Aðalfundur JHFÍ 2017 Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn í Háskóla Íslands, HT-101 á Háskólatorgi, þriðjudaginn 25. apríl kl. 14. Dagskrá: sbr. 5. gr. samþykkta félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Samþykkt dagskrár. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu ári. 3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 5. Lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs til samþykktar. Ákvörðun félagsgjalda. 6. Kosning stjórnar. Ennfremur skulu kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara. 7. Upplýsingar um inngöngu nýrra félaga. 8. Önnur mál.