Umhverfis- og öryggismál á ársfundi Norðurorku

Á Arnarnesi er eitt gjöfulasta vinnslusvæði hitaveitu Norðurorku. Ljósmynd: Auðunn Níelsson

Ársfundur Norðurorku verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 31. mars kl. 15. Fundurinn er öllum opinn en skráningar er óskað á netfangið no@no.is.

Dagskrá: 

15:00 Ársfundur settur
Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku hf.

15:10 Loftslagsmálin og staða Íslands
Helga Barðadóttir frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, skrifstofu hafs, vatns og loftslags

15:40 Umhverfisstefna Norðurorku hf.
Guðmundur H. Sigurðarson frá Vistorku ehf. dótturfélagi Norðurorku hf.

16:00 KAFFIHLÉ

16:15 Öryggisstefna Norðurorku – áskoranir og tækifæri
Gunnur Ýr Stefánsdóttir frá Norðurorku hf.

16:40 Reglulegar öryggisúttektir á framkvæmdasvæðum
Þorgeir Valsson frá Ístaki hf.

17:00 Umræður og fyrirspurnir