Erlent samstarf Eurelectric eru Evrópusamtök rafiðnaðarins, en jafnframt eiga flutningsfyrirtæki með sér sérstök samtök, ENTSO-E. Aðalhlutverk Eurelectric er að móta sameiginlega stefnu raforkugeirans í Evrópu og hafa áhrif á stefnumótun ESB á því sviði. Aðild Samorku að Eurelectric er kostuð sérstaklega af fimm aðildarfyrirtækjum samtakanna – HS Orku, Landsvirkjun, Norðurorku, Orkuveitu Reykjavíkur og RARIK. Samorka á fulltrúa í nokkrum nefndum og hópum á vegum Eurelectric.