Út fyrir rammann? – opinn fundur

ATHUGIÐ! VEGNA BILUNAR Á GRAND HÓTEL ER FUNDURINN EKKI SENDUR ÚT.

Upptaka verður mögulega í boði síðar, við skoðum það síðar í dag.

 

Fundur um stöðu rammaáætlunar og reynslu af henni 

Grand hótel Reykjavík
Þriðjudaginn 14. janúar
Kl. 9.00 – 10.30

Í desember skilaði þriggja manna starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ítarlegri skýrslu um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Skýrslan inniheldur ítarlegar tillögur að breytingum á gildandi lögum og regluverki. 

Samorka boðar til kynningarfundar á Grand Hótel Reykjavík þann 14. janúar, þar sem efni skýrslunnar verður kynnt og rætt.

Dagskrá:

Opnun – Sverrir Falur Björnsson, verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku

Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins – Hilmar Gunnlaugsson, formaður

Tillögur Samorku um nýtt orkuþróunarskipulag – Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögfræðingur Samorku

Ketill Sigurjónsson Zephyr Iceland og Jón Kjartan Ágústsson Orkuveitunni ræða reynslu sína af því að starfa innan núverandi regluverks og greina frá þeim áskorunum sem því fylgja. 

Að lokum verða allir þátttakendur fundarins hluti af pallborðsumræðum um málefnið auk þeirra Jónu Bjarnadóttur frá Landsvirkjun og Magnúsi Ásbjörnssyni hjá Reykjavík Geothermal. Gestir í sal fá tækifæri til að koma á framfæri spurningum og athugasemdum. 

Fundurinn er opinn og ókeypis. Vinsamlegast skráið ykkur í formið hér fyrir neðan svo hægt sé að áætla fjölda og veitingar.