Nýir umræðuþættir um orkuskipti

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta.

Á þriðjudögum og fimmtudögum verður boðið upp á fróðlega umræðuþætti þvert á atvinnugreinar. Þættirnir eru sýndir í þriðjudaga og fimmtudaga frá 10:00 – 10:30 í Sjónvarpi atvinnulífsins á netinu og Facebook live.

Samorka ríður á vaðið í fyrsta þætti á morgun þar sem Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi, fær til sín Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóra kerfisstýringar hjá Rarik. Þau ræða vítt og breitt um orkuskipti og það hvernig landinn hleður. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan.

Einnig er hægt að sjá aðra þætti og fá áminningu í dagbók með því að skrá áhorf hér: https://sa.is/frettatengt/vidburdir/umhverfismanudur-atvinnulifsins-2021-dagskra

Umhverfismánuður: Hvernig hleður landinn? from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.

Tölum saman um græna framtíð

Áherslur Samorku fyrir alþingiskosningar 2021 from Samorka on Vimeo.

Orku- og veituþjónusta er sú grunnþjónusta sem allt samfélagið byggir á og er undirstaða lífsgæða í landinu. Skilvirkur orku- og veitugeiri er einnig forsenda þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og til að nýta þau sóknarfæri sem gefast nú þegar eftirspurn eftir grænum lausnum eykst um allan heim.

Samorka vildi því kynna helstu tækifæri og viðfangsefni sem blasa við í þessum málaflokki í aðdraganda alþingiskosninga.

Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, kynnti helstu tækifæri og viðfangsefni sem blasa við í orku- og veitumálum í aðdraganda alþingiskosninga í beinni útsendingu á Facebook og heimasíðu Samorku.

 

Áherslurnar er einnig að finna á nýrri vefsíðu Samorku.

Hér má nálgast áherslurnar á pdf formi:

Samorka-Kosningaaherslur21

 

Fundinn í heild sinni má sjá hér: