Norræn vinnustofa NER um aðgerðir til stuðnings raforkuöryggi

Nordic Energy Research stendur fyrir vinnustofu um raforkuöryggi þann 26. nóvember n.k. í Finnlandi. Í lýsingu málstofunnar segir m.a. að norrænar ríkisstjórnir skoði í auknum mæli ráðstafanir til að tryggja nægjanlegt afl og orkuöryggi. Þessi úrræði geti haft veruleg áhrif og kostnað í för með sér og krefjist undangenginnar vandaðrar greiningar og markvissrar hönnunar. Á málþinginu verði miðlað reynslu frá Norðurlöndum og kynntar nýjustu vendingar úr norrænum umræðum með þátttöku og innleggjum frá sérfræðingum á þessu sviði.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna hér: Capacity markets and flexibility support mechanisms in the Nordics

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025

Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 verður haldinn í tíunda sinn mánudaginn 24. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica kl. 09:00 – 11:30 undir yfirskriftinni Frá yfirlýsingum til árangurs. Dagurinn er sameiginlegt verkefni SA, SI, SVÞ, SAF, SFS, SFF og Samorku.

Kastljósinu verður beint að gagnsæi, trúverðugleika og samkeppnishæfni í loftslags- og umhverfismálum. Í kraftmikilli dagskrá leiðir áhrifafólk í atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnsýslu saman hesta sína.

Dagurinn er byggður upp af tveimur lotum. Fyrri lotan tekur á gagnsæi sem forsendu trúverðugleika.

  • Erindi: Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
  • Pallborð: Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku stjórnar pallborði.
  • Innslög frá fyrirtækjum: Eiríkur Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Landfara og Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar

Síðari lotan fjallar um samkeppnishæfni Íslands í ljósi umhverfisstefnu ESB.

  • Erindi: Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, meðeigandi KREAB.
  • Pallborð: Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Vigdís Diljá Óskardóttir, stjórnandi samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku stjórnar pallborði.
  • Innslög frá fyrirtækjum: Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags- og áhrifastýringar hjá Landsvirkjun, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025

Að lokum verða Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2025 veitt umhverfisfyrirtæki ársins 2025, umhverfisframtaki ársins 2025 auk þess sem framsækin fyrirtæki á sviði umhverfis- og loftslagsmála fá sérstök hvatningarverðlaun.

Sigríður Margrét Oddsdóttir setur daginn og flytur lokaorð.

Hægt er að skrá sig með því að fylla út þetta form: Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025

Nýsköpunarverðlaun Samorku 2025

 

Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fimmta sinn kl. 14 fimmtudaginn 6. nóvember á opnum fundi í Kaldalóni í Hörpu.

Nýsköpun í orku- og veitugeiranum skiptir sköpum þegar heimurinn stendur frammi fyrir áskorunum sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Nýsköpun leiðir til betri nýtingar á auðlindum, meiri skilvirkni og sjálfvirkni, en einnig til nýrra lausna og nýrrar tækni sem nauðsynlegar eru fyrir þá umbyltingu sem framundan er á orku- og veitukerfum heimsins. Er þessum fundi ætlað að varpa ljósi á þetta og sýna þá grósku nýsköpunar sem á sér stað í orku- og veitugeiranum.

Fundurinn ber yfirskriftina Hugvit – Hringrás – Árangur

Dagskrá:

Leiðir í innlendum orkuskiptum og þróun í rafhlöðum – Daði Þorsteinn Sveinbjörnsson, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun

Tendrum Glóð á heiðinni: Nýsköpun hjá Orku náttúrunnar – Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá ON

Framtíð raforkunnar er snjöll – Nína Lea Z. Jónsdóttir, sérfræðingur í stafrænum kerfum hjá Landsneti

Við eigum orku en ekki einkaleyfi: Einkaleyfisumsóknir íslenskra fyrirtækja 2004 – 2024 – Eiríkur Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Hugverkastofunni

Nýsköpunarverðlaun Samorku 2025 afhent. Vinningshafar segja nokkur orð.

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Léttar veitingar í boði að fundi loknum.

Hér fyrir neðan er hægt að skrá sig á fundinn. Mælt er með skráningu til að tryggja sætaframboð og draga úr matarsóun, en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi. Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í streymið, það verður aðgengilegt á heimasíðu Samorku.

     

     

    Opinn fundur: Verndum vatnið

    Samorka býður til opins fundar um vatnsauðlindina miðvikudaginn 22. október kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica.

    Fundurinn ber yfirskriftina Verndum vatnið og verður áhersla lögð á að fjalla um uppbyggingu, vatnsvernd, öryggi og áfallaþol vatnsveitna.

    Útsending hefst kl. 14 og verður hægt að fylgjast með henni í spilaranum hér fyrir neðan.

    Dagskrá:

    Mikilvægasta auðlindin í hnotskurn – Jón Gunnarsson, verkefnastjóri greininga hjá Samorku
    Hreint vatn er ekki heppni – Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna
    Áskoranir við vatnsöflun – Glúmur Björnsson, HEF veitur
    Security Policy and Practice in Oslo – Tor Gunnar Jantsch, Oslo Vann

    Pallborðsumræður undir stjórn Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku:

    Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá HS Orku
    Marianne Jensdóttir Fjeld, verkefnastjóri stjórnar vatnamála hjá Umhverfis- og orkustofnun
    Runólfur Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum

    Fundarstjóri: Sverrir Falur Björnsson, verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku

    Fundurinn er öllum opinn en skráningar er óskað svo hægt sé að áætla veitingar. Einnig verður boðið upp á streymi og ekki þarf að skrá sig sérstaklega í það.

      NORDIWA 2025

      Norræna fráveituráðstefnan verður haldin í Osló dagana 23. – 25. september. Ráðstefnan er stærsti viðburður í fráveitumálum á Norðurlöndunum.

      Ráðstefnan er samstarfsverkefni fráveitusamtaka á Norðurlöndum, þar á meðal Samorku, og er nú haldin í 19. sinn.

      Vitað er um þó nokkur sem ætla á ráðstefnuna og til þess að fá nánari upplýsingar um það má hafa samband við Sverri Fal, verkefnastjóra hjá Samorku.

      Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá má finna á heimasíðu NORDIWA.

      Orka og öryggi

      Öryggisstjórnunarhópur Stjórnvísi og Öryggisráð Samorku standa fyrir viðburði um orku og öryggi miðvikudaginn 4. júní kl. 9 – 10. Fundurinn er bæði staðfundur og í streymi.

      Dagskrá:

      • Starfsemi Öryggisráðs Samorku – Björn Halldórsson, Landsvirkjun 
      • Human Organisational Performance – Matthías Haraldsson, Landsvirkjun
      • Öryggismenning  – Björn Guðmundsson, RARIK 
      • Öll örugg alltaf  – Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur

      Öll eru velkomin í Hús atvinnulífsins til að fylgjast með fundinum, en fyrir þau sem kjósa heldur að fylgjast með í streymi geta tengst hér

      Ársfundur 2025: 30 ára afmælisráðstefna

      19. mars kl. 13.30 – 16.30

      Silfurbergi, Hörpu

      Við stöndum á tímamótum varðandi endurnýjun og frekari uppbyggingu orku- og veituinnviða. Nauðsynlegt er að framkvæma fyrir framtíðina.

      Á ársfundi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, ræðum við mikilvægi framkvæmda fyrir komandi kynslóðir, áskoranir í fjármögnun og skipulagi og hvernig þær eru samofnar efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar, loftslagsmarkmiðum og lífsgæðum almennings. Þá verða kynntar nýjar tölur um fyrirhugaðar fjárfestingar í orku- og veituinnviðum næstu fimm árin.

      Verið velkomin á 30 ára afmælisfund Samorku, samtaka sem leika lykilhlutverk í mótun framtíðarsýnar fyrir orku- og veitustarfsemi í landinu.

      Fram koma:
      Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra
      Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra
      Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
      Nýkjörinn stjórnarformaður Samorku

      Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

      Auk þess koma fram:

      Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri ON
      Baldur Hauksson, deildarstjóri tækniþróunar hjá ON
      Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða
      Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku
      Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar,
      Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar og framtíðar hjá RARIK
      Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar
      Páll Erland, forstjóri HS Veitna
      Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna
      Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti
      Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku

      Fundurinn hefst kl. 13.30 og stendur til 16.30. Gert verður kaffihlé um miðbik fundarins. Að fundi loknum verður svo boðið upp á léttar veitingar og Los Bomboneros leika fyrir okkur suðræna tóna.

      Fundurinn er opinn öllum og þátttaka er ókeypis. Skráningar er óskað svo hægt sé að áætla veitingar.

        Ég vil gerast áskrifandi að fréttabréfi Samorku á netfangið mitt

        Út fyrir rammann? – opinn fundur

        ATHUGIÐ! VEGNA BILUNAR Á GRAND HÓTEL ER FUNDURINN EKKI SENDUR ÚT.

        Upptaka verður mögulega í boði síðar, við skoðum það síðar í dag.

         

        Fundur um stöðu rammaáætlunar og reynslu af henni 

        Grand hótel Reykjavík
        Þriðjudaginn 14. janúar
        Kl. 9.00 – 10.30

        Í desember skilaði þriggja manna starfshópur á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ítarlegri skýrslu um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Skýrslan inniheldur ítarlegar tillögur að breytingum á gildandi lögum og regluverki. 

        Samorka boðar til kynningarfundar á Grand Hótel Reykjavík þann 14. janúar, þar sem efni skýrslunnar verður kynnt og rætt.

        Dagskrá:

        Opnun – Sverrir Falur Björnsson, verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku

        Helstu niðurstöður og tillögur starfshópsins – Hilmar Gunnlaugsson, formaður

        Tillögur Samorku um nýtt orkuþróunarskipulag – Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögfræðingur Samorku

        Ketill Sigurjónsson Zephyr Iceland og Jón Kjartan Ágústsson Orkuveitunni ræða reynslu sína af því að starfa innan núverandi regluverks og greina frá þeim áskorunum sem því fylgja. 

        Að lokum verða allir þátttakendur fundarins hluti af pallborðsumræðum um málefnið auk þeirra Jónu Bjarnadóttur frá Landsvirkjun og Magnúsi Ásbjörnssyni hjá Reykjavík Geothermal. Gestir í sal fá tækifæri til að koma á framfæri spurningum og athugasemdum. 

        Fundurinn er opinn og ókeypis. Vinsamlegast skráið ykkur í formið hér fyrir neðan svo hægt sé að áætla fjölda og veitingar. 

          Nýsköpunarverðlaun Samorku 2024: Hvar liggja tækifærin?

          Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fjórða sinn á opnum fundi í Grósku fimmtudaginn 12. desember. Fundurinn hefst kl. 15 og honum lýkur um klukkustund síðar.

          Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir Nýsköpunarverðlaunin.

          Á fundinum að þessu sinni verður sjónum beint að þeim tækifærum sem liggja úti í hinum stóra heimi fyrir sérþekkingu íslenskra fyrirtækja á sviði orku- og veitumála.

          Dagskrá:

          Tækifæri í orkugeira í umbreytingu – Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun
          Jarðhitinn og íslenskt hugvit – Kristín Vala Matthíasdóttir, CTO hjá Baseload Capital
          Mikilvægi samstarfs í nýsköpun – Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans

          Nýsköpunarverðlaun afhent – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

          Að loknum fundi verður boðið upp á sætan bita og drykk.

          Öll eru velkomin, en skráningar er óskað í meðfylgjandi formi.

            Orkuskipti.is – nýjar upplýsingar settar í loftið

            Hvar stendur Ísland í orkuframleiðslu og orkunotkun í alþjóðlegum samanburði?

            Opinn fundur fimmtudaginn 14. nóvember kl. 9:30-10:30 í Kaldalóni í HörpuKaffi og netagerð frá kl. 9.

            Oft er því fleygt fram að Ísland framleiði mesta orku á mann í heimi. En er það rétt? Og hversu mikla orku framleiðir Ísland í samanburði við Norðurlöndin ef miðað er við stærð landanna? Hvað þarf að gera til þess að ná fram fullum orkuskiptum og hvaða virkjanakostir eru samkeppnishæfir? Á uppfærðum vef orkuskipti.is verður þessum og fleiri spurningum svarað og orkuframleiðsla og orkunotkun Íslands sett í alþjóðlegt samhengi.

            Verkefnið er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Samorku, Landsvirkjunar, EFLU og Grænvangs.

            Dagskrá:

            Hvers vegna að setja Ísland í alþjóðlegt samhengi? Hvað hefur breyst síðustu tvö ár sem kallar á uppfærðan orkuskiptavef? Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, fer stuttlega yfir málið.

            Hvaða nýju upplýsingar er verið að kynna og á hverju byggja þær? Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun og Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU.

            Umræður:

            Guðmundur Þorbjörnsson, viðskiptaþróun EFLU
            Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar og hugverkasviðs SI
            Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
            Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku

            Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.

            Hér er hægt að skrá sig á fundinn: Skráning