Samorkuþing 2025

Samorkuþing verður haldið í Hofi á Akureyri dagana 22. – 23. maí 2025.

Samorkuþing er stærsta fagráðstefna landsins í orku- og veitutengdri starfsemi og er haldið á þriggja ára fresti á Akureyri. Vegleg vöru- og þjónustusýning er hluti af þinginu og mun sala bása fara af stað í haust. Hátíðarkvöldverður og skemmtun fer fram í Íþróttahúsinu.

Um 500 manns tóku þátt í síðasta þingi árið 2022 og gert er ráð fyrir svipaðri aðsókn.