Málþing um hugverkarétt í jarðvarmageiranum

Málþing í Arion banka, Borgartúni 19, föstudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 16.00.

Bein útsending frá málþinginu:

Málþinginu er ætlað að vekja aðila jarðvarma- og orkugeirans til umhugsunar um hvert sé virði þekkingar og hvert sé mikilvægi þess að meðhöndla hana sem verðmæti þegar viðskipti eru annars vegar.

Þeir sem koma með beinum hætti að undirbúningi og framkvæmd málþingsins eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Einkaleyfastofa, Samorka, Iceland Geothermal og Árnason Faktor. Efnistök málþingsins byggja m.a. á þremur skýrslum sem kortleggja einkaleyfi og samkeppnishæfni íslensks jarðvarma.

Þátttaka er öllum opin og aðgangur ókeypis. Skráning fer fram á vef Arion banka.