Mundu að velja þér raforkusala

27.06.2022:
ATH: Aðeins þeir sem ekki hafa verið í viðskiptum við rafmagnssölufyrirtæki síðustu 90 daga þurfa að bregðast við og velja sér raforkusala sem fyrst. Hjá öðrum, sem hafa verið í samfelldum viðskiptum, fylgir raforkusamningur þegar flutt er. Ef þú ert að kaupa eign númer tvö (eða fleiri) þá þarf að velja sér raforkusala fyrir nýju eignina.

Að velja sér raforkusala er mikilvægt.

Rétt eins og neytendur þurfa að velja á milli tryggingafélaga og fjarskiptafyrirtækja til að kaupa þjónustu af, þá þarf að velja af hvaða sölufyrirtæki þú vilt kaupa rafmagn. Það er ábyrgð okkar, bæði einstaklinga og fyrirtækja, að gera það strax og tekið er við nýrri fasteign.

Að velja sér raforkusala er bæði einfalt og fljótlegt. Neytendur hafa val um af hvaða fyrirtæki þeir kaupa rafmagn, óháð búsetu. Hægt er að fara inn á heimasíður raforkusölufyrirtækis og ganga frá viðskiptasamningi.

Söluaðilar rafmagns eru (í stafrófsröð):

Hægt er að gera samanburð á raforkuverði á heimasíðu Orkuseturs.

Ef ekki er gengið frá samningi við raforkusala verður lokað fyrir rafmagnið því dreifiveitum er óheimilt samkvæmt lögum að dreifa rafmagni inn á heimili og fyrirtæki ef slíkur samningur er ekki er til staðar. Ekki er opnað fyrir rafmagnið á ný fyrr en raforkusali hefur verið valinn. Að láta opna á ný eftir lokun felur einnig í sér töluverðan kostnað fyrir neytandann.

Hvernig veit ég hvort ég þurfi að velja? Og fyrir hvaða tíma?
Ef þú hefur verið í viðskiptasambandi við raforkusala að undanförnu, færð reikninga og greiðir þá, þarftu ekki að velja þér raforkusala, ekki heldur ef þú flytur.

En ef þú hefur ekki verið í viðskiptum við sölufyrirtæki raforku síðastliðna 90 daga, t.d. ert að kaupa þína fyrstu íbúð eða þú ert í millibilsástandi á meðan þú skiptir um húsnæði, eða af einhverjum öðrum ástæðum þú ert að tengjast rafveitu í fyrsta skipti, þá er mikilvægt að hafa samband við það raforkusölufyrirtæki sem þú kýst að vera í viðskiptum við og ganga til samninga um kaup á rafmagni. Einnig þarf að velja sér raforkusala ef þú ert að kaupa viðbótareignir við aðra sem þú átt fyrir. Ef þessu er ekki sinnt innan 30 daga frá notendaskiptum er dreifiveitum skylt samkvæmt lögum að stöðva raforkuafhendingu til viðkomandi notanda, að undangenginni skriflegri viðvörun.

Orkuþörf: Forsendur og breytur

Á ársfundi Samorku í dag, sem bar yfirskriftina Græn framtíð: Hvað þarf til? voru tölur um orkuþörf fyrir jarðefnaeldsneytislaust Ísland kynntar.

Hér fyrir neðan má breyta forsendum greiningarinnar og sjá hvernig orkuþörfin breytist í takt við mismunandi aðstæður.

Í meðfylgjandi skjali má sjá hver orkuþörfin er miðað við mismunandi sviðsmyndir.

Hér má sjá upptökuna af erindi Samorku Græn framtíð: Hvað þarf til? á ársfundi samtakanna:

Samorkuþing 2022

SAMORKUÞING 2022

RÁÐSTEFNA UM ORKU- OG VEITUMÁL

Samorkuþing 2022 verður haldið dagana 9. – 10. maí í Hofi á Akureyri. Nú skal haldið upp á 25 ára afmælisþing samtakanna sem fór á frest árið 2020 og 2021 – og er ætlunin enn að gera Samorkuþingið hið allra öflugasta hingað til.

Hér fyrir neðan er dagskráin eins og hún var fyrirhuguð 2021. Fyrirvari er um breytingar. Allar nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur. Aðildarfyrirtæki þurfa sjálf að bóka herbergi upp á nýtt, en herbergin hafa verið tekin frá á nýjum dagsetningum 2022. 

Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá með metnaðarfullum erindum og vinnustofum þar sem fjallað verður um alla þætti starfsemi aðildarfyrirtækja Samorku: Hitaveitur, vatnsveitur, fráveitur, framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á raforku – frá mörgum hliðum – allt frá auðlindum, framkvæmdum, stoðstarfsemi og til samskipta við viðskiptavini. Þá verða ýmis mikilvæg sameiginleg málefni tekin fyrir í sérstökum málstofum og vinnustofum, t.d loftslagsmál, skipulagsmál, veitustarfsemi, orkustefna, orkuskipti, jafnréttismál, orkuöryggi, samskiptamál, umhverfismál og fleira.

Gert er ráð fyrir að þingið verði sett kl. 9.45 mánudaginn 9. maí í og því ljúki um kl. 16 þriðjudaginn 10. maí. Full dagskrá verður birt á vef þingsins, samorkuthing.is, þegar nær dregur.

Upplýsingar um gistingu á Akureyri og flug eru neðst á þessari síðu.

VÖRU- OG ÞJÓNUSTUSÝNING

Á þinginu verður glæsileg vöru- og þjónustusýning þar sem helstu samstarfsaðilar orku- og veitufyrirtækja landsins verða á staðnum.

HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR

Hátíðarkvöldverður í Íþróttahöllinni verður á sínum stað á mánudagskvöldinu. Fordrykkur og svo glæsilegur þriggja rétta kvöldverður í kjölfarið.

Veisustjórn: Hinn vinsæli dúett Hundur í óskilum sér til þess að gestir hafi sig alla við að halda matnum niðri vegna hláturskasta.

PALLABALL

Það er svo enginn annar er poppkonungurinn Páll Óskar sem kórónar kvöldið með hressilegu balli!

NETAGERÐ FYRIR NÝLIÐA

Ungt fólk og nýliðar í orku- og veitugeiranum eru boðnir velkomnir á Bryggjuna á Akureyri í hádeginu á mánudeginum til að sýna sig og sjá aðra!

Pétur og Kolbrún Lilja hjá Leikfélagi Akureyrar hrista hópinn skemmtilega saman.

MAKA- OG GESTAFERÐ

Makar og aðrir gestir fá heilmikið fyrir sinn snúð á Samorkuþingi.

Mánudaginn 9. maí verður haldið af stað til nýja heimabæjar okkar allra, Húsavíkur, þar sem nýja Eurovision safnið verður heimsótt, súpa og pizzuhlaðborð á Ja Ja Ding Ding ásamt hinum ýmsu stoppum á leiðinni til og frá bænum.

Fararstjóri er Vilhjálmur „vandræðaskáld“ Bragason.

Ítarleg dagskrá verður birt síðar.

FLUG TIL AKUREYRAR

Fyrsta vél Icelandair að morgni fer kl. 7.10 frá Reykjavíkurflugvelli og er orðin fullbókuð.

Icelandair hefur bætt við vél sem fer kl. 8.30 að morgni 9. maí og svo annarri frá Akureyri þriðjudaginn 10. maí kl. 17.30. Endilega bókið ykkur flug sem fyrst.

Við minnum á að einhverjir gætu átt inneign frá 2020/2021 sem gildir enn.

Flugkóðar verða ekki í boði en Icelandair gefur tilboð í flug fyrir 10 eða fleiri. Beiðni um slíkt er fyllt inn á heimasíðu þeirra: https://www.icelandair.com/is/pakkaferdir/hopabokun/

GISTING FYRIR GESTI SAMORKUÞINGS

Tekin hafa verið frá herbergi á ýmsum gististöðum. Hvert og eitt aðildarfyrirtæki sér svo um að bóka þau til sín með eftirfarandi hætti:

ICELANDAIR HÓTEL (UPPBÓKAÐ): 
Til að bóka þarf að senda póst á miceres@icehotels.is og vísa í bókunarnúmer 559946 eða taka fram Samorkuþing.

KEA HÓTEL (UPPBÓKAÐ):

Til að bóka þarf að senda póst á disarun@keahotels.is og vísa í bókunarnúmer 20827581.

Hótel Norðurland:

Tekin hafa verið frá um 40 herbergi fyrir Samorkuþing. Bóka skal með því að hringja í 462-2600 eða senda póst á booking@hotel-nordurland.is.

Sæluhús:

Tekin hafa verið frá fjögur hús og 10 stúdíóíbúðir hjá Sæluhúsum.

Húsin eru með heitum potti og taka 7 manns (ath að eitt herbergjanna er kojuherbergi). Verð 35.000 nóttin.
Stúdíóíbúð með heitum potti: 14.500 kr. nóttin.

Til að bóka skal senda póst á saeluhus@saeluhus.is og vísa í bókunarnúmer 474182A.

Hótel Akureyri, Hafnarstræti:

Samorka á frátekin 12 herbergi og einhver fleiri eru laus til viðbótar þar og á gistiheimilinu Akurinn. Hringja á í síma 462-5600 til að bóka, herbergin eru á nafni Samorku.

Hótel Centrum, Hafnarstræti:

Samorka á frátekin 18 herbergi, þar af fimm stúdíóíbúðir. Til að bóka skal senda póst á reception@centrum-hotel.is, bókunarnúmer 22801363 og taka fram Samorkuþing. Einnig er að hægt að hringja í síma 773-6600. Hægt er að bæta við morgunmat.

Ef fleiri herbergjum verður bætt við á öðrum stöðum í bænum bætast þær upplýsingar þá hér við.

Hótel Kjarnalundur, Kjarnaskógi:

Samorka á frátekin um 40 herbergi fyrir gesti Samorkuþings. Til að bóka skal senda póst á info@kjarnalundur.is og taka fram að að þið viljið herbergi sem eru á nafni Samorku. Einnig er hægt að hringja í síma 460-0060.

VINSAMLEGAST SKRÁIÐ YKKUR HÉR FYRIR NEÐAN: