GEORG Geothermal Workshop

GEORG

 

Vinnustofan GEORG Geothermal Workshop verður haldin á Grand hótel 24. og 25. nóvember

Þar munu allir helstu sérfræðingar í jarðhitamálum innanland sem utan kynna nýjustu niðurstöður rannsókna sinna og um leið varpa fram nýjum spennandi vinklum til samstarfs innan GEORG. Auk þess mun nýkjörinn forseti Alþjóða jarðhitafélagsins (International Geothermal Association), Alexander Richter, og fulltrúi Evrópusambandsins, Susanna Galloni, vera með framsöguerindi á vinnustofunni, sem og aðrir virtir fyrirlesarar. Eins er rétt að benda á áhugaverðar pallborðsumræður þar sem framtíðartækifæri og áskoranir jarðhitans verða til umfjöllunar, undir yfirskriftinni SMART GEOTHERMAL FUTURE.

Dagskrá vinnustofunnar má sjá á heimasíðu hennar, sem og frummælendur og upplýsingar um skráningu.