Ársfundur 2025: 30 ára afmælisráðstefna

19. mars kl. 13.30 – 16.30

Silfurbergi, Hörpu

Við stöndum á tímamótum varðandi endurnýjun og frekari uppbyggingu orku- og veituinnviða. Nauðsynlegt er að framkvæma fyrir framtíðina.

Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, ræðum við mikilvægi framkvæmda fyrir komandi kynslóðir, áskoranir í fjármögnun og skipulagi og hvernig þær eru samofnar efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar, loftslagsmarkmiðum og lífsgæðum almennings. Þá verða kynntar nýjar tölur um fyrirhugaðar fjárfestingar í orku- og veituinnviðum næstu fimm árin.

Verið velkomin á 30 ára afmælisfund Samorku, samtaka sem leika lykilhlutverk í mótun framtíðarsýnar fyrir orku- og veitustarfsemi í landinu.

Fram koma:
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra
Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
Nýkjörinn stjórnarformaður Samorku

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Auk þess koma fram:

Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON
Baldur Hauksson, deildarstjóri tækniþróunar hjá ON
Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða
Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,
Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og framtíðar hjá RARIK
Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar
Páll Erland, forstjóri HS Veitna
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna
Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku

Fundurinn hefst kl. 13.30 og stendur til 16.30. Gert verður kaffihlé um miðbik fundarins. Að fundi loknum verður svo boðið upp á léttar veitingar og Los Bomboneros leika fyrir okkur suðræna tóna.

Fundurinn er opinn öllum og þátttaka er ókeypis. Skráningar er óskað svo hægt sé að áætla veitingar.

    Ég vil gerast áskrifandi að fréttabréfi Samorku á netfangið mitt

    Út fyrir rammann? – opinn fundur

    ATHUGIÐ! VEGNA BILUNAR Á GRAND HÓTEL ER FUNDURINN EKKI SENDUR ÚT.

    Upptaka verður mögulega í boði síðar, við skoðum það síðar í dag.

     

    Fundur um stöðu rammaáætlunar og reynslu af henni 

    Grand hótel Reykjavík
    Þriðjudaginn 14. janúar
    Kl. 9.00 – 10.30

    Í desember skilaði þriggja manna starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ítarlegri skýrslu um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Skýrslan inniheldur ítarlegar tillögur að breytingum á gildandi lögum og regluverki. 

    Samorka boðar til kynningarfundar á Grand Hótel Reykjavík þann 14. janúar, þar sem efni skýrslunnar verður kynnt og rætt.

    Dagskrá:

    Opnun – Sverrir Falur Björnsson, verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku

    Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins – Hilmar Gunnlaugsson, formaður

    Tillögur Samorku um nýtt orkuþróunarskipulag – Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögfræðingur Samorku

    Ketill Sigurjónsson Zephyr Iceland og Jón Kjartan Ágústsson Orkuveitunni ræða reynslu sína af því að starfa innan núverandi regluverks og greina frá þeim áskorunum sem því fylgja. 

    Að lokum verða allir þátttakendur fundarins hluti af pallborðsumræðum um málefnið auk þeirra Jónu Bjarnadóttur frá Landsvirkjun og Magnúsi Ásbjörnssyni hjá Reykjavík Geothermal. Gestir í sal fá tækifæri til að koma á framfæri spurningum og athugasemdum. 

    Fundurinn er opinn og ókeypis. Vinsamlegast skráið ykkur í formið hér fyrir neðan svo hægt sé að áætla fjölda og veitingar. 

      Nýsköpunarverðlaun Samorku 2024: Hvar liggja tækifærin?

      Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fjórða sinn á opnum fundi í Grósku fimmtudaginn 12. desember. Fundurinn hefst kl. 15 og honum lýkur um klukkustund síðar.

      Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir Nýsköpunarverðlaunin.

      Á fundinum að þessu sinni verður sjónum beint að þeim tækifærum sem liggja úti í hinum stóra heimi fyrir sérþekkingu íslenskra fyrirtækja á sviði orku- og veitumála.

      Dagskrá:

      Tækifæri í orkugeira í umbreytingu – Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun
      Jarðhitinn og íslenskt hugvit – Kristín Vala Matthíasdóttir, CTO hjá Baseload Capital
      Mikilvægi samstarfs í nýsköpun – Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans

      Nýsköpunarverðlaun afhent – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

      Að loknum fundi verður boðið upp á sætan bita og drykk.

      Öll eru velkomin, en skráningar er óskað í meðfylgjandi formi.

        Orkuskipti.is – nýjar upplýsingar settar í loftið

        Hvar stendur Ísland í orkuframleiðslu og orkunotkun í alþjóðlegum samanburði?

        Opinn fundur fimmtudaginn 14. nóvember kl. 9:30-10:30 í Kaldalóni í HörpuKaffi og netagerð frá kl. 9.

        Oft er því fleygt fram að Ísland framleiði mesta orku á mann í heimi. En er það rétt? Og hversu mikla orku framleiðir Ísland í samanburði við Norðurlöndin ef miðað er við stærð landanna? Hvað þarf að gera til þess að ná fram fullum orkuskiptum og hvaða virkjanakostir eru samkeppnishæfir? Á uppfærðum vef orkuskipti.is verður þessum og fleiri spurningum svarað og orkuframleiðsla og orkunotkun Íslands sett í alþjóðlegt samhengi.

        Verkefnið er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samorku, Landsvirkjunar, EFLU og Grænvangs.

        Dagskrá:

        Hvers vegna að setja Ísland í alþjóðlegt samhengi? Hvað hefur breyst síðustu tvö ár sem kallar á uppfærðan orkuskiptavef? Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, fer stuttlega yfir málið.

        Hvaða nýju upplýsingar er verið að kynna og á hverju byggja þær? Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun og Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU.

        Umræður:

        Guðmundur Þorbjörnsson, viðskiptaþróun EFLU
        Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar og hugverkasviðs SI
        Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
        Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku

        Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.

        Hér er hægt að skrá sig á fundinn: Skráning

        Desemberfundur 2024

        Desemberfundur Samorku verður haldinn miðvikudaginn 4. desember kl. 15.30 – 17.30 á The Reykjavík EDITION, Austurbakka 2.

        Fundurinn er eins konar uppskeruhátíð innra starfsins hjá Samorku og er hann ætlaður starfsfólki aðildarfyrirtækja.

        Drög að dagskrá:

        Ávarp stjórnarformanns Samorku – Kristín Linda Árnadóttir
        Verkefni ársins á borði Samorku og framundan – Finnur Beck framkvæmdastjóri
        Valin ráð og hópar kynna afrakstur starfsins á árinu á myndbandsformi

        • Öryggisráð
        • Vindorkuhópur
        • Vatnsveitufagráð
        • Hópur um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
        • TTR
        • Netmálar

        REMIT: Hvað þýðir þetta fyrir okkur? – Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögfræðingur Samorku
        Hvað kom upp úr kössunum? – Björn Ingi Hrafnsson á Viljanum og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður rýna í niðurstöður kosninga

        Að loknum fundi verður glæsilegt jólahlaðborð að hætti hússins ásamt fordrykk. Sjá má það sem boðið verður upp á á hlaðborðinu hér neðar á síðunni. Vinsamlegast sendið línu á lovisa@samorka.is ef þið eruð með ofnæmi eða aðrar sérstakar þarfir hvað varðar matinn.

        The Reykjavík EDITION er fimm stjörnu hótel í miðborginni. Hótelið er allt hið glæsilegasta og er Desemberfundurinn kjörið tækifæri til að koma og upplifa það sem það hefur upp á að bjóða. Þess má geta að lesendur Condé Nast Traveler völdu nýverið hótelið það þriðja besta í Evrópu.

        Skráðu þig á hátíðlega og skemmtilega Samorkustemningu eftir kosningasprettinn!

          Ég mæti á Desemberfund Samorku (verð 3.900)
          Ég mæti á jólahlaðborð EDITION (verð 18.900)
          Ég tek með gest/maka á jólahlaðborðið (verð 18.900)

          HÁTÍÐARHLAÐBORÐ THE REYKJAVIK EDITION

          Kaldir forréttir:

          • Úrval af síld með rúgbrauði
          • Reyktur og grafinn lax með graflaxsósu
          • Hangikjöt með kartöflum og uppstúf
          • Hreindýrapaté með sultu og ristuðu brauði
          • Laufabrauð og úrva af nýbökuðu brauði

          Súpur og salöt:

          • Hjartasalat með hindberjum og kampavínsdressingu
          • Sérvaldir íslenskir ostar og kruðerí
          • Kremuð sveppasúpa
          • Waldorfsalat

          Kokkaborð:

          • Lambalæri með trufflu kartöflumús og rauðvínssósu
          • Purusteik með brúnni sósu

          Aðalréttir:

          • Grillaður þorskur með dill- og sítrónusmjörsósu
          • Confit andaleggur með hoisin gljáa
          • Gljáður hamborgarhryggur
          • Grænkeraréttir í boði

          Meðlæti:

          • Brúnaðar kartöflur
          • Gulrætur og grænar baunir
          • Púrtvínsbrasserað rauðkál

          Sætir bitar:

          • Dökk súkkulaðimús með karamellu crémeux og súkkulaðiperlum
          • Ostakaka með jarðarberjum, tímían og basilíku
          • Ris á l’amande með heitri kirsuberjasósu
          • Heimagerðar sörur

          Fordrykkur: Glas af Prosecco eða freyðite

          Einnig innifalið: EDITION x Kaffitár kaffi og te, vatn og sódavatn

           

          Birtuorka og batterí

          Samorka býður til opins tæknifundar um sólarorku, rafhlöðulausnir og samspil þeirra við dreifikerfi raforku miðvikudaginn 28. ágúst kl. 9.30.

          Dagskrá:

          Tækninýjungar í sólarorku – Bergur Haukdal, NetBerg
          Áhyggjur af bakspennu – Kjartan Rolf Árnason, RARIK
          Rafhlöðulausnir og álagsstýring – Ólafur Davíð Guðmundsson, Orkan
          Spurningar og umræður

          Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir

          Hægt er að velja um að horfa á fundinn í streymi eða mæta á staðinn. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir þá sem mæta.

          Vinsamlegast skráið ykkur hér svo hægt sé að áætla veitingar.

          Upptaka af fundinum:

           

          NORDIWA 2024

          Norræna vatnsveituráðstefnan verður haldin í Kaupmannahöfn dagana 18. – 20. september 2024. Að ráðstefnunni standa norræn vatnsveitusamtök.

          Nánari upplýsingar um dagskrá og annað fyrirkomulag má sjá á heimasíðu ráðstefnunnar.

          Samorkuþing 2025

          Samorkuþing verður haldið í Hofi á Akureyri dagana 22. – 23. maí 2025.

          Samorkuþing er stærsta fagráðstefna landsins í orku- og veitutengdri starfsemi og er haldið á þriggja ára fresti á Akureyri. Vegleg vöru- og þjónustusýning er hluti af þinginu og eru básarnir þegar uppseldir. Hátíðarkvöldverður og skemmtun fer fram í Íþróttahúsinu.

          Um 500 manns tóku þátt í síðasta Samorkuþingi og er gert ráð fyrir álíka aðsókn.

          Skráning hefur nú verið opnuð, vinsamlegast fyllið út formið hér fyrir neðan.
          SÝNENDUR ATHUGIÐ: Hlekkur á skráningu verður sendur til ykkar á tölvupósti.

          Icelandair er með hefðbundið áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Akureyrar en hefur bætt við aukavélum frá Reykjavík að morgni 22. maí og tilbaka frá Akureyri síðdegis 23. maí, en þau eru fullbókuð að svo stöddu. Við látum vita ef fleiri vélum verður bætt við.

          Rútuferðir verða frá flugvelli til Hofs og svo tilbaka síðdegis á föstudegi á flugvöllinn frá Hofi í fyrrnefnd flug. Samorka sér ekki um ferðir til og frá flugvelli sem koma/fara á öðrum tímum.

          Samorka hefur þegar tekið frá um 280 hótelherbergi á Akureyri frá fimmtudegi til föstudags og mun leitast við að taka fleiri frá. Hér eru frekari upplýsingar um hvernig best er að bóka og verða þessar upplýsingar uppfærðar eftir því sem við á:

          FULLBÓKAÐ Berjaya hótel (áður Icelandair hótel): Senda tölvupóst á sales@icehotels.is og vísa í bókunarnúmer 2228195. Samorka á allt hótelið frátekið eða 99 herbergi. Best er að fá upplýsingar um verð hjá hótelinu sjálfu.

          FULLBÓKAÐ Hótel KEA: Senda tölvupóst á sales@keahotels.is og vísa í bókunarnúmer 56001202. Samorkþingsgestir eiga 80 herbergi af mismunandi stærðum.

          Single standard: 25.000 með morgunmat
          Standard: 35.000 með morgunmat
          Standard Twin: 35.000 með morgunmat
          Plus: 35.000 með morgunmat
          Superior: 42.000 með morgunmat
          Triple: 45.000 með morgunmat
          Deluxe: 45.000 með morgunmat

          FULLBÓKAÐ Í GAMLA OG NÝJA HLUTANN Hótel Akureyri: Senda tölvupóst á hotelakureyri@hotelakureyri.is og taka fram að bókunin sé vegna Samorkuþings 2025. Samorka á frátekin 25 herbergi á Skjaldborg í innbænum og í Dynheimum og möguleiki er á að bóka fleiri herbergi. Hótel Akureyri er að byggja við og nýi hlutinn verður tekinn í notkun í maí 2025. Áhugasamir geta haft samband og tekið frá herbergi þar gegn því að greiða 20% staðfestingargjald.

          Skjaldborg:
          – Standard double 19.000 með morgunmat
          – Ocean view double 22.000 með morgunmat
          – Superior ocean view double 26.000 með morgumat

          Dynheimar:
          – Single: 17.000 með morgunmat
          – Double: 22.000 með morgunmat

          FULLBÓKAÐ Hótel Kjarnalundur: Senda tölvupóst á info@kjarnalundur.is og tilgreina „Samorkuþing 2025 blokkbókun“ í bókun. Samorka á frátekin 28 tveggja manna herbergi og 10 einstaklingsherbergi, öll með morgunmat inniföldum.

          Einstaklingsherbergi: 24.500 með morgunmat
          Tveggja manna herbergi: 32.000 með morgunmat

          FULLBÓKAÐ Hótel Norðurland: Senda tölvupóst á booking@hotel-nordurland.is og taka fram að bókunin sé vegna Samorku/Samorkuþings. Samorka á frátekin 15 tveggja manna herbergi og fimm einstaklings, en á biðlista eftir fleiri lausum herbergjum svo það gæti bæst við.

          Sæluhús: Hafa samband á saeluhus@saeluhus.is og vísa í bókunarnúmer 50471897. Samorka á frátekin 10 hús með heitum potti, 10 íbúðir án heita potts og þrjú einbýlishús sem taka allt að sjö manns. Íbúðirnar kosta 25.900 á nótt.

          Hafdals hótel: Er staðsett í Eyjafjarðarsveit aðeins í 7 mín. akstursfjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Á hótelinu eru átta rúmgóð herbergi með verönd/svölum þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir fjöllin, hafið og Akureyri. Morgunverðarhlaðborð er á hverjum degi. Best og ódýrast er að bóka beint í gegnum heimasíðuna, hafdals.is.

          Viking cottages: Fyrir þau sem ætla að dvelja lengur en eina nótt, er Viking cottages góður kostur. Um er að ræða lítil og notaleg hús í Vaðlaheiði beint á móti Akureyri með glæsilegu útsýni yfir bæinn og Eyjafjörð. Aðeins eru um 7 mínútur að keyra í miðbæ Akureyrar. Best og ódýrast er að bóka beint af heimasíðunni, vikingcottages.is og athugið að lágmarksdvöl eru tvær nætur.

          Skattar og orkuvinnsla

          Samorka býður til opins fundar um skattamál orkugeirans. Fjallað verður um skattatillögur starfshóps stjórnvalda sem nú eru í úrvinnslu í fjármálaráðuneytinu. Þá verður fjallað um áskoranir þær sem felast í skattatillögunum fyrir orkugeirann.

          Fram koma:

          Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur, formaður starfshóps stjórnvalda
          Katrín Helga Hallgrímsdóttir lögfræðingur Samorku

          Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, en einnig verður hann sendur út á Teams.