Opinn fundur orkuskiptahóps Samorku

Orkuskiptahópur Samorku býður til opins samtals við sérfræðinga orku- og veitugeirans um málefni orkuskiptanna föstudaginn 24. nóvember frá kl. 9.00 – 10.30. Á fundinum verður rætt við sérfræðinga og leiðandi fyrirtæki í orkuskiptum:

Ágústa Loftsdóttir (EFLA) – Afl- og orkuþörf vegna orkuskipta í þungaflutningum
Gnýr Guðmundsson (Landsnet) – Raforkuspá Landsnets
Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir (Ölgerðin) – Orkuskipti Ölgerðarinnar, reynsla og áskoranir

Fundurinn verður í opnu streymi í gegnum Teams og gestir fundarins geta borið upp spurningar.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn hér.