Nýsköpunarverðlaun Samorku: Bein útsending

Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fjórða sinn á opnum fundi í Grósku fimmtudaginn 12. desember kl. 15.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir Nýsköpunarverðlaunin.

Á fundinum að þessu sinni verður sjónum beint að þeim tækifærum sem liggja úti í hinum stóra heimi fyrir sérþekkingu íslenskra fyrirtækja á sviði orku- og veitumála.

Dagskrá:

Tækifæri í orkugeira í umbreytingu – Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun
Jarðhitinn og íslenskt hugvit – Kristín Vala Matthíasdóttir, CTO hjá Baseload Capital
Mikilvægi samstarfs í nýsköpun – Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans

Nýsköpunarverðlaun afhent – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Opnað fyrir sölu bása á Samorkuþingi 2025

Samorkuþing verður haldið í Hofi á Akureyri dagana 22. – 23. maí 2025. Fyrirtækjum gefst kostur á að taka þátt í vöru- og þjónustusýningu þingsins á þar til gerðu sýningarsvæði.

Samorkuþing er fagráðstefna sem haldin er á þriggja ára fresti á Akureyri. Það er stærsta ráðstefna Samorku og eru gestir frá öllum aðildarfyrirtækjum Samork í raforku-, flutnings- og vatnsmiðlastarfsemi. Árin á milli eru haldin fagþing, sem eru helguð raforkustarfsemi annars vegar og hita-, vatns- og fráveitum hins vegar.

Gestir Samorkuþings eru að stærstum hluta starfsfólk aðildarfyrirtækja Samorku. Þar eru forstjórar fyrirtækja í raforkumálum, framkvæmdastjórar, millistjórnendur, innkaupastjórar og almennt starfsfólk. Eins má gera ráð fyrir erlendum gestum, gestum úr stjórnsýslu og fleira.

Aðsókn á þing hjá Samorku hafa farið vaxandi ár frá ári enda hafa þau fest sig í sessi sem hápunktur fræðslu- og þekkingarmiðlunar fyrir aðildarfyrirtæki Samorku. Við gerum ráð fyrir á sjötta hundrað gestum á þingið á næsta ári. Bás á vöru- og þjónustusýningu er því mjög sýnilegur þessum tiltekna markhópi og gott tækifæri til að kynna fyrirtækið.

Tölvupóstur hefur þegar verið sendur út á þau fyrirtæki sem hafa tekið þátt í vöru- og þjónustusýningum með okkur síðustu ár, en viljir þú fá frekari upplýsingar er best að senda póst á lovisa@samorka.is.

Óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.

Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA. Tilnefningar berist eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar.

Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið.

Tilnefna: https://form.123formbuilder.com/6570890/menntaverdhlaun-atvinnulifsins-2024 

Menntadagur atvinnulífsins er svo bókaður 11. feb á Hilton en skráningar á viðburðinn sjálfan hefjast strax á nýju ári.

https://www.sa.is/starfsemin/vidburdir/menntadagur-atvinnulifsins-2025

Nýsköpunarverðlaun Samorku 2024: Hvar liggja tækifærin?

Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fjórða sinn á opnum fundi í Grósku fimmtudaginn 12. desember. Fundurinn hefst kl. 15 og honum lýkur um klukkustund síðar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir Nýsköpunarverðlaunin.

Á fundinum að þessu sinni verður sjónum beint að þeim tækifærum sem liggja úti í hinum stóra heimi fyrir sérþekkingu íslenskra fyrirtækja á sviði orku- og veitumála.

Dagskrá:

Tækifæri í orkugeira í umbreytingu – Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun
Jarðhitinn og íslenskt hugvit – Kristín Vala Matthíasdóttir, CTO hjá Baseload Capital
Mikilvægi samstarfs í nýsköpun – Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans

Nýsköpunarverðlaun afhent – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Að loknum fundi verður boðið upp á sætan bita og drykk.

Öll eru velkomin, en skráningar er óskað í meðfylgjandi formi.

    Horfðu á kosningafund Samorku

    Hvernig stöndum við við loftslagsskuldbindingar og verðum óháð jarðefnaeldsneyti eins og orkustefna Íslands til ársins 2050 segir til um?

    Hér er hægt að horfa á kosningafund, Grænt Ísland til framtíðar, með frambjóðendum 10 flokka sem fór fram 19. nóvember í Kaldalóni í Hörpu. Þar var farið yfir orku- og veitumálin og stefnu flokkanna í þeim málaflokki.


    Grænt Ísland til framtíðar

    Hér má sjá upplýsingar úr upplýsingabæklingi Samorku, Grænt Ísland til framtíðar, sem gefinn var út í nóvember 2024.

    Hér fyrir neðan má sjá stutta samantekt og einnig fletta í gegnum bæklinginn, en einnig er hægt að hlaða honum niður hér

    Grænt Ísland til framtíðar nóvember 2024

    Orkuskiptin á Íslandi

    Flest ríki heims hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Ísland er þar enginn eftirbátur. Í Orkustefnu til 2050 segir að Ísland skuli verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050 og reiða sig á innlenda orkugjafa. Markmið fráfarandi ríkisstjórnar hið sama fyrir árið 2040.

    Til að ná því markmiði og tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar þarf að auka framboð af grænni raforku um 16-22 TWst samkvæmt raforkuspá Landsnets.

    Árlega eru á Íslandi notuð milljón tonn af olíu fyrir samgöngur á landi, flug og skipin. Olíunotkun hefur aukist vegna skorts á raforku. Ólíklegt er að orkuskiptin verði að veruleika ef ekki verður aukið við framboð af grænni raforku.

    Mikilvægt er að allt samfélagið taki höndum saman í því stóra verkefni sem orkuskiptin eru svo hægt verði að ná sameiginlegum markmiðum.

    Fyrirtæki í orku- og veitustarfsemi eru á fullri ferð í orkuskiptum og að undirbúa samfélagið fyrir snjalla og græna orkuframtíð. Í því felast t.d. miklar fjárfestingar í innviðum sem nauðsynlegar eru til að orkuskiptin geti gengið í garð um allt land.

     

    • Á íslenskum heimilum eru þegar tæplega 30.000 rafbílar eða um 12% af fólksbílaflotanum
    • Orkuskipti í sjávarútvegi eru hafin með notkun raforku í fiskibræðslum, auknum landtengingum og notkun græns eldsneytis á skip
    • Hröð tækniþróun hefur gert atvinnulífinu kleift að fjárfesta í rafknúnum hópferðabílum og þyngri vörubifreiðum
    • Nýjar atvinnugreinar byggjast nánast alfarið á grænni orku
    • Metnaðarfull sveitarfélög gera nú þegar ráð fyrir grænni orkustarfsemi í sínum áætlunum
    • Stjórnvöld styðja fjárhagslega við græn verkefni og vinna að því að einfalda leyfisveitingarferla

    Evrópa er á fleygiferð í átt að orkuskiptunum

    Flestar nágrannaþjóðir okkar búnar að móta sér stefnu í orkuskiptum og meta orkuþörf vegna orkuskiptanna.

    • Evrópusambandið hefur tilgreint 1 trilljón EUR í verkefni tengd grænni orkuöflun og orkuskiptum
    • Raforkunotkun í ríkjum Evrópu mun á næstu 30 árum aukast fjórfalt við það sem hún jókst síðustu 30 ár
    • Á árinu 2022 bætti Evrópa við uppsettu afli í vindorku sem nemur fimmföldu raforkukerfi Íslands (15 GW)
    • Metin fjárfestingarþörf í flutnings- og dreifikerfi raforku í Evrópu er um 10.000 milljarðar kr. á ári til 2050. Það nemur um áttföldum tekjum ríkissjóðs Íslands á árinu 2024
    • Noregur hefur á síðustu tíu árum bætt við grænni raforkuframleiðslu sem nemur 500 MW á ári hverju

    Þróun uppsett afls fyrir raforkuframleiðslu hjá nágrannaríkjum

    Sýn og skýr stefna stjórnvalda skiptir máli

    • Tímasett markmið stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi skiptir máli.
    • Framkvæmd orkuskiptanna fer fram í samfélaginu öllu og verður borin uppi af framsæknum fyrirtækjum og heimilum.
    • Opinberar reglur þurfa að hvetja til orkuskipta og fjárhagslegan stuðning getur þurft við frumkvöðlaverkefni. Umgjörð skiptir öllu máli.
    • Fylgja þarf eftir Orkustefnu til 2050 um orkusjálfstæði og nýtingu innlendra orkugjafa til orkuskipta

     

    Við erum öll í orkuskiptum!

    • Sveitarfélög
      Orkuskiptainnviðir þurfa pláss í skipulagi og sveitarfélög þurfa að tryggja að ný orkuöflunarverkefni fái skilvirka umræðu og málsmeðferð. Fjölmörg uppbyggingartækifæri liggja hjá sveitarfélögum
    • Stjórnsýsla
      Móta þarf skýra stefnu í orkuskiptum og halda áfram með styrkingu stofnana og einföldun leyfisveitinga á sviði orku- og veitumálefna.
    • Eftirlitsstofnanir
      Eftirlitsstofnanir leika lykilhlutverk þegar kemur að framgangi orkuskiptanna. Tryggja þarf skýrt regluverk sem tekur mið af sérstöðu fjárfestinga fyrir orkuskipti í flutnings- og dreifikerfi raforku og setja skýrar reglur um raforkuviðskipti
    • Atvinnulíf
      Atvinnulífið er lagt af stað. Skýr lagarammi, réttir hvatar og langtíma fyrirsjáanleiki er grundvöllur þess að orkuskipti atvinnulífsins gerist hratt og örugglega.
    • Almenningur
      Greiða þarf fyrir tækifærum fyrir heimili að gerast virkir notendur með raforku og að hvatt sé til orkunýtni í húshitun á kaldari svæðum.

    Orkuskiptin á Íslandi

    Flest ríki heims hafa sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Ísland er þar enginn eftirbátur. Í Orkustefnu til 2050 segir að Ísland skuli verða óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050 og reiða sig á innlenda orkugjafa. Markmið fráfarandi ríkisstjórnar hið sama fyrir árið 2040.

    Til að ná því markmiði og tryggja orkusjálfstæði þjóðarinnar þarf að auka framboð af grænni raforku um 16-22 TWst samkvæmt raforkuspá Landsnets.

    Árlega eru á Íslandi notuð milljón tonn af olíu fyrir samgöngur á landi, flug og skipin. Olíunotkun hefur aukist vegna skorts á raforku. Ólíklegt er að orkuskiptin verði að veruleika ef ekki verður aukið við framboð af grænni raforku.

    Mikilvægt er að allt samfélagið taki höndum saman í því stóra verkefni sem orkuskiptin eru svo hægt verði að ná sameiginlegum markmiðum.

    Fyrirtæki í orku- og veitustarfsemi eru á fullri ferð í orkuskiptum og að undirbúa samfélagið fyrir snjalla og græna orkuframtíð. Í því felast t.d. miklar fjárfestingar í innviðum sem nauðsynlegar eru til að orkuskiptin geti gengið í garð um allt land.

     

    • Á íslenskum heimilum eru þegar tæplega 30.000 rafbílar eða um 12% af fólksbílaflotanum
    • Orkuskipti í sjávarútvegi eru hafin með notkun raforku í fiskibræðslum, auknum landtengingum og notkun græns eldsneytis á skip
    • Hröð tækniþróun hefur gert atvinnulífinu kleift að fjárfesta í rafknúnum hópferðabílum og þyngri vörubifreiðum
    • Nýjar atvinnugreinar byggjast nánast alfarið á grænni orku
    • Metnaðarfull sveitarfélög gera nú þegar ráð fyrir grænni orkustarfsemi í sínum áætlunum
    • Stjórnvöld styðja fjárhagslega við græn verkefni og vinna að því að einfalda leyfisveitingarferla

    Evrópa er á fleygiferð í átt að orkuskiptunum

    Flestar nágrannaþjóðir okkar búnar að móta sér stefnu í orkuskiptum og meta orkuþörf vegna orkuskiptanna.

    • Evrópusambandið hefur tilgreint 1 trilljón EUR í verkefni tengd grænni orkuöflun og orkuskiptum
    • Raforkunotkun í ríkjum Evrópu mun á næstu 30 árum aukast fjórfalt við það sem hún jókst síðustu 30 ár
    • Á árinu 2022 bætti Evrópa við uppsettu afli í vindorku sem nemur fimmföldu raforkukerfi Íslands (15 GW)
    • Metin fjárfestingarþörf í flutnings- og dreifikerfi raforku í Evrópu er um 10.000 milljarðar kr. á ári til 2050. Það nemur um áttföldum tekjum ríkissjóðs Íslands á árinu 2024
    • Noregur hefur á síðustu tíu árum bætt við grænni raforkuframleiðslu sem nemur 500 MW á ári hverju

    Þróun uppsett afls fyrir raforkuframleiðslu hjá nágrannaríkjum

    Sýn og skýr stefna stjórnvalda skiptir máli

    • Tímasett markmið stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi skiptir máli.
    • Framkvæmd orkuskiptanna fer fram í samfélaginu öllu og verður borin uppi af framsæknum fyrirtækjum og heimilum.
    • Opinberar reglur þurfa að hvetja til orkuskipta og fjárhagslegan stuðning getur þurft við frumkvöðlaverkefni. Umgjörð skiptir öllu máli.
    • Fylgja þarf eftir Orkustefnu til 2050 um orkusjálfstæði og nýtingu innlendra orkugjafa til orkuskipta

     

    Við erum öll í orkuskiptum!

    • Sveitarfélög
      Orkuskiptainnviðir þurfa pláss í skipulagi og sveitarfélög þurfa að tryggja að ný orkuöflunarverkefni fái skilvirka umræðu og málsmeðferð. Fjölmörg uppbyggingartækifæri liggja hjá sveitarfélögum
    • Stjórnsýsla
      Móta þarf skýra stefnu í orkuskiptum og halda áfram með styrkingu stofnana og einföldun leyfisveitinga á sviði orku- og veitumálefna.
    • Eftirlitsstofnanir
      Eftirlitsstofnanir leika lykilhlutverk þegar kemur að framgangi orkuskiptanna. Tryggja þarf skýrt regluverk sem tekur mið af sérstöðu fjárfestinga fyrir orkuskipti í flutnings- og dreifikerfi raforku og setja skýrar reglur um raforkuviðskipti
    • Atvinnulíf
      Atvinnulífið er lagt af stað. Skýr lagarammi, réttir hvatar og langtíma fyrirsjáanleiki er grundvöllur þess að orkuskipti atvinnulífsins gerist hratt og örugglega.
    • Almenningur
      Greiða þarf fyrir tækifærum fyrir heimili að gerast virkir notendur með raforku og að hvatt sé til orkunýtni í húshitun á kaldari svæðum.

    Aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði er undirstaða samkeppnishæfni atvinnulífs og lífskjara á Íslandi

    • Orku- og veitustarfsemi er undirstaða íslensks samfélags
    • Ný verðmætasköpun og lífsgæði verða ekki til án grænnar orku
    • Skýrt og skilvirkt regluverk með virkum og gagnsæjum raforkumarkaði er lykillinn að aukinni hagsæld

    Orku- og veitustarfsemi er ómissandi stoð í íslensku samfélagi. Árlegt skattspor orku- og veitustarfsemi er um 100 ma. kr. og væri mun hærra ef afleidd verðmætasköpun væri talin með.

    Í orku- og veitugeiranum starfa um 1.800 manns víðsvegar um landið og voru meðallaun hæst allra atvinnugreina á tímabilinu 2018-2022.

    Skattlagning þarf að vera hófleg og fyrirsjáanleg

    Mikil óvissa hefur ríkt um regluverk orkuvinnslu og leyfisveitingar undanfarin ár sem hefur skapað umhverfi sem dregur úr nýliðun og nýfjárfestingum. Auknar álögur á raforkuvinnslu gætu dregið úr fjárfestingum og
    það á sama tíma og ljóst er að orkuskiptin krefjast mikillar uppbyggingar
    í raforkuframleiðslu.

    • Skattaumhverfi orkuframleiðslu þarf að vera fyrirsjáanlegt og hófsamt, styðja við nýfjárfestingar og nýliðun.
    • Opinberar stofnanir og sveitarfélög sem koma að leyfisveitingarferlum þurfa að hafa getu til að fást við þau verkefni sem eru framundan.
    • Hófleg gjaldtaka fyrir afgreiðslu leyfa er skynsamleg leið en þarf að skila sér í bættri þjónustu og auknum afköstum stofnana.

    Ábati ríkis og sveitarfélaga af orkuvinnslu er umtalsverður

    Hófleg arðsemi orkufyrirtækjanna þýðir að svigrúm til aukinnar sgattgreiðslu eru mjög takmörkuð.

     

    • Skattspor orku- og veitugeirans er um 100 milljarðar á ári
      Stærstur hluti skattgreiðslna fyrirtækja í orku- og veitustarfsemi renna til ríkisins. Umræða um stöðu sveitarfélaga ætti því að snúast um skiptingu tekna því svigrúm til aukinnar gjaldtöku er mjög takmarkað
    • 98 – 115 milljón kr. á ári
      Áætlaður ávinningur sveitarfélags í gegnum fasteignagjöld af 150 MW vindorkugarði samkvæmt skýrslu Deloitte.

    Orkuöflun er á undanhaldi

    Uppbygging nýrra orkukosta hefur ekki haldið í við fólksfjölgun undanfarin ár. Nú er komin upp alvarleg staða í orkumálum þjóðarinnar og viðvarandi orkuskortur blasir við heimilum og atvinnulífi á Íslandi. Auka þarf orkuörflun svo hægt sé að ráðast í orkuskiptin og snúa við þróun í olíunotkun.

    Vegna skerðinga og takmaðrar getu til afhendingu raforku verður samfélagið af miklum veðrmætum í formi glataðra viðskiptatækifæra og útflutningstekna.  Atvinnulíf á Íslandi hefur lengi búið við gott aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði og slæmar afleiðingar gætu orðið af viðvarandi orkuskorti.

    • Glataðar útflutningstekjur vegna skerðinga á raforku námu um 14-17 ma. kr. fyrri hluta ársins 2024.
    • Fjöldi verkefna kemst ekki á laggirnar vegna skorts á raforku en erfitt er að meta heildarverðmæti þeirra verkefna.

    Við þurfum sterk og snjöll flutnings- og dreifikerfi raforku til að takast á við framtíðina.

    • Fjárfestingar í rafveitum eru til langs tíma og því þarf fyrirsjáanleika og skýra stefnu stjórnvalda og eftirlitsaðila
    • Snjallvæðing flutnings- og dreifikerfisins er lykilskref í orkuskiptunum og hagkvæmri uppbyggingu
    • Heimila þarf hagkvæmar framsýnar fjárfestingar flutnings- og dreifiveitna sem taka mið að fyrirséðri raforkunotkun
    • Tryggja þarf skilvirka stjórnsýslu orkumála til að fjalla um uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa
    • Efla þarf leyfisveitingarferla svo hægt sé að framkvæmda nauðsynlega uppbyggingu í tíma

    Orkuskiptin kalla á miklar fjárfestingar í flutnings- og dreifikerfi raforku

    Áætlaður fjárfestingarkostnaður í innviðum flutnings- og dreifiveitna er 164 ma. kr. tímabilið 2024 – 2028

    • Tryggja þarf heimilum og fyrirtækjum í landinu aðgengi að öryggum, hagkvæmum og sjálfbærum orku- og veituinnviðum og að þau búi við orkuöryggi og afhendingargæði í fremstu röð.
    • Styðja þarf við nýsköpun og þróun í orku- og veitustarfsemi til að finna bestu lausnirnar fyrir orkuskiptin, hringrásarhagkerfi og hagkvæman rekstur.
    • Fjárfestingar vegna orkuskiptanna er mjög framþungar og flutnings- og dreifiveitur þurfa rými til að ráðast í þær fjárfestingar.

    Eyða þarf óvissu um regluverk og leyfisveitingar orkuframkvæmda

    • Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla samanstendur af færri snertiflötum, stafrænni þróun og einni gátt leyfisveitinga fyrir framkvæmdaraðila
    • Flýta innleiðingu ESB tilskipananna RED II og RED III sem fjalla m.a. um skilvirkari leyfisveitingarferla
    • Skilvirkari stjórnsýsla eykur fjárfestingaröryggi og býr þar með til hvata til meiri fjárfestinga í orkutengdri starfsemi
    • Aukin skilvirkni opinberra stofnanna dregur úr kostnaði, bætir gagnsæi og tryggir betri rétt almennings

    Vatns-, hita- og fráveitur eru undirstaða lífsgæða á landinu

    • Tryggja þarf skilvirkt rekstrarumhverfi vatnsveitna og heimila hógværa arðsemi af starfsemi
    • Innleiðing ESB tilskipana þarf að taka tillit til sérstöðu Íslands
    • Tryggja þarf vatnsvernd á viðkvæmum stöðum
    • Jarðhitaleit hefur skilað góðum árangri og mikilvægt að haldið verði áfram að leita að jarðhita á köldum svæðum
    • Staða veitna og innviða í skipulagsmálum þarf að vera skýr og veitufyrirtæki höfð með í ráðum í skipulagsvinnu

     

    Ísland sett í alþjóðlegt samhengi orkumála á uppfærðum vef

    Fjölmennt var á fundi sem Samtök iðnaðarins, Samorka, Landsvirkjun, EFLA og Grænvangur stóðu fyrir í morgun í Kaldalóni í Hörpu þar sem kynntar voru nýjar upplýsingar á vefnum Orkuskipti.is

    Á fundinum kom meðal annars fram eftirfarandi:

    • Ísland flytur inn olíu fyrir um 160 milljarða króna á ári og því til mikils að vinna að ná fram þriðju orkuskiptunum.
    • Ísland er í 22. sæti yfir orkuframleiðslu á mann af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa. Við stöndum þó fremst þegar kemur að framleiðslu á endurnýjanlegri orku á mann.
    • Orkunotkun á mann á Íslandi er sú 10. mesta í heiminum, við sitjum þar á milli Kanada og Bandaríkjanna en notum ekki mikið meiri orku á höfðatölu en til dæmis Noregur og Svíþjóð. Orkunotkun heimilanna er þó meiri en á hinum Norðurlöndunum.
    • Vegna landslags og legu Íslands eru vatnsafl, jarðvarmi og vindorka á landi hagkvæmir kostir hérlendis.

    Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, var fundarstjóri. Fundurinn hófst á samtali Þóru við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, sem fór yfir hvers vegna væri verið að setja Ísland í alþjóðlegt samhengi og hvað hefði breyst frá því vefurinn var opnaður árið 2022 sem kalli á uppfærðar upplýsingar. 

    Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun og Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU, fóru yfir vefinn og greindu frá því hvaða nýju upplýsingar væru þar að finna og á hverju þær byggi. 

    Þá var efnt til umræðu með eftirtöldum þátttakendum: Guðmundur Þorbjörnsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, og Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku.

    Hér má sjá upptöku af fundinum.

    Ágústa frá EFLU og Haukur frá Landsvirkjun kynntu uppfærða vefinn
    Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku
    Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
    Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá SI
    Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, Guðmundur Þorbjörnsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, og Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku.

    Fleiri myndir eru á Facebook síðu Samorku.

    Sverrir Falur ráðinn verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu

    Sverrir Falur Björnsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku.

    Sverrir Falur hefur fjölbreytta reynslu af viðskiptaþróun, efnahagsmálum, stefnumótun og samskiptum við hagaðila. Hann hefur frá árinu 2022 starfað sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands.

    Þar áður starfaði Sverrir Falur hjá Vodafone sem vörueigandi internets og farsímaáskrifta á einstaklingssviði og einnig starfaði hann hjá flugfélaginu WOW air í þrjú ár sem sérfræðingur á samskiptasviði.

    Sverrir Falur er með MA í hagnýtri hagfræði frá Háskóla Íslands og BA í stjórnmálafræði frá sama skóla. Þá lagði hann stund á nám á meistarastigi í Strategic Public Relations við University of Stirling og Lund University.

    Sverrir Falur hóf störf 8. nóvember.

    Orkuskipti.is – nýjar upplýsingar settar í loftið

    Hvar stendur Ísland í orkuframleiðslu og orkunotkun í alþjóðlegum samanburði?

    Opinn fundur fimmtudaginn 14. nóvember kl. 9:30-10:30 í Kaldalóni í HörpuKaffi og netagerð frá kl. 9.

    Oft er því fleygt fram að Ísland framleiði mesta orku á mann í heimi. En er það rétt? Og hversu mikla orku framleiðir Ísland í samanburði við Norðurlöndin ef miðað er við stærð landanna? Hvað þarf að gera til þess að ná fram fullum orkuskiptum og hvaða virkjanakostir eru samkeppnishæfir? Á uppfærðum vef orkuskipti.is verður þessum og fleiri spurningum svarað og orkuframleiðsla og orkunotkun Íslands sett í alþjóðlegt samhengi.

    Verkefnið er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samorku, Landsvirkjunar, EFLU og Grænvangs.

    Dagskrá:

    Hvers vegna að setja Ísland í alþjóðlegt samhengi? Hvað hefur breyst síðustu tvö ár sem kallar á uppfærðan orkuskiptavef? Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, fer stuttlega yfir málið.

    Hvaða nýju upplýsingar er verið að kynna og á hverju byggja þær? Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun og Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU.

    Umræður:

    Guðmundur Þorbjörnsson, viðskiptaþróun EFLU
    Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar og hugverkasviðs SI
    Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
    Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku

    Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.

    Hér er hægt að skrá sig á fundinn: Skráning

    Kosið um græna framtíð

    Orku- og veitumálin verða sennilega í brennidepli fyrir alþingiskosningarnar í lok mánaðarins, enda mörg brýn verkefni í málaflokknum á borði stjórnvalda.

    Kosningabaráttan mun snúast um hver hefur grænu sýnina, sýnina sem leggur grunninn að næsta vaxtarskeiði fyrir Ísland, því orka er súrefni atvinnulífsins og forsenda allrar verðmætasköpunar. Þetta segja þau Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulifsins, sem eru viðmælendur þáttarins að þessu sinni.