Menntadagur atvinnulífsins 2022

Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl næstkomandi. Dagurinn er nú haldinn í raunheimum eftir strangt tímabil fjarviðburða. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni.

Frábærir fyrirlesarar og upplýsandi málstofur. Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað. Ráðherrar menntamála, sem nú skiptast á þrjú ráðuneyti, verða á staðnum og taka þátt í pallborði um sína aðkomu að menntamálum.

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða einnig afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum; menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins.
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið verðlaunin til þessa. Íslandshótel voru menntafyrirtæki ársins og Domino’s menntasproti ársins árið 2021.

Dagskrá menntadagsins:
09:00 – 10:30: Menntadagur atvinnulífsins – formleg dagskrá
10:30 – 11:00: Menntatorg og netagerð
11:00 – 12:00: Málstofur

Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn með því að smella hér: Skráning.