Aðalfundur og árshátíð VAFRÍ

Við vekjum athygli þína á aðalfundi VAFRÍ – Vatns- og fráveitufélags Íslands.

Aðalfundur félagsins verður haldinn 22. júní kl. 12.00 í ráðstefnusal í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1. Boðið verður upp á léttar veitingar yfir aðalfundarstörfum.

Strax í kjölfar aðalfundar verður farið í árshátíðar- og vísindaferð þar sem verður fræðsla um vatns- og fráveituverkefni hjá Uppsveitum á Suðurlandi og munu fundargestir svo gera sér glaðan dag í lokin með mat og drykk.

Í Uppsveitum Suðurlands verður m.a skoðuð kölkunarstöð seyru á Flúðum, vatnsveitur við Borg og Búrfell, ný hreinsistöð sem verið er að setja niður á Brautarholti og fræðsla verður um helstu verkefni sem eru í gangi á svæðinu. Ferðin endar svo í mat og drykk í Þrastalundi.

VAFRÍ greiðir fyrir rútu og Tæknisvið Uppsveita, Veitur og Samorka bjóða upp á léttar veitingar og drykki yfir daginn fyrir félagsmenn. Fundargestir greiða sjálfir fyrir kvöldverð og drykki með mat, en nánari upplýsingar verða aðgengilegar á heimasíðu VAFRÍ innan skamms.

Skráning á aðalfund og árshátíð.