NORDIWA 2019 í Helsinki

Mynd: Eetu Ahanen / Helsinki Marketing Allas sjóböðin

Norræna fráveituráðstefnan, NORDIWA, verður haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 23. – 25. september 2019. Þar koma saman helstu sérfræðingar Norðurlandanna í fráveitumálum; framkvæmdastjórar, framkvæmdaaðilar, skipulagssérfræðingar, rannsakandur, verkfræðingar, ráðgjafar og fleiri sem áhuga og þekkingu hafa á málaflokknum og loftslagsmálum á Norðurlöndum.

Uppfært 20.08.2019: Hátt í 400 manns hafa þegar skráð sig á ráðstefnuna og þar af þó nokkur fjöldi frá íslenskum veitufyrirtækjum.

Dagskrá og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

Eetu Ahanen / Helsinki Marketing