópu mun á næstu 30 árum aukast fjórfalt við það sem hún jókst síðustu 30 ár
  • Á árinu 2022 bætti Evrópa við uppsettu afli í vindorku sem nemur fimmföldu raforkukerfi Íslands (15 GW)
  • Metin fjárfestingarþörf í flutnings- og dreifikerfi raforku í Evrópu er um 10.000 milljarðar kr. á ári til 2050. Það nemur um áttföldum tekjum ríkissjóðs Íslands á árinu 2024
  • Noregur hefur á síðustu tíu árum bætt við grænni raforkuframleiðslu sem nemur 500 MW á ári hverju

Þróun uppsett afls fyrir raforkuframleiðslu hjá nágrannaríkjum

Sýn og skýr stefna stjórnvalda skiptir máli

  • Tímasett markmið stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi skiptir máli.
  • Framkvæmd orkuskiptanna fer fram í samfélaginu öllu og verður borin uppi af framsæknum fyrirtækjum og heimilum.
  • Opinberar reglur þurfa að hvetja til orkuskipta og fjárhagslegan stuðning getur þurft við frumkvöðlaverkefni. Umgjörð skiptir öllu máli.
  • Fylgja þarf eftir Orkustefnu til 2050 um orkusjálfstæði og nýtingu innlendra orkugjafa til orkuskipta

 

Við erum öll í orkuskiptum!

  • Sveitarfélög
    Orkuskiptainnviðir þurfa pláss í skipulagi og sveitarfélög þurfa að tryggja að ný orkuöflunarverkefni fái skilvirka umræðu og málsmeðferð. Fjölmörg uppbyggingartækifæri liggja hjá sveitarfélögum
  • Stjórnsýsla
    Móta þarf skýra stefnu í orkuskiptum og halda áfram með styrkingu stofnana og einföldun leyfisveitinga á sviði orku- og veitumálefna.
  • Eftirlitsstofnanir
    Eftirlitsstofnanir leika lykilhlutverk þegar kemur að framgangi orkuskiptanna. Tryggja þarf skýrt regluverk sem tekur mið af sérstöðu fjárfestinga fyrir orkuskipti í flutnings- og dreifikerfi raforku og setja skýrar reglur um raforkuviðskipti
  • Atvinnulíf
    Atvinnulífið er lagt af stað. Skýr lagarammi, réttir hvatar og langtíma fyrirsjáanleiki er grundvöllur þess að orkuskipti atvinnulífsins gerist hratt og örugglega.
  • Almenningur
    Greiða þarf fyrir tækifærum fyrir heimili að gerast virkir notendur með raforku og að hvatt sé til orkunýtni í húshitun á kaldari svæðum.

Aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði er undirstaða samkeppnishæfni atvinnulífs og lífskjara á Íslandi

  • Orku- og veitustarfsemi er undirstaða íslensks samfélags
  • Ný verðmætasköpun og lífsgæði verða ekki til án grænnar orku
  • Skýrt og skilvirkt regluverk með virkum og gagnsæjum raforkumarkaði er lykillinn að aukinni hagsæld

Orku- og veitustarfsemi er ómissandi stoð í íslensku samfélagi. Árlegt skattspor orku- og veitustarfsemi er um 100 ma. kr. og væri mun hærra ef afleidd verðmætasköpun væri talin með.

Í orku- og veitugeiranum starfa um 1.800 manns víðsvegar um landið og voru meðallaun hæst allra atvinnugreina á tímabilinu 2018-2022.

Skattlagning þarf að vera hófleg og fyrirsjáanleg

Mikil óvissa hefur ríkt um regluverk orkuvinnslu og leyfisveitingar undanfarin ár sem hefur skapað umhverfi sem dregur úr nýliðun og nýfjárfestingum. Auknar álögur á raforkuvinnslu gætu dregið úr fjárfestingum og
það á sama tíma og ljóst er að orkuskiptin krefjast mikillar uppbyggingar
í raforkuframleiðslu.

  • Skattaumhverfi orkuframleiðslu þarf að vera fyrirsjáanlegt og hófsamt, styðja við nýfjárfestingar og nýliðun.
  • Opinberar stofnanir og sveitarfélög sem koma að leyfisveitingarferlum þurfa að hafa getu til að fást við þau verkefni sem eru framundan.
  • Hófleg gjaldtaka fyrir afgreiðslu leyfa er skynsamleg leið en þarf að skila sér í bættri þjónustu og auknum afköstum stofnana.

Ábati ríkis og sveitarfélaga af orkuvinnslu er umtalsverður

Hófleg arðsemi orkufyrirtækjanna þýðir að svigrúm til aukinnar sgattgreiðslu eru mjög takmörkuð.

 

  • Skattspor orku- og veitugeirans er um 100 milljarðar á ári
    Stærstur hluti skattgreiðslna fyrirtækja í orku- og veitustarfsemi renna til ríkisins. Umræða um stöðu sveitarfélaga ætti því að snúast um skiptingu tekna því svigrúm til aukinnar gjaldtöku er mjög takmarkað
  • 98 – 115 milljón kr. á ári
    Áætlaður ávinningur sveitarfélags í gegnum fasteignagjöld af 150 MW vindorkugarði samkvæmt skýrslu Deloitte.

Orkuöflun er á undanhaldi

Uppbygging nýrra orkukosta hefur ekki haldið í við fólksfjölgun undanfarin ár. Nú er komin upp alvarleg staða í orkumálum þjóðarinnar og viðvarandi orkuskortur blasir við heimilum og atvinnulífi á Íslandi. Auka þarf orkuörflun svo hægt sé að ráðast í orkuskiptin og snúa við þróun í olíunotkun.

Vegna skerðinga og takmaðrar getu til afhendingu raforku verður samfélagið af miklum veðrmætum í formi glataðra viðskiptatækifæra og útflutningstekna.  Atvinnulíf á Íslandi hefur lengi búið við gott aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði og slæmar afleiðingar gætu orðið af viðvarandi orkuskorti.

  • Glataðar útflutningstekjur vegna skerðinga á raforku námu um 14-17 ma. kr. fyrri hluta ársins 2024.
  • Fjöldi verkefna kemst ekki á laggirnar vegna skorts á raforku en erfitt er að meta heildarverðmæti þeirra verkefna.

Við þurfum sterk og snjöll flutnings- og dreifikerfi raforku til að takast á við framtíðina.

  • Fjárfestingar í rafveitum eru til langs tíma og því þarf fyrirsjáanleika og skýra stefnu stjórnvalda og eftirlitsaðila
  • Snjallvæðing flutnings- og dreifikerfisins er lykilskref í orkuskiptunum og hagkvæmri uppbyggingu
  • Heimila þarf hagkvæmar framsýnar fjárfestingar flutnings- og dreifiveitna sem taka mið að fyrirséðri raforkunotkun
  • Tryggja þarf skilvirka stjórnsýslu orkumála til að fjalla um uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa
  • Efla þarf leyfisveitingarferla svo hægt sé að framkvæmda nauðsynlega uppbyggingu í tíma

Orkuskiptin kalla á miklar fjárfestingar í flutnings- og dreifikerfi raforku

Áætlaður fjárfestingarkostnaður í innviðum flutnings- og dreifiveitna er 164 ma. kr. tímabilið 2024 – 2028

  • Tryggja þarf heimilum og fyrirtækjum í landinu aðgengi að öryggum, hagkvæmum og sjálfbærum orku- og veituinnviðum og að þau búi við orkuöryggi og afhendingargæði í fremstu röð.
  • Styðja þarf við nýsköpun og þróun í orku- og veitustarfsemi til að finna bestu lausnirnar fyrir orkuskiptin, hringrásarhagkerfi og hagkvæman rekstur.
  • Fjárfestingar vegna orkuskiptanna er mjög framþungar og flutnings- og dreifiveitur þurfa rými til að ráðast í þær fjárfestingar.

Eyða þarf óvissu um regluverk og leyfisveitingar orkuframkvæmda

  • Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla samanstendur af færri snertiflötum, stafrænni þróun og einni gátt leyfisveitinga fyrir framkvæmdaraðila
  • Flýta innleiðingu ESB tilskipananna RED II og RED III sem fjalla m.a. um skilvirkari leyfisveitingarferla
  • Skilvirkari stjórnsýsla eykur fjárfestingaröryggi og býr þar með til hvata til meiri fjárfestinga í orkutengdri starfsemi
  • Aukin skilvirkni opinberra stofnanna dregur úr kostnaði, bætir gagnsæi og tryggir betri rétt almennings

Vatns-, hita- og fráveitur eru undirstaða lífsgæða á landinu

  • Tryggja þarf skilvirkt rekstrarumhverfi vatnsveitna og heimila hógværa arðsemi af starfsemi
  • Innleiðing ESB tilskipana þarf að taka tillit til sérstöðu Íslands
  • Tryggja þarf vatnsvernd á viðkvæmum stöðum
  • Jarðhitaleit hefur skilað góðum árangri og mikilvægt að haldið verði áfram að leita að jarðhita á köldum svæðum
  • Staða veitna og innviða í skipulagsmálum þarf að vera skýr og veitufyrirtæki höfð með í ráðum í skipulagsvinnu

 

Fróðleikur

Vantar þig yfirsýn yfir orku- og veitumál? Viltu leita þér frekari upplýsinga um orkuskipti? Viltu vita hvað eitthvað orð þýðir sem þú heyrðir í frétt um veitumál? 

Hér finnur þú vonandi það sem þú ert að leita að. 

 

Kjósum um græna framtíð

Eftir tíðindi helgarinnar af vettvangi stjórnmálanna virðist ljóst að sýn stjórnarflokkanna á orkumál þjóðarinnar og möguleika til grænnar framtíðar hafi haft umtalsverð áhrif á málalyktir. Það er ekkert nýtt að orkumál marki skil á milli flokka og hugmyndafræðilegur ágreiningur sé um það hvernig Ísland, líkt og önnur ríki, megi best ná markmiðum sínum um efnahagslega uppbyggingu og samdrátt í losun koltvísýrings.

Orkumál eru efnahagsmál

Ítrekað hefur verið á það bent að orkumál eru efnahagsmál. Orkan er súrefni og grundvallarforsenda blómlegrar atvinnustarfsemi sem án orku fær ekki þrifist. Til þessa hefur hún fengist með samspili notkunar á grænni orku en ekki síður með brennslu á jarðefnaeldsneyti sem unnið er með ósjálfbærum hætti og til tjóns fyrir loftslagið. Ísland stefnir að því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis þannig að íslenskt samfélag verði knúið og kynt með innlendri grænni orku sem unnin er með sjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands. Þau umskipti þurfa að fara fram án þess að dregið verði úr samkeppnishæfni íslenskra atvinnuvega. Í því felst að næg græn orka þarf að vera til staðar á Íslandi á samkeppnishæfu verði til að iðnaður og heimili geti byggt upp starfsemi sína og skapað tækifæri fyrir land og þjóð.

Stórar fjárfestingar framundan

Á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að fjárfesta þurfi fimm hundruð milljörðum króna í orkutengdum framkvæmdum. Þar á meðal er uppbygging og styrking flutningskerfisins, uppbygging dreifiveitna fyrir snjalla og notendavæna framtíð og ný orkuframleiðsla. Tryggja þarf að innlendir sem erlendir fjárfestar geti komið að þessari uppbyggingu, fjölbreytni verði í bæði framkvæmdaraðilum og orkukostum sem ráðist verður í og að öflug samkeppni verði áfram tryggð í orkuframleiðslu og orkusölu, iðnaði og heimilum til hagsbóta.

Skýrt verkefni stjórnmálanna

Markmið í orkuskiptum og loftslagsmálum byggjast á starfsemi og árangri fyrirtækja í orkugeiranum og nauðsynlegt er að sú starfsemi geti þróast í takt við nýjustu tæknibreytingar, aukna snjallvæðingu og fjölbreyttari viðskiptalausnir. Langur listi mikilvægra þingmála frá umhverfis- orku og loftslagsráðherra sem fyrir lá í haust ber vott um þessa þörf og það fjölbreytta starf sem unnið hefur verði á þessu sviði á kjörtímabilinu. Nauðsynlegt er að sú ríkisstjórn sem tekur við völdum haldi áfram á þeirri braut að einfalda leyfisveitingar og styðja við gróskumikið umhverfi innviðauppbyggingar. Þannig tryggjum við nýtingu auðlinda í þágu þjóðarinnar.

Tækifærin eru til staðar

Ísland er í einstakri stöðu meðal ríkja heims. Landið okkar býr yfir náttúruauðlindum sem hægt er með skynsamri og ábyrgri nýtingu að leggja grunn að orkusjálfstæði, orkuöryggi og samkeppnishæfu orkuframboði til orkuskipta og grænnar uppbyggingar. Við búum yfir langri og farsælli reynslu af nýtingu þeirra, vel menntuðu starfsfólki og kröftugum orku- og veitufyrirtækjum sem vinna ötullega að orkukerfi framtíðarinnar. Verkefni dagsins á þessu sviði eru grundvöllur framtíðarinnar með tilliti til loftslagsins og hagsældar þjóðarinnar. Kjósum um græna framtíð.

Umtalsverð fasteignagjöld sveitarfélaga af vindorkuverum 

Núverandi skattframkvæmd vegna fasteignagjalda gæti árlega skilað sveitarfélögum milljörðum í fasteignagjöld á líftíma vindorkuverkefna samkvæmt greiningu sem Deloitte hefur unnið fyrir Samorku, samtök orku- og veitufyrirtækja.  

Deloitte áætlar að fasteignagjöld til sveitarfélags vegna 100 MW vindorkuvers yfir 25 ára tímabil gætu numið 1,6 – 3,5 milljörðum króna. Áætluð fasteignagjöld til sveitarfélags vegna 100 MW vindorkuverks gætu numið 65-139 milljónir króna á ári. Fjárhæðarbilið helgast af því að reglur um fasteignaskatta leiða til mismunandi álagningar gagnvart ólíkum tegundum vindmylla.   

Í skýrslu Deloitte er í fjórum mismunandi dæmum áætluð árleg fasteignagjöld á hvert MW og eru þau á bilinu 700 þúsund – 1,4 milljónir króna, eftir mismundi stærð og umfangi vindmyllu 

„Greining Deloitte dregur fram að núverandi kerfi fasteignagjalda virkar, skilar fasteignagjöldum til sveitarfélaga og mun skila umtalsverðum fjárhæðum. Það er enda eðlilegt að sveitarfélag hafi efnahagslegan ávinning af framkvæmdum og grænni orkuvinnslu innan marka þeirra,“ segir Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku.  

„Niðurstaða Deloitte undirstrikar enn fremur að ekki er ástæða til að láta vinnu stjórnvalda varðandi  fasteignagjöld eða jöfnunarsjóð sveitarfélaga tefja fyrir grænum orkuverkefnum þar sem fyrirtæki telja grundvöll fyrir byggingu þeirra og sveitarfélag hafa hug á uppbyggingu.“ 

„Umræða um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga á ekki að standa í vegi fyrir stjórnsýslumeðferð og leyfisveitingum vegna vindorkuverkefna. Það er hins vegar eðlilegt að ríki og sveitarfélög, lýðræðislega kjörnir fulltrúar, eigi og leiði samtalið um fjármögnun sveitarfélaga til lykta án þess að það hafi neikvæð áhrif á uppbyggingu grænnar orkuvinnslu.“ 

Samantekt Deloitte má nálgast hér fyrir neðan.

Nýsköpunarverðlaun Samorku 2024: Óskað eftir tilnefningum

Nýsköpun hefur ávallt verið stór hluti af orku- og veitugeiranum á Íslandi og hefur ný þekking og framsýni lagt grunninn að lífsgæðum í landinu og verðmætasköpun.

Samorka óskar eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna Samorku, sem afhent verða á opnum fundi þann 12. desember í Grósku. Þetta verður í fjórða sinn sem verðlaunin eru afhent.

Samorka leitar að framúrskarandi nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem byggja á:

  • Orku- og/eða veitutengdum tæknilausnum eða þjónustu við orku- og veitufyrirtæki
  • Nýtingu orku, heits vatns, neysluvatns eða fráveitu og/eða annarra auðlindastrauma til nýsköpunar

Dómnefnd fagfólks úr orku- og veitugeiranum mun velja úr þeim tilnefningum sem berast. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.

Óskað er eftir að greinargerð sé skilað að hámarki tvær A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja til grundvallar.

Orku- og veitufyrirtækin í landinu standa að Nýsköpunarverðlaununum og verða því ekki á meðal verðlaunahafa.

Tilnefningar sendist á samorka@samorka.is til og með 6. nóvember. Farið verður með tilnefningarnar sem trúnaðarmál.

Árið 2023 hlaut Atmonia Nýsköpunarverðlaun Samorku.