Opinn kynningarfundur um vatnsverndarsvæði Norðurorku

Opinn kynningarfundur um vatnsverndarsvæði Norðurorku verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00.

Á fundinum verður fjallað um vatnsverndarsvæðin, þær reglur sem um þau gilda og hvað ber að varast í umgengni við þessa mikilvægu og lífsnauðsynlegu auðlind sem hreint neysluvatn er.

Hvað er brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði?
Eru öll vatnsverndarsvæði eins?
Hvað getur haft áhrif á gæði vatns?
Hvert á að tilkynna óhöpp og slys?
Hvernig er fylgst með gæðum vatnsins?
Er hægt að nýta kalda vatnið úr Vaðlaheiðargöngum?

Norðurorka hf. rekur vatnsveitur á Akureyri, í Hrísey, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og á Svalbarðsströnd. Á fundinum verður lögð sérstök áhersla á vatnsverndarsvæðið í Hörgárdal og Öxnadal og kynningu á viðbragðsáætlun vatnsveitu.

Fundurinn er öllum opinn og þar gefst kjörið tækifæri til þess að fræðast um eitt mikilvægasta hagsmunamál okkar allra, hreint og ómengað vatn til allrar framtíðar.

Boðið verður upp á kaffi og með því.