Áhugaverð erindi á Vísindadegi OR

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög halda árlegan Vísindadag þar sem kynnt verða áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki fyrirtækjanna eða samstarfsaðilum.
Erindin snúast meðal annars um:
• loftslagsmál og heilsu
• kolefnisspor og rafbíla
• bætta auðlindanýtingu
• vatns- og fráveitu
• framtíðarsýn hitaveitu
• heildarsýn á nýtingu háhita

Vísindadagur OR verður haldinn í Ráðstefnusal OR að Bæjarhálsi 1.

Dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 16:00. Vísindadagurinn er öllum opinn en skráningar er óskað. Boðið verður upp á léttan morgunverð kl. 8:10 og hádegisverð.

Dagskrá Vísindadagsins 2016 (.pdf).