Óskað eftir erindum á NORDIWA 2023

Óskað er eftir tillögum að erindum fyrir norrænu fráveituráðstefnuna sem haldin verður í Gautaborg í Svíþjóð dagana 5. -7. september 2023.

Ráðstefnan er stærsti viðburður í fráveitumálum á Norðurlöndunum þar sem koma saman; sérfræðingar og framkvæmdastjórar fráveitna, háskólasamfélagið og rannsakendur ásamt helstu ráðgjöfum á sviði fráveitu og fleiri sem hafa áhuga og þekkingu á innviðum veitna.

NORDIWA er nú haldin í 18. sinn og að skipulagingu koma samtök rekstraraðila fráveitna á Norðurlöndunum, þar á meðal Samorka.

Skilafrestur fyrir tillögur að erindi er til 27. janúar 2023. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna, helstu umfjöllunarefni og hvernig eigi að senda inn tillögur eru að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.