Árshátíð KíO

Konur í orkumálum blása til árshátíðar föstudagskvöldið 7. apríl á Bryggjunni brugghúsi úti á Granda.

Húsið opnar með fordrykk klukkan 19:00 og hefst þriggja rétta hátíðarkvöldverður klukkan 20:00.
Veislustjórn verður í höndum Margrétar Erlu Maack en hún mun einnig sjá um létt skemmtiatriði yfir kvöldið. Svo verður dansað frameftir!

 

Nánari upplýsingar um matseðil og skráning er á Facebooksíðu Kvenna í orkumálum.

Samorka hvetur allar konur í orkumálum til að fjölmenna og skemmta sér í góðra kvenna hópi!