Raforkumarkaður á tímamótum

Opinn fundur Landsvirkjunar þriðjudaginn 7. mars, kl. 8.30-10.00 á Hilton Reykjavík Nordica, morgunkaffi í boði frá kl. 8.00. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis, en skráningar er óskað.

Ný greining óháðra danskra sérfræðinga beinir sjónum að tækifærum til þróunar á íslenska raforkumarkaðnum. Er orkuöryggi á Íslandi tryggt? Er verðmætasköpun nægileg?

Á þessum morgunverðarfundi verður leitast við að skýra fyrirkomulag raforkumála hér, benda á mögulegar takmarkanir og reifa hugsanlegar leiðir til úrbóta.

Framsögumenn eru:
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
Helge Sigurd Næss-Schmidt, eigandi Copenhagen Economics
Martin Bo Westh Hansen, yfirhagfræðingur Copenhagen Economics
Fundarstjóri er Stella Marta Jónsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Landsvirkjunar.

Nánari upplýsingar og skráning á fundinn er á heimasíðu Landsvirkjunar.