Haustþing KíO og HS Orku

Haustþing Kvenna í orkumálum og HS Orku verður haldið 22. september. Flutt verða 30 örerindi um þau margvíslegu viðfangsefni sem konur í geiranum fást við á hverjum degi.

Þær sem eru áhugasamar um að halda slíkt örerindi eru beðnar að senda tölvupóst á konuriorkumalum@gmail.com með nafni og stuttri lýsingu á því sem erindið á að fjalla um.

Þátttaka í viðburðinum er takmörkuð og skráning er því nauðsynleg á sama netfang, óháð því hvort óskað sé eftir því að halda örerindi eða ekki.

Dagskrá föstudagsins 22. september 2017
12.45 Lagt af stað úr Reykjavík í rútum
13:30 Lending hjá HS Orku
14:00 Fyrstu 15 örerindi
15:00 Netagerð og hlé
15:15 Næstu 15 örerindi
16:15 Kynning HS Orku
16:30 Skoðunarferð
17:00 Kokteill og pinnamatur í boði HS Orku
19:00 Keyrt af stað í bæinn