16. janúar 2025 Kallað eftir erindum á NORDIWA 2025 Norræna fráveituráðstefnan verður haldin í Osló dagana 23. – 25. september. Ráðstefnan er stærsti viðburður í fráveitumálum á Norðurlöndunum. Nú er óskað eftir tillögum að erindum á ráðstefnuna og við hvetjum sérfræðinga og ráðgjafa hér á landi til að senda inn. Ráðstefnan er samstarfsverkefni fráveitusamtaka á Norðurlöndum, þar á meðal Samorku, og er haldin í 19. sinn í haust. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu NORDIWA.
9. október 2024 Auglýst eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda Opnað hefur verið á ný fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til og með 30. nóvember 2024. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fráveituframkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir. Einnig framkvæmdir við hreinsun ofanvatns, svo sem til að draga úr mengun af völdum örplasts en rannsóknir hafa sýnt að megnið af örplastsmengun berst til sjávar með ofanvatni. Meðal skilyrða fyrir að fráveituframkvæmd teljist styrkhæf er að kostnaður hafi fallið til eftir 1. janúar 2020. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðsins.
10. maí 2024 Auglýst eftir styrkjum til fráveituframkvæmda Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 1. júlí 2024. Þetta er í fjórða skipti sem fráveitustyrkir eru auglýstir til umsóknar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fráveituframkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Í fjárlögum vegna ársins 2024 er gert ráð fyrir að 379 m.kr. verði varið til þess að styrkja sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Nánari upplýsingar um styrkhæfar framkvæmdir og annað er að finna á heimasíðu ráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/05/08/Auglyst-eftir-umsoknum-um-styrki-til-fraveituframkvaemda/
14. júní 2023 Auglýst eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 1. september 2023. Þetta er í þriðja skipti sem fráveitustyrkir eru auglýstir til umsóknar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fráveituframkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Í fjárlögum vegna ársins 2023 er gert ráð fyrir að 600 m.kr. verði varið til þess að styrkja sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir. Einnig framkvæmdir við hreinsun ofanvatns, svo sem til að draga úr mengun af völdum örplasts. Meðal skilyrða fyrir að fráveituframkvæmd teljist styrkhæf er að kostnaður hafi fallið til eftir 1. janúar 2020. Kostnaður við útboð, fjármagns- og lántökukostnaður og kaup á löndum og lóðum vegna framkvæmda í fráveitumálum teljast ekki styrkhæf. Sama gildir um hefðbundið viðhald og endurbætur á eldri fráveitukerfum. Þó eru endurbætur á eldri kerfum styrkhæfar ef tilgangurinn með endurbótunum er að kerfin standist gildandi kröfur laga og reglugerða. Styrkir Styrkfjárhæð nemur að jafnaði 20% af staðfestum heildarkostnaði styrkhæfrar fráveituframkvæmdar. Styrkfjárhæð skal þó aldrei verða hærri en 30% af heildarkostnaði og að jafnaði aldrei lægri en 15%. Umsóknir á eyðublaðavef Stjórnarráðsins Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið og skilyrði má finna á heimasíðu Stjórnarráðsins.
18. nóvember 2022 Piss, kúkur, klósettpappír og allt hitt Podcast: Play in new window | Download (Duration: 42:12 — 45.1MB)Subscribe: Apple Podcasts | Spotify | Android | RSS | More Fráveitan veitir þjónustu sem enginn getur verið án en fæstir leiða hugann að í amstri dagsins. Hún er mikilvægt heilbrigðis- og hreinlætismál í heiminum öllum. Fráveitan flytur frárennsli og skólp heimila og fyrirtækja, og regnvatn frá götum og lóðum í sjó með viðkomu í hreinsistöð. Það er mörg horn að líta, til dæmis að bregðast við þéttingu byggðar og hvar fráveitan á að vera, loftslagsbreytingar og að fá fólk til að hætta að nota klósettið eins og ruslafötu. Viðmælendur þáttarins eru Fjóla Jóhannesdóttir og Hlöðver Stefán Þorgeirsson, sérfræðingar í fráveitu hjá Veitum og ræða um þessi verkefni sem þau fást við daglega. 19. nóvember er alþjóðlegur dagur klósettsins. Af því tilefni bjóða Veitur í sögugöngu um fráveitu í miðborginni þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17. Nánari upplýsingar um gönguna má sjá á Facebook.
24. október 2022 Óskað eftir erindum á NORDIWA 2023 Óskað er eftir tillögum að erindum fyrir norrænu fráveituráðstefnuna sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð dagana 5. -7. september 2023. Ráðstefnan er stærsti viðburður í fráveitumálum á Norðurlöndunum þar sem koma saman; sérfræðingar og framkvæmdastjórar fráveitna, háskólasamfélagið og rannsakendur ásamt helstu ráðgjöfum á sviði fráveitu og fleiri sem hafa áhuga og þekkingu á innviðum veitna. NORDIWA er nú haldin í 18. sinn og að skipulagingu koma samtök rekstraraðila fráveitna á Norðurlöndunum, þar á meðal Samorka. Skilafrestur fyrir tillögur að erindi er til 27. janúar 2023. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna, helstu umfjöllunarefni og hvernig eigi að senda inn tillögur eru að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.
Styrkir til fráveituframkvæmda – upplýsingafundur Samorka í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga halda kynningarfund fyrir fráveitur. Fundurinn er fjarfundur á Teams. Fundurinn hefst kl. 10:30 og gert ráð fyrir að hann standi í rúmlega klukkustund. Dagskrá 1. Tækifæri og áskoranir í uppbyggingu fráveitukerfa – reynslusögur o.fl. – Fjóla Jóhannesdóttir formaður Fráveitufagráðs Samorku og sérfræðingur í fráveitum hjá Veitum 2. Tæknilegur undirbúningur fráveituframkvæmda – Reynir Sævarsson fyrirliði umhverfisteymis EFLU 3. Styrkir til fráveituframkvæmda – upprifjun á fyrirkomulagi styrkveitinga, umsóknarferlinu, gagnaskilum o.s.frv. Styrkveitingar næsta árs o.fl. – Hafsteinn Pálsson frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 4. Fyrirspurnir og umræður Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn á forminu hér fyrir neðan. Hleður…
12. apríl 2021 Fráveituauglýsing tilnefnd til Lúðursins Verkefnið Piss, kúkur, klósettpappír, sem unnið var fyrir Samorku og Umhverfisstofnun í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðiseftirlitin var á dögunum tilnefnt til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna. Hér má sjá tilnefningarnar. Verkefnið er tilnefnt í flokknum Almannaheill, enda öllum til bóta ef við göngum vel um veitukerfin. Það var auglýsingastofan Hvíta húsið sem vann efnið og er öllum aðgengilegt á vefnum klosettvinir.is.
8. apríl 2021 Umsóknarfrestur um fráveitustyrki framlengdur Frestur fyrir sveitarfélög til að skila inn umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda hefur verið framlengdur til 15. apríl. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Skilyrði er að fráveituframkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Styrkhæfar fráveituframkvæmdir eru framkvæmdir við safnkerfi fráveitna, hreinsivirki, dælustöðvar og útrásir og framkvæmdir við hreinsun ofanvatns, svo sem til að draga úr mengun af völdum örplasts. Einnig er meðal skilyrða er að kostnaður hafi fallið til eftir 1. janúar 2020. Nánari upplýsingar má sjá á vef Stjórnarráðsins.
1. febrúar 2021 Opnað á umsóknir um styrki til fráveituframkvæmda Ný fráveita Norðurorku á Akureyri Samorka vekur athygli á því að opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki til fráveituframkvæmda. Styrkfjárhæð nemur að jafnaði 20% af staðfestum heildarkostnaði styrkhæfrar fráveituframkvæmdar. Styrkfjárhæð skal þó aldrei verða hærri en 30% af heildarkostnaði og að jafnaði aldrei lægri en 15%. Umsóknum skal fylgja verk- og tímaáætlun fyrir þá áfanga framkvæmdar sem sótt er um styrk fyrir og uppfærðar upplýsingar um framkvæmdina og kostnað frá samþykktri áætlun eftir því sem við á, auk afrita af greiddum reikningum eftir atvikum. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Sjá nánari upplýsingar um skilyrði fyrir styrki í auglýsingu á vef Stjórnarráðsins.