Ársfundur 2024: Ómissandi innviðir

Ársfundur Samorku verður haldinn þann 20. mars í Norðurljósum, Hörpu. Fundurinn hefst kl. 13 og gert er ráð fyrir að hann standi til kl. 15.

Fundurinn í ár ber yfirskriftina Ómissandi innviðir og verður kastljósinu beint að virði orku- og veituinnviða fyrir heimilin, fyrir atvinnulífið og fyrir efnahagslífið meðal annars.

Við fjöllum einnig um fólkið sem staðið hefur í ströngu við að halda úti orku- og veituþjónustu við ótrúlegar aðstæður í jarðhræringum á Reykjanesi. Við heyrum sögur þeirra, sjáum myndir sem teknar eru á vettvangi og ræðum stöðuna og framhaldið.

Fram koma:

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Kristín Linda Árnadóttir, stjórnarformaður Samorku

Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku

Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Intellicon, kynnir nýja greiningu á þjóðhagslegum áhrif og áskorunum orku- og veitugeirans

 

Pallborðsumræður: Náttúruhamfarir á Reykjanesskaga

Elín Smáradóttir, yfirlögfræðingur OR stýrir umræðum.

Atli Geir Júlíusson,  sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs í Grindavík

Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá HS Orku

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ

Páll Erland, forstjóri HS Veitna

 

Pallborðsumræður: Efnahagsleg þýðing orku- og veituinnviða

Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, stýrir umræðum.

Baldvin Björn Haraldsson, stjórnarformaður Elements

Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Intellicon

Jón Skafti Gestsson, hagfræðingur Landsnets

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB

 

Raddir starfsfólks sem unnið hefur við erfiðar aðstæður á Reykjanesskaga

Lokað hefur verið fyrir skráningu á ársfundinn. Hægt er að horfa á streymið hér fyrir ofan.