Verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu

Samorka leitar að metnaðarfullum og kraftmiklum verkefnastjóra stefnumótunar og hagsmunagæslu

Viltu taka þátt í móta rekstrarumhverfi orku- og veitustarfsemi á Íslandi og stuðla þannig að grænu Íslandi til framtíðar?

Samorka óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf verkefnastjóra stefnumótunar og hagsmunagæslu. Um er að ræða spennandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga á að leiða stefnumótun, innleiðingu stefnu og hagsmunagæslu samtakanna á sviði orku- og veitumálefna. Viðkomandi mun taka þátt í mótun starfsumhverfis orku- og veitugeirans og eiga í miklum samskiptum við kröftug aðildarfélög, stjórnvöld og haghafa samtakanna.

Helstu verkefni:

 • Samstarf og samskipti við opinberar stofnanir, önnur samtök og haghafa varðandi áherslur Samorku í orku- og veitutengdum málefnum.
 • Þátttaka í norrænu og evrópsku samstarfi á sviði orku- og veitumálefna og miðlun efnis til aðildarfélaga.
 • Umsjón með stefnumótun, innleiðingu stefnu og eftirfylgni með verkefnum.
 • Þátttaka í gerð kynningarefnis og kynningar á stefnu og áherslum Samorku.
 • Umsjón með tilteknum fag- og málefnahópum sem starfa á vettvangi samtakanna.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði lög-, hag- eða stjórnmálafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking, reynsla og innsýn í starfsemi rekstrar- og lagaumhverfi orku- og veitugeirans er kostur.
 • Reynsla af starfi hjá hagsmunasamtökum, stjórnsýslu eða sambærilegum störfum er kostur.
 • Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
 • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Mjög góð hæfni í textagerð og reynsla af miðlun upplýsinga.
 • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.

Um Samorku:

Hjá Samorku starfar metnaðarfullur og samhentur hópur starfsmanna með brennandi áhuga á orku- og veitumálum. Aðildarfélög Samorku eru um 50 orku- og veitufyrirtæki um allt land og eru samtökin aðilar að Samtökum atvinnulífsins.

Stefna Samorku er að Ísland verði áfram leiðandi og fyrirmynd annarra þjóða í nýtingu grænnar orku. Við vinnum í átt að markmiðum stjórnvalda um kolefnishlutleysi og að Ísland verði knúið og kynt með grænni orku sem unnin er með sjálfbærum og ábyrgum hætti innanlands.

Samorka er atvinnugreinasamtök aðildarfyrirtækja og faglegur vettvangur þeirra í félags-, kynningar- og fræðslumálum. Það eru spennandi tímar í orku- og veitumálum við að tryggja áfram heilnæmt drykkjarvatn, umhverfisvænar fráveitur, heitt vatn og rafmagn fyrir heimilin, atvinnulífið og orkuskiptin.

Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2024. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.Nánari upplýsingar um starfið veita Sigríður Svava Sandholt (sigridur@intellecta.is) og Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku (finnur@samorka.is). Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.