Aðalfundur VAFRÍ 2018

Aðalfundur VAFRÍ 2018 verður haldinn miðvikudaginn 2. maí í stofu V148 í VRII, Háskóla Íslands.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða erindi sem fjalla um nýja sýn í meðhöndlun ofanvatns og skólps.

Drög að dagskrá
11:30 Húsið opnar. Samlokur og spjall
12:00 Hefðbundin aðalfundarstörf
12:20 Sigurður Grétar Sigmarsson, Verkís: Meðhöndlun ofanvatns – næstu skref á Íslandi
12:40 Ragnhildur Gunnarsdóttir, Eflu: Vistvænar salernis- og skólphreinsilausnir: Möguleikar og tækifæri á Íslandi
13:00 Umræður og lokaorð
13:20 Fundi slitið