Desemberfundur 2023

SKRÁNINGARFRESTUR Á DESEMEBERFUND ER LIÐINN.

Á desemberfundi verður innra starf Samorku til umfjöllunar að venju og í ár verður afrakstur stefnumótunarvinnu kynntur. Þá fjöllum við um orku- og veitustarfsemi á tímum náttúruvár og heyrum frá völdum ráðum og hópum um starfið á árinu.

Fundurinn er fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja Samorku og ekki ætlaður öðrum.

Að þessu sinni verður desemberfundurinn haldinn í notalegum Sjálfstæðissal nýja hótelsins við Austurvöll, eða gamla Nasa eins og mörg þekkja. Þar mun skemmtunin einnig fara fram, en við bregðum okkur fram á Telebar í móttöku hótelsins í fordrykk.

Að loknum fundi tekur skemmtidagskráin við, boðið verður upp á góðan jólapinnamat og svo mun Guðrún Árný stýra hressilegum samsöng hinna ýmissa slagara og við gerum ráð fyrir að Samorkufólk sýni og nýti sönghæfileikana eins og á desemberfundum síðustu ára!

Rétt er að taka fram að dagskrá getur tekið breytingum með skömmum fyrirvara í ljósi aðstæðna á Reykjanesi.

Verð á desemberfundinn er 3.900.

Verð á fundinn ásamt mat og skemmtun er 14.900.

SKRÁNINGARFRESTUR Á DESEMEBERFUND ER LIÐINN.