Orkustefna Noregs kynnt á fundi Orkustofnunar

Orka til breytinga er yfirskrift fundar á vegum Orkustofnunar fimmtudaginn 8. júní, en þar verður orkustefna Noregs kynnt. Fjallað verður um rammaáætlun í orkumálum, raforkumarkaðinn, raforkueftirlitið, löggjöf ESB/EES í raforku og fleira.

Fyrirlesarar fundarins eru Torodd Jensen, Mari Hegg Gundersen, Kirsti Hind Fagerlund, Tale Helen Seldal, Anton Jayanand Eliston, Christina Stene Beisland frá Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE).

Fundurinn er liður í fyrirlestraröð Orkustofnunar í tilefni af 50 ára afmæli hennar.

Skráningar er óskað á fundinn og hægt er að gera það á vef Orkustofnunar.