Umhverfisþing 2017

Umhverfisþing 2017 verður haldið í Hörpu föstudaginn 20. október næstkomandi.  Að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli þingsins og er heiðursgestur Monica Araya frá Costa Rica. Skráning er nauðsynleg á heimasíðu stjórnarráðsins.

Dagskrá þingsins er svohljóðandi:

08.30 Innritun og kaffi
09.00 Þingsetning og ávarp Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
09.15 Hvernig getur lítið land verið í fararbroddi í loftlagsmálum? Heiðursgestur þingsins, Monica Araya
09.45 Raddir ungu kynslóðarinnar: Hvernig framtíð viljum við? Bríet Felixdóttir og Saga Rut Sunnevudóttir nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð
10.30 Kaffihlé

Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á Ísland?

10.00 Loftslagsbreytingar – áhrif á Ísland Halldór Björnsson, Veðurstofu Íslands
10.15 Hafið við Ísland – súrnun og hlýnun Sólveig Rósa Ólafsdóttir, Hafrannsóknastofnun
Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi – hvernig er staðan og hvert stefnir?

11.00 Þróun losunar og staða Íslands gagnvart Kýótó-bókuninni Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
11.15 Möguleikar Íslands til að draga úr losun Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
11.30 Möguleikar almennings við að draga úr kolefnisfótspori Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
11.45 Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum – stöðuskýrsla Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs Íslands
12.00 Matarhlé

Hvert viljum við stefna? Þýðir minni losun minni lífsgæði?

13.00 Orkuskipti – af hverju? Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku
13.15 Loftgæði og lýðheilsa Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, sérfræðingur á sviði náttúru, Umhverfisstofnun
13.30 Frá landi til lofts og tilbaka Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla S.þ.
13.45 Hvað græða fyrirtæki á að vera græn Ketill Magnússon, framkvæmdastjóri Festu
Pallborðsumræður – Hvernig getum við best dregið úr losun og eflt bindingu?

Auður H. Ingólfsdóttir, Háskólanum á Akureyri; Birgir Þór Harðarson, Kjarnanum; Bryndís Skúladóttir, Samtökum iðnaðarins; Guðjón Bragason, Sambandi íslenska sveitarfélaga; Hreinn Óskarsson, Skógræktinni; Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd; Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetri; Sunna Áskelsdóttir, Landgræðslu ríkisins; Þorsteinn Sigfússon, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

15.00 Þingslit og léttar veitingar