Desemberfundur 2020

Desemberfundur Samorku fjallar í ár um stóru orku- og veitumálin sem nú liggja fyrir þinginu. Starfsfólk Samorku mun fara yfir hvernig þau blasa við orku- og veitufyrirtækjunum og boðið verður upp á spurningar.

Fundurinn verður haldinn rafrænt á Teams Live Event og er eingöngu ætlaður starfsfólki aðildarfyrirtækja Samorku. Þeir sem áhuga hafa á að fá hlekk á fundinn geta haft samband við Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku, í netfangið lovisa@samorka.is.