28. maí 2025 Snjöll samvinna er sterkasta vopnið Podcast: Play in new window | Download (153.6MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Netárásum á mikilvæga inniviði hefur fjölgað mikið sem kallar á öflugar varnir um tæknibúnað. Kristrún Lilja Júlíusdóttir, forstöðukona hjá Orkuveitunni, ræddi við Svein Helgason á Samorkuþingi 2025 um öryggismál og hvernig samtal, traust og samvinna getur skipt sköpum í að verja innviði á Íslandi. Sveinn og Kristrún Lilja ræða saman á Samorkuþingi 2025.
26. maí 2025 Öryggi og áfallaþol innviða Podcast: Play in new window | Download (Duration: 16:06 — 24.7MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Karl Steinar Valsson yfirlögreglustjónn hjá ríkislögreglustjóra var annar frummælenda í lokamálstofu Samorkuþings 2025 þar sem fjallað var um áfallaþol mikilvægra innviða hér á landi og orkuöryggi í ljósi þróunar í Evrópu. Í viðtali við Svein Helgason, verkefnastjóra erlends samtarfs hjá Samorku, leggur Karl Steinar m.a. áherslu á virkt samtal og samvinnu milli lögreglu og orku- og veitugeirans til að efla enn frekar vernd innviða og öryggi. Karl Steinar segir það hafa verið mjög gagnlegt að heyra sjónarmið háttsettra stjórnenda í geiranum í málstofunni og sömuleiðis hvað Kristian Ruby, framkvæmdastjóri Eurelectric, hafði að segja í sinni framsöguræðu. Viðtalið var tekið síðdegis þann 23. maí. Karl Steinar flytur erindi sitt á Samorkuþingi 2025
11. apríl 2025 REMIT: Hvað er það? Podcast: Play in new window | Download (Duration: 30:38 — 27.3MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More REMIT er umfjöllunarefni í nýjasta hlaðvarpsþætti Samorku. Þar ræðir Katrín Helga, lögfræðingur Samorku, við þær Hönnu Björgu Konráðsdóttur og Ninnu Ýr Sigurðardóttur hjá Raforkueftirlitinu, um nýjar reglur sem munu taka gildi á næstunni um viðskipti á raforkumarkaði. Þær fjalla um tilurð reglnanna og uppruna þeirra í Evrópu og hvaða þýðingu þær hafa fyrir íslenskar aðstæður. Frá upptöku þáttarins.
21. janúar 2025 Áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði Podcast: Play in new window | Download (Duration: 40:05 — 38.3MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Veituinnviðir og þá sérstaklega fráveituinnviðir eru viðkvæmir fyrir flóðum, aukinni rigningu og öðrum loftslagsbreytingum. Í þættinum heyrum við dæmi um nýleg áhlaup á fráveitur vegna öfga í veðurfari, fræðumst við um þær aðgerðir sem verið er að ráðast í til að aðlagast eða draga úr áhrifum loftslagsbreytinga, heyrum um mikilvægi þess að styrkir til fráveituframkvæmda verði áfram veittir og virku samtali þegar kemur að skipulagsmálum og frekari uppbyggingu veituinnviða. Gestir þáttarins eru: Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF Veitna, Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar hjá Árborg pg Hlöðver Stefán Þorgeirsson, ráðgjafi í fráveitumálum. Þáttastjórnandi er Almar Barja, fagsviðsstjóri Samorku. Aðalsteinn, Hlöðver, Ágúst og Almar við upptöku þáttarins
1. nóvember 2024 Kosið um græna framtíð Podcast: Play in new window | Download (Duration: 48:21 — 46.5MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Orku- og veitumálin verða sennilega í brennidepli fyrir alþingiskosningarnar í lok mánaðarins, enda mörg brýn verkefni í málaflokknum á borði stjórnvalda. Kosningabaráttan mun snúast um hver hefur grænu sýnina, sýnina sem leggur grunninn að næsta vaxtarskeiði fyrir Ísland, því orka er súrefni atvinnulífsins og forsenda allrar verðmætasköpunar. Þetta segja þau Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulifsins, sem eru viðmælendur þáttarins að þessu sinni.
16. júlí 2024 Jarðhræringar I: Þegar verstu sviðsmyndir raungerast Podcast: Play in new window | Download (Duration: 47:09 — 43.3MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Góður undirbúningur fyrir jarðhræringar skipti sköpum þegar eldgos á Reykjanesskaga hófust. Enginn átti þó von á að verstu sviðsmyndirnar myndu raungerast. Í þættinum er farið yfir þá miklu vinnu sem farið hefur í undirbúning, viðbragð og lausnir til að verja mikilvæga orku- og veituinnviði á fyrsta eldgosatímabili í þúsundir ára. Viðmælendur eru þeir Guðmundur Helgi Albertsson verkstjóri á rafmagnssviði á Suðurnesjum, Halldór Halldórsson öryggisstjóri Landsnets og Jóhannes Steinar Kristjánsson umsjónarmaður viðhalds hjá HS Orku.
16. júlí 2024 Jarðhræringar II: Hamfarir fyrir fólk og fyrirtæki Podcast: Play in new window | Download (Duration: 44:22 — 38.8MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Jarðhræringar á Reykjanesi hafa reynt gríðarlega á orku- og veituinnviði þjóðarinnar, en hafa ekki síður reynt á fólkið sem staðið hefur í ströngu við að halda þeim gangandi. Petra Lind Einarsdóttir mannauðsstjóri HS Orku er gestur þáttarins og ræðir hún við Lovísu Árnadóttur um mannleg áhrif hamfaranna á starfsfólkið og á daglegan rekstur fyrirtækisins.
16. júlí 2024 Jarðhræringar III: Upplýsingamiðlun þegar mikið liggur við Podcast: Play in new window | Download (Duration: 46:57 — 42.7MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Þegar fyrirtæki glíma við krísur er mikilvægt að réttar og ábyrgar upplýsingar komist hratt og vel til hagaðila, fjölmiðla og almennings. Það getur verið krefjandi í mikilli óvissu og undir miklu álagi eins og í jarðhræringunum á Reykjanesi og hvað þá þegar allir eru orðnir sín eigin fréttastofa með snjallsíma í vasanum. Upplýsingafulltrúarnir Birna Lárusdóttir hjá HS Orku, Sigrún Inga Ævarsdóttir hjá HS Veitum og Steinunn Þorsteinsdóttir hjá Landsneti, fara yfir mikilvægi góðra samskipta í þættinum og reynslu sína af að miðla upplýsingum til réttra aðila þegar mikið liggur við. Myndböndin sem vísað er til í þættinum má sjá á Vimeo síðu Samorku.
3. júlí 2024 Ný tækifæri til orkuöflunar Podcast: Play in new window | Download (Duration: 40:35 — 38.5MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Er eitthvað vit í að nýta sólarorku á Íslandi?Hvað er vindorka á smærri skala?Munu heimili og fyrirtæki í framtíðinni hafa eitthvað hlutverk í nýrri orkuöflun? Þetta eru nokkrar spurningar sem starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherrra tókst á við í nýrri skýrslu sem út kom fyrr á árinu. Í þessum þætti Lífæða landsins eru niðurstöður skýrslunnar ræddar við Ásmund Friðriksson þingmann og Gunnlaugu Helgu Ásgeirsdóttur Msc. í sjálfbærum orkuvísindum, en þau sátu bæði í starfshópnum. Þáttastjórnendur eru Finnur Beck og Lovísa Árnadóttir. Skýrsluna má lesa á heimasíðu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis.
14. júní 2024 Rætt um rammann Podcast: Play in new window | Download (Duration: 43:55 — 39.5MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Breyta þarf því ferli hvernig við skilgreinum landsvæði til verndunar eða til orkunýtingar. Núverandi ferli hefur einfaldlega ekki náð þeim árangri sem lagt var upp með fyrir aldarfjórðungi síðan, hvorki til orkunýtingar eða til verndunar. Í þætti dagsins ræða Harpa Pétursdóttir forstöðukona nýrra orkukosta hjá Orkuveitunni og Jóna Bjarnadóttir framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun um rammaáætlun, hvað það er sem er ekki að virka í því ferli og hvernig líta þarf til aukinnar þekkingar, breyttra forsenda og breytts samfélags þegar stjórnvöld hefja nú ferli við að endurskoða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Katrín, Jóna, Lovísa og Harpa við upptöku þáttarins. Þáttastjórnendur: Katrín Helga Hallgrímsdóttir og Lovísa Árnadóttir.