FRESTAÐ: Einn, tveir og orkuskipti!

VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ

 

 

Græn farartæki og lausnir tengdar orkuskiptum verða á sérstakri hreinorkusýningu í Hörpu þriðjudaginn 10. mars frá kl. 10-18. Sýningin er í tilefni af ársfundi Samorku sem tileinkaður er orkuskiptum og fer fram frá kl. 13 – 16.15. Allir eru velkomnir á sýninguna óháð því hvort ársfundurinn er sóttur um leið og aðgangur er ókeypis.

Úrval bíla sem ganga fyrir hreinni orku verða til sýnis auk þess sem gestir geta kynnt sér rafskutlur, hleðslulausnir og fjármögnunarleiðir, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi til að skipta yfir í hreinorkufarartæki strax í dag.

Það eru bílaumboðin Askja, BL og Hekla sem sýna úrval bíla, MII sýnir rafskutlu, Ísorka, Jóhann Rönning, Orka náttúrunnar og Reykjafell kynna hleðslulausnir og Arion banki kynnir fjármögnun á vistvænum bílum.

 

Einn tveir og orkuskipti strax í dag!

Sjáumst í Hörpu, 10. mars, milli kl. 10 og 18.