Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2015.

Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfsmála sem veitt er árlega. Árið 2004 hlaut Orkuveita Reykjavíkur umhverfisviðurkenningu Kuðungsins.

Tilnefningar skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en 23. mars, nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu ráðuneytisins.