Á traustum grunni: Ársfundur Landsvirkjunar 2018

Landsvirkjun hvetur til opinnar umræðu um orkumál og býður alla velkomna á ársfund fyrirtækisins þriðjudaginn 15. maí kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica.

Yfirskrift fundarins er „Á traustum grunni“. Síðasta ár voru met slegin í sölu og vinnslu rafmagns. Rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og efnahagurinn er traustur. Á ársfundinum verður fjallað um þessa góðu stöðu. Einnig verða kynnt þau tækifæri og þær áskoranir sem framundan eru og fjallað um raforkumarkaðinn í víðu samhengi.

Bein útsending verður frá fundinum á landsvirkjun.is og hægt er að nota myllumerkið #lvarsfundur til að taka þátt og/eða fylgjast með umræðum um fundinn á samfélagsmiðlum.

Upplýsingar um dagskrá og skráning er á heimasíðu Landsvirkjunar.