14. ágúst 2015 Tenging yfir hálendið besti valkosturinn Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar, með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets. Frestur til að gera athugasemdir við áætlunina og umhverfisskýrslu hennar er til 1. september 2015. Sjá nánar hér á vef Landsnets.
14. ágúst 2015 Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins (SA), Samorka og önnur aðildarfélög SA standa sameiginlega að. Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisverðlaunanna fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað. Sjá nánar hér á vef SA.
13. ágúst 2015 Styrkir JHFÍ til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur Jarðhitafélag Íslands veitir í ár háskólanemum, í fögum tengdum jarðhita, styrk til að sækja alþjóðlegar jarðhitaráðstefnur. Styrknum er ætlað að nýtast til að greiða ferða- og uppihaldskostnað og/eða ráðstefnugjöld. Um er að ræða 2 styrki til framhaldsnema í háskólanámi (MS/Ph.D) að upphæð allt að kr. 300.000 fyrir hvern styrk. Nánari upplýsingar má nálgast hér á heimasíðu JHFÍ.
11. ágúst 2015 Nýr vefur um vatnsiðnað Opnaður hefur verið vefurinn vatnsidnadur.net, þar sem fjallað er um íslenskan og erlendan vatnsiðnað í víðum skilningi. Þar má t.d. finna upplýsingar um veitur, virkjanir, hönnuði, verktaka, söluaðila, menntastofnanir og margt fleira, auk ýmiss konar fróðleiks og frétta sem tengjast nýtingu vatns. Samorka er einn fjölmargra aðila sem stutt hafa við þróun og opnun síðunnar. Síðuna má nálgast hér.
10. ágúst 2015 Slæmar horfur á fyllingu miðlunarlóna Landsvirkjunar Kuldi og skýjafar hafa m.a. haft í för með sér að innan við helmingslíkur eru taldar á að Hálslón fyllist í sumar og svipaða sögu er að segja með Blöndulón, en staðan er betri á Þjórsársvæðinu. Haldi innrennsli í lónin áfram að vera nálægt lægstu mörkum, líkt og verið hefur í sumar, gæti þurft að minnka afhendingu á raforku í upphafi vetrar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.
10. ágúst 2015 Uppbygging flutningskerfis raforku – kynningarfundur 14. ágúst Landsnet heldur opinn kynningarfund um tillögu að kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu áætlunarinnar föstudaginn 14. ágúst kl. 9-10:30 á Hótel Natura í Reykjavík. Með breytingum sem Alþingi samþykkti á raforkulögum sl. vor var lagagrundvöllur kerfisáætlunar festur í sessi og hlutverk hennar skýrt enn frekar. Sjá nánar hér á vef Landsnets.
22. júlí 2015 Líkur á aflskorti eftir tvö ár miðað við óbreytt raforkukerfi Líkur eru á aflskorti í íslenska raforkukerfinu innan tveggja ára miðað við óbreytt raforkukerfi. Þetta kemur fram í tillögu að nýrri kerfisáætlun 2015-2024 sem lögð hefur verið fram til kynningar hjá Landsneti. Sjá nánar hér á vef Landsnets.
7. júlí 2015 Lítil sem engin áhrif af fráveituvatni í Faxaflóa Nýbirtar niðurstöður úr rannsóknum á sjó, sjávarbotni og kræklingi í Faxaflóa sýna að fráveituvatn úr dreifistöðvum Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum hefur lítil sem engin áhrif á umhverfið. Sjá nánar hér á vef Orkuveitu Reykjavíkur.
1. júlí 2015 Landsvirkjun 50 ára – gagnvirk sýning opnar í Ljósafossstöð Landsvirkjun var stofnuð 1. júlí 1965 og nú fagnar fyrirtækið því 50 ára afmæli. Líkt og fram kemur á vef fyrirtækisins var stofnun þess tengd byggingu Búrfellsstöðvar, sem var stærsta framkvæmd Íslandssögunnar á þeim tíma og lagði hún grunn að nýjum iðnaði í landinu sem leiddi af sér aukna verkþekkingu og fjölbreyttara atvinnulíf á Íslandi. Landsvirkjun starfrækir í dag fjórtán vatnsaflsstöðvar og tvær jarðvarmastöðvar á fimm starfssvæðum. Þá er í byggingu jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum auk þess sem rannsóknarverkefni stendur yfir með tvær vindmyllur á Hafinu norðan við Búrfell. Landsvirkjun hefur m.a. fagnað afmælinu með opnum fundum og síðar í sumar mun fyrirtækið setja upp gagnvirka sýningu um orku og endurnýjanlega orkugjafa í Ljósafossstöð. Sjá nánar um 50 ára afmælisár Landsvirkjunar hér á vef fyrirtækisins.
23. júní 2015 Myndir af Fagfundi veitusviðs Samorku Myndir af Fagfundi veitusviðs Samorku, sem haldinn var á Hótel Borgarnesi dagana 28.-29. maí, má finna hér á Flickr síðu Samorku.