Ársfundur Samorku 2026 Dagskrá verður kynnt síðar Nafn Netfang Fyrirtæki Ég vil gerast áskrifandi að fréttabréfi Samorku á netfangið mitt Skrá mig Δ
Kafað dýpra í Orkuspá Íslands Samorka býður til opins tæknifundar þar sem kafað verður dýpra í Orkuspá Íslands, sem kom út á vegum Umhverfis- og orkustofnunar, Landsnets og Raforkueftirlitsins á dögunum. Fundurinn verður haldinn þann 21. janúar kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica. Hvað felst í Orkuspá Íslands og hversu mikið má lesa út úr henni? Á fundinum köfum við dýpra í spána, ferlið á bak við hana og þær forsendur sem móta niðurstöðurnar. Spáin dregur upp mynd af stöðu orkumála og kallar á umræðu um hvernig hún er túlkuð og hvaða hlutverki hún gegnir í stefnumótun og ákvarðanatöku stjórnvalda. Á fundinum verður farið meira í tæknilegar hliðar orkuspárinnar og er opinn öllum áhugasömum sem vilja skilja orkuspána betur og taka þátt í upplýstri umræðu. Fram koma: Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson – Teymisstjóri í Teymi orkuskipta og orkunýtni hjá Umhverfis- og orkustofnun Arngunnur Einarsdóttir – Sérfræðingur í þróun á viðskiptaumhverfi hjá Landsneti Ingvar Þór Þorsteinsson – Sérfræðingur á skrifstofu forstjóra hjá Umhverfis- og orkustofnun Við vonumst eftir lifandi umræðum á fundinum og við hvetjum því fundargesti að bera upp spurningar. Boðið verður upp á streymi frá fundinum og verður líka hægt að spyrja spurninga þaðan. Óskað er eftir skráningu á fundinn í skráningarformið hér fyrir neðan svo hægt sé að áætla veitingar og fjölda sæta, þau sem ætla eingöngu að horfa í streymi eru beðin um að haka í þann möguleika. Hlekkur á streymið verður svo sendur þegar nær dregur á netföng þeirra sem skrá sig. Nafn Netfang Fyrirtæki Ég fylgist eingöngu með í streymi Δ
Menntadagur atvinnulífsins 2026 Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta? Á íslenskum vinnustöðum fer fram ómetanleg menntun á hverjum degi. Þar öðlast fólk hæfni í nýrri tækni, þróar aðferðir og skapar verðmæti sem styrkja bæði fyrirtæki og samfélagið í heild. Þessi þekking er mikilvæg auðlind, en hún nýtist ekki til fulls nema með markvissu samstarfi atvinnulífs og menntakerfis. Menntadagur atvinnulífsins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. febrúar frá 13:30 – 16:00, húsið opnar 13:00. Menntadagur atvinnulífsins er vettvangur þar sem fyrirtæki, menntastofnanir, stjórnvöld og aðrir hagaðilar koma saman til að ræða hvernig menntun getur betur mætt raunverulegum þörfum framtíðarinnar. Menntadagurinn er sameiginlegt verkefni SA og allra aðildarsamtaka þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins eru í forgrunni. Skráning á Menntadaginn er hafin. Smelltu á slóðina og skráðu þig: Menntadagur atvinnulífsins 2026
Fagþing hita-, vatns- og fráveitna 2026 Fagþing hita-, vatns- og fráveitna 2026 verður haldið í Hljómahöll í Reykjanesbæ dagana 7. – 8. maí. Framkvæmda- og tæknikeppni verður á sínum stað þar sem eitt lið aðildarfélaga verður krýnt Fagmeistari Samorku. Þá verður vöru- og þjónustusýning frá samstarfsaðilum orku- og veitugeirans. Sala bása hefst fimmtudaginn 22. janúar kl. 9. Frekari upplýsingar veitir Hafdís Helga, hafdis@samorka.is. Samorka hefur tekið frá fjölda hótelherbergja um allan Reykjanesbæ. Hægt er að bóka þau núna. Vinsamlegast skoðið afbókunarskilmála vel. Hótel Keflavík: 30 herbergi í boðiGisting í einstaklingsherbergi: 29.800 kr. Gisting í tveggja manna herbergi: 36.800 kr. Gisting í tveggja manna herbergi (fyrir einn): 33.800 kr. Morgunverður er innifalinn í verði. Vinsamlegast látið bókunarnúmerið 75012525 fylgja þegar herbergi eru pöntuð úr þessari bókun. Courtyard by Marriott: 100 herbergi (frátekin til febrúar 2026) Einstaklingsherbergi: 21.300 kr. Tveggja manna herbergi: 23.800 kr. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði. 800 króna gistináttaskattur á hverja nótt ekki innifalinn í verði. Senda má bókanir á netfangið reservations@courtyardkeflavikairport.is og vísa til Samorku. Park Inn by Radisson: 90 herbergi frátekin Eins manns herbergi: 25.900 kr. Tveggja manna herbergi: 29.900 kr. Morgunverðarhlaðborð er innifalið í verði. 800 króna gistináttaskattur á hverja nótt ekki innifalinn í verði. Bókunarnúmer: 137887664
Desemberfundur 2025 Árlegur desemberfundur Samorku verður haldinn fimmtudaginn 4. desember kl. 15.00 – 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá verður að venju helguð innra starfi Samorku: Opnun desemberfundar – Sólrún Kristjánsdóttir, stjórnarformaður HOP: Ný handbók og ný nálgun í öryggismálum – Hörður Lindberg Pétursson, Öryggisráði Samorku Hagsmunagæsla Samorku í Brussel – tilgangur, væntingar, virðið hingað til– Lovísa Árnadóttir ræðir við Svein Helgason, verkefnastjóra erlends samstarfs hjá Samorku og Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar Framtíðargjaldskrá dreifiveitna – Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Rarik og í gjaldskrárhópi Samorku Störum jólaljósin á: Öryggi orkuinnviða og breytt ógnalandslag – Vigdís Eva Líndal, leiðtogi upplýsingaöryggis hjá Orkuveitunni og í Netöryggisráði Samorku Rabbað við ráðherra– Jóhann Páll Jóhannsson, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra í óformlegu spjalli við Finn Beck framkvæmdastjóra Samorku og aðra fundargesti Að dagskrá lokinni færum við okkur niður á Vox HOME þar sem boðið verður upp á jólalegan pinnamat og Kvartettinn Barbari skemmtir okkur með vel völdum „rakarastofu“-jólalögum. Athugið að fundurinn er aðeins opinn félagsfólki Samorku (starfsfólki aðildarfyrirtækja). Hægt er að skrá sig eingöngu á fundinn eða á bæði fund og jólaskemmtun. Nafn Netfang Fyrirtæki Ég mæti á Desemberfund Samorku (verð 3.500) Ég mæti á jólaskemmtun með pinnamat og skemmtiatriði (verð 8.900) Ég tek með gest/maka á jólaskemmtun (verð 8.900) Δ
Norræn vinnustofa NER um aðgerðir til stuðnings raforkuöryggi Nordic Energy Research stendur fyrir vinnustofu um raforkuöryggi þann 26. nóvember n.k. í Finnlandi. Í lýsingu málstofunnar segir m.a. að norrænar ríkisstjórnir skoði í auknum mæli ráðstafanir til að tryggja nægjanlegt afl og orkuöryggi. Þessi úrræði geti haft veruleg áhrif og kostnað í för með sér og krefjist undangenginnar vandaðrar greiningar og markvissrar hönnunar. Á málþinginu verði miðlað reynslu frá Norðurlöndum og kynntar nýjustu vendingar úr norrænum umræðum með þátttöku og innleggjum frá sérfræðingum á þessu sviði. Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna hér: Capacity markets and flexibility support mechanisms in the Nordics
Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 verður haldinn í tíunda sinn mánudaginn 24. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 – 11:30 undir yfirskriftinni Frá yfirlýsingum til árangurs. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku. Kastljósinu verður beint að gagnsæi, trúverðugleika og samkeppnishæfni í loftslags- og umhverfismálum. Í kraftmikilli dagskrá leiðir áhrifafólk í atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu saman hesta sína. Dagurinn er byggður upp af tveimur lotum. Fyrri lotan tekur á gagnsæi sem forsendu trúverðugleika. Erindi: Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA. Pallborð: Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku stjórnar pallborði. Innslög frá fyrirtækjum: Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Landfara og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar Síðari lotan fjallar um samkeppnishæfni Íslands í ljósi umhverfisstefnu ESB. Erindi: Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, meðeigandi KREAB. Pallborð: Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Vigdís Diljá Óskardóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku stjórnar pallborði. Innslög frá fyrirtækjum: Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags- og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 Að lokum verða Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 veitt umhverfisfyrirtæki ársins 2025, umhverfisframtaki ársins 2025 auk þess sem framsækin fyrirtæki á sviði umhverfis- og loftslagsmála fá sérstök hvatningarverðlaun. Sigríður Margrét Oddsdóttir setur daginn og flytur lokaorð. Hægt er að skrá sig með því að fylla út þetta form: Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025
Nýsköpunarverðlaun Samorku 2025 Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fimmta sinn kl. 14 fimmtudaginn 6. nóvember á opnum fundi í Kaldalóni í Hörpu. Nýsköpun í orku- og veitugeiranum skiptir sköpum þegar heimurinn stendur frammi fyrir áskorunum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Nýsköpun leiðir til betri nýtingar á auðlindum, meiri skilvirkni og sjálfvirkni, en einnig til nýrra lausna og nýrrar tækni sem nauðsynlegar eru fyrir þá umbyltingu sem framundan er á orku- og veitukerfum heimsins. Er þessum fundi ætlað að varpa ljósi á þetta og sýna þá grósku nýsköpunar sem á sér stað í orku- og veitugeiranum. Fundurinn ber yfirskriftina Hugvit – Hringrás – Árangur Dagskrá: Leiðir í innlendum orkuskiptum og þróun í rafhlöðum – Daði Þorsteinn Sveinbjörnsson, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun Tendrum Glóð á heiðinni: Nýsköpun hjá Orku náttúrunnar – Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá ON Framtíð raforkunnar er snjöll – Nína Lea Z. Jónsdóttir, sérfræðingur í stafrænum kerfum hjá Landsneti Við eigum orku en ekki einkaleyfi: Einkaleyfisumsóknir íslenskra fyrirtækja 2004 – 2024 – Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Hugverkastofunni Nýsköpunarverðlaun Samorku 2025 afhent. Vinningshafar segja nokkur orð. Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Léttar veitingar í boði að fundi loknum. Hér fyrir neðan er hægt að skrá sig á fundinn. Mælt er með skráningu til að tryggja sætaframboð og draga úr matarsóun, en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í streymið, það verður aðgengilegt á heimasíðu Samorku. Nafn Netfang Fyrirtæki Skrá mig Δ
Opinn fundur: Verndum vatnið Samorka býður til opins fundar um vatnsauðlindina miðvikudaginn 22. október kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn ber yfirskriftina Verndum vatnið og verður áhersla lögð á að fjalla um uppbyggingu, vatnsvernd, öryggi og áfallaþol vatnsveitna. Útsending hefst kl. 14 og verður hægt að fylgjast með henni í spilaranum hér fyrir neðan. Dagskrá: Mikilvægasta auðlindin í hnotskurn – Jón Gunnarsson, verkefnastjóri greininga hjá SamorkuHreint vatn er ekki heppni – Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra VeitnaÁskoranir við vatnsöflun – Glúmur Björnsson, HEF veiturSecurity Policy and Practice in Oslo – Tor Gunnar Jantsch, Oslo Vann Pallborðsumræður undir stjórn Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku: Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá HS OrkuMarianne Jensdóttir Fjeld, verkefnastjóri stjórnar vatnamála hjá Umhverfis- og orkustofnunRunólfur Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum Fundarstjóri: Sverrir Falur Björnsson, verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku Fundurinn er öllum opinn en skráningar er óskað svo hægt sé að áætla veitingar. Einnig verður boðið upp á streymi og ekki þarf að skrá sig sérstaklega í það. Nafn Netfang Fyrirtæki Skrá mig Δ
NORDIWA 2025 Norræna fráveituráðstefnan verður haldin í Osló dagana 23. – 25. september. Ráðstefnan er stærsti viðburður í fráveitumálum á Norðurlöndunum. Ráðstefnan er samstarfsverkefni fráveitusamtaka á Norðurlöndum, þar á meðal Samorku, og er nú haldin í 19. sinn. Vitað er um þó nokkur sem ætla á ráðstefnuna og til þess að fá nánari upplýsingar um það má hafa samband við Sverri Fal, verkefnastjóra hjá Samorku. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá má finna á heimasíðu NORDIWA.