Samorkuþing 2020 – frestað

 

UPPFÆRT:

SAMORKUÞINGI HEFUR VERIÐ FRESTAÐ UM EITT ÁR Í LJÓSI AÐSTÆÐNA Í ÞJÓÐFÉLAGINU. NÝ DAGSETNING SAMORKUÞINGS Í MAÍ 2021 VERÐUR KYNNT INNAN SKAMMS.

Samorkuþing 2020 verður haldið dagana 14.-15. maí í Hofi á Akureyri. Um er að ræða 25 ára afmælisþing samtakanna og er ætlunin að gera Samorkuþingið hið allra öflugasta hingað til.

Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá með metnaðarfullum erindum og vinnustofum þar sem fjallað verður um alla þætti starfsemi aðildarfyrirtækja Samorku: Hitaveitur, vatnsveitur, fráveitur, framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á raforku – frá mörgum hliðum – allt frá auðlindum, framkvæmdum, stoðstarfsemi og til samskipta við viðskiptavini. Þá verða ýmis mikilvæg sameiginleg málefni tekin fyrir í sérstökum málstofum og vinnustofum, t.d loftslagsmál, skipulagsmál, veitustarfsemi, orkustefna, orkuskipti, jafnréttismál, orkuöryggi, samskiptamál, umhverfismál og fleira.

Samhliða þinginu verður glæsileg vöru- og þjónustusýning þar sem helstu samstarfsaðilar orku- og veitufyrirtækja landsins verða á staðnum.

Gert er ráð fyrir að dagskrá hefjist kl. 9.45 fimmtudaginn 14. maí og henni ljúki um kl. 16 föstudaginn 15. maí. Dagskrá verður birt fljótlega. Þá opnar vefur þingsins innan skamms, samorkuthing.is.

Skráning á Samorkuþing er á forminu neðst í færslunni. Okkur er sönn ánægja að geta boðið þingið og hátíðarkvöldverð á sama verði og fyrir þremur árum. Síðasti dagur til að skrá sig er fimmtudagurinn 7. maí. Ef skráning berst eftir þennan dag er ekki hægt að lofa nafnspjaldi með prentuðu nafni á. Í boði verður að skrifa nafnið sitt á autt nafnspjald.

HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR:

 

Hátíðarkvöldverður í Íþróttahöllinni verður á sínum stað á fimmtudagskvöldinu. Dúettinn Hundur í óskilum veislustýrir og það verður svo enginn annar en Páll Óskar sem leikur fyrir dansi! Vel við hæfi í Eurovision vikunni og á 25 ára afmælisári Samorku!

 

 

 

 

 

MAKADAGSKRÁ:

Makar eru boðnir velkomnir á Samorkuþing. Boðið verður upp á skemmtilega ferð til Húsavíkur þar sem meðal annars hin glæsilegu nýju sjóböð, GeoSea, verða heimsótt. Nánari dagskrá kemur fljótlega.

FLUG NORÐUR:

Air Iceland Connect býður 15% afslátt af klassískum fargjöldum í formi afsláttarkóða SAMORKA þannig að hver og einn getur bókað og gengið frá sínu flugi á vefnum. Sjá myndina hér til hægri hvernig afsláttarkóði er færður inn.

ATH: Ekki verður bætt við aukavélum fyrr en vel bókast í þær vélar sem þegar er boðið upp á, samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect.

Tilboðskóðinn tekur gildi föstudaginn 14. febrúar og gildir til 21. febrúar. 

Ef aukavél fæst, verða sendar út upplýsingar um það.

GISTING:

Samorka hefur tekið frá hótelgistingu á nokkrum hótelum á Akureyri. Hver gestur bókar fyrir sjálfan sig eða vinnustaður viðkomandi bókar fyrir sitt starfsfólk. Við hvetjum gesti þingsins til að kanna fyrirkomulagið á sínum vinnustað.

Samorka hefur tekið frá gistingu á eftirfarandi stöðum. Til þess að bóka herbergi þarf að gefa upp bókunarnúmerið.

Icelandair hótel: SAMORKA – 169344
akureyri@icehotels.is

Eins manns herbergi 15.700 ISK per herbergi/nótt með morgunverði
Tveggja manna herbergi 19.400 ISK per herbergi/nótt með morgunverði

Hótel Kea CON-6245
Bókanir eru gerðar gegnum síma 4602000 eða tölvupóst kea@keahotels.is

Herbergin eru frátekin til 22. apríl 2020 á eftirfarandi verðum:

Eins manns herbergi með sturtu Kr. 13.200,- pr.nótt
Tveggja manna herbergi með sturtu Kr. 16.500,- pr.nótt
Morgunverður af hlaðborði innifalinn

Gistináttargjald ( 333 Kr.) leggst ofaná hvert herbergi pr nótt

Sæluhús: 

Í boði eru:

Heilt hús sem rúmar sjö í gistingu: 28.000 kr. á nóttina

Stúdíóhús með heitum potti: 13.000 kr. pr. nótt

Stúdíóhús, án heita pottarins: 9.000 kr. pr. nótt

Til að bóka skal hafa samband við Pálínu, palina@saeluhus.is eða hringja í 618-2800, og segjast vilja bóka gistingu sem Samorka á frátekið.

 

Hótel Akureyri, Hafnarstræti:

Samorka tók frá 25 herbergi og einhver fleiri eru laus til viðbótar þar og á gistiheimilinu Akurinn. Hringja á í síma 462-5600

 

SKRÁNING Á SAMORKUÞING:

  Vinsamlegast hakið í allt sem við á:

  Ég mæti á Samorkuþing 2021 - 49.000 kr.
  Ég er sýnandi á Samorkuþingi 2021 (haka við til að fá nafnspjald)

  Hátíðarkvöldverður - 17.900 kr.
  Hátíðarkvöldverður maka - 17.900 kr.
  Makaferð - 11.900 kr.
  Ég vil grænkeramáltíð
  Maki vill grænkeramáltíð

  Nafn maka (fyrir nafnspjald)