Tengjum við tækifærin: Ársfundur Samorku 2023

 

Orku- og veituinnviðir eru ein helsta undirstaða samfélagsins. Þeir færa íbúum og fyrirtækjum raforku, heitt og kalt vatn og góða fráveitu, sem er forsenda annarrar atvinnustarfsemi og lífsgæða í landinu. Orkuskiptin sem framundan eru kalla á umbyltingu þessara innviða og umfangsmiklar fjárfestingar.

Ársfundur Samorku verður haldinn miðvikudaginn 15. mars á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 13. Umfjöllunarefnið að þessu sinni eru þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum, með sérstakri áherslu á flutnings- og dreifikerfi raforku. Kynnt verður ný greining um fjárfestingaþörf í orku- og veituinnviðum. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um 90 mínútur.

Fram koma:

Nýkjörinn stjórnarformaður Samorku
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson
Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
Almar Barja, fagsviðsstjóri Samorku
Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur Samorku
Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Orkuskiptin um allt land – myndbandsinnslög um uppbyggingaráform um orkuskipti og reynslu af þeim sem þegar eru komin í gagnið.

Pallborðsumræður:
Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orku hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar RARIK
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna

 

Léttar veitingar í fundarlok.

Aðgangur er ókeypis er skráningar er óskað í formið hér fyrir neðan svo hægt sé að áætla sætafjölda og lágmarka matarsóun.

Fundinum verður einnig streymt á vef Samorku og á Facebook Samorku.