Blágrænar ofanvatnslausnir – hádegisfyrirlestur

Á fyrsta örfyrirlestri VAFRÍ 2017 verður minning Sveins Torfa Þórólfssonar prófessors við NTNU í Noregi heiðruð, en þar verður fjallað um blágrænar ofanvatnslausnir, sem var eitt hans helsta áhugamál og fagsvið síðustu áratugina.

Tími: Miðvikudaginn 15. febrúar 2017, kl. 12:30-14:00
Staðsetning: Fundarsalur Verkís, neðstu hæð við inngang, Ofanleiti 2, Reykjavík.

Dagskrá:

12:30 Setning – Hrund Ólöf Andradóttir, formaður VAFRÍ

12:35 Æskuminningar Sveins Torfa úr Grindavík – Hilmar Sigurðsson, verkfræðingur.

12:40 Leiðbeiningar um blágrænar ofanvatnslausnir – Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta ehf.

13:00 Áskoranir við meðhöndlun ofanvatns vegna þéttingar byggðar í röskuðu landi: Rammaskipulag Elliðaárvogs við Ártúnshöfða – Sigurður Grétar Sigmarsson, Verkís.

13:20 Umræður – „Horft fram í veginn“

13:45 Æskuminningar Sveins Torfa frá Skagaströnd – Ingólfur Hrólfsson, verkfræðingur.

13:50 Niðurlag – Íris Þórarinsdóttir, gjaldkeri VAFRÍ.

Fundarstjóri: Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitna, Veitum.

Skráning á fyrirlesturinn fer fram hér.