Aðal- og ársfundur Samorku 2019

Opinn ársfundur Samorku verður haldinn á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 6. mars 2019 kl. 15 – 16.30. Fjallað verður um orkustefnu.

Fyrr sama dag verður einnig aðalfundur fyrir aðildarfélaga Samorku. Aðalfundurinn hefst kl. 13.

Erindi flytja Guðrún Sævarsdóttir, formaður starfshóps stjórnvalda um gerð orkustefnu, Páll Erland framkvæmdastjóri Samorku og Toril Johanne Svaan frá orkumálaráðuneyti Noregs. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpar fundargesti auk Helga Jóhannessonar, formanns Samorku.


    Ég mæti á aðalfund kl. 13 (fyrir aðildarfélög)
    Ég mæti á opinn ársfund kl. 15