23. október 2015 Erindisglærur frá haustfundi JHFÍ 22. október: Fjölnýting jarðhita á Íslandi Haustfundur Jarðhitafélags Íslands var haldinn þann 22. október og hægt er að sækja erindisglærur fundarins hér á heimasíðu JHFÍ. Í ár var þema fundarins: „Fjölnýting jarðhita á Íslandi“.
23. október 2015 Landsvirkjun undirbýr rafmagnssamning við Thorsil Landsvirkjun og Thorsil hafa komist að samkomulagi um drög að samningi um afhendingu á rafmagni til kísilvers Thorsil í Helguvík. Landsvirkjun mun senda drögin í undirbúningsferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA og bíða niðurstöðu áður en samningurinn verður tekinn til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu í stjórn fyrirtækisins. Ráðgert er að kísilver Thorsil verði gangsett á fyrsta ársfjórðungi 2018. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.
16. október 2015 Tækifæri í nýsköpun í orkuiðnaði – fundur Landsvirkjunar Landsvirkjun boðar til fundar um tækifæri í nýsköpun í orkuiðnaði fyrir íslensk fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Sérþekking á orkumálum hér á landi er nú með því mesta sem þekkist í heiminum og sífellt koma fram nýir aðilar sem byggja á þeirri reynslu og þekkingu sem safnast hefur á liðnum áratugum. Fundurinn verður haldinn miðvikudagsmorguninn 21. október á Hótel Natura. Sjá dagskrá og skráningu hér á vef Landsvirkjunar.
13. október 2015 Nýr staðall um jarðbindingu háspennuvirkja Samorka vill vekja athygli á því að Staðlaráð Íslands hefur gefið út í íslenskri þýðingu staðalinn ÍST EN 50522, Jarðbinding háspennuvirkja. Staðalinn kemur í stað ÍST 170 Háspennuvirki fyrir riðspennu yfir 1 kV, ásamt staðlinum ÍST EN 61936-1 Power installations exceeding 1 kV a.c. – Part 1: Common rules. Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Staðlaráðs Íslands: Smellið hér
13. október 2015 Áttin – sameiginleg gátt starfsmenntasjóða, morgunverðarfundur Þriðjudaginn 20. október verður haldinn morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, þar sem fjallað verður um sameiginlega gátt starfsmenntasjóða – Áttina. Um er að ræða hluta fundaraðar SA og aðildarfélaga um menntun og mannauð en á fundi þann 17. nóvember verður fjallað um mannauð og framleiðni. Nánar á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.
8. október 2015 Búrfellsvirkjun stækkuð um 100 MW Landsvirkjun hefur ákveðið að stækka Búrfellsvirkjun um 100 MW og er áætlað að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Stækkunin mun nýta vatn sem í dag rennur framhjá núverandi stöð. Framhjárennslið er aðallega yfir sumarmánuðina og mun stækkunin því aðeins framleiða orku hluta ársins. Uppsett afl hennar mun hins vegar nýtast allt árið um kring til að auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins. Framkvæmdin fellur ekki undir rammaáætlun þar sem um stækkun virkjunar er að ræða. Þá er framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. úrskurði Skipulagsstofnunar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.
7. október 2015 Hvernig tryggjum við orkuöryggi til framtíðar? Ráðstefna í HR 15. október Fimmtudaginn 15. október efnir Háskólinn í Reykjavík til ráðstefnu um orkuöryggi á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Forseti Íslands opnar ráðstefnuna en fyrirlesarar koma frá MIT, Harvard og Tufts háskólunum, Brookings stofnuninni í Bandaríkjunum, Háskólanum í Reykjavík, Landsvirkjun og Landsneti. Sjá nánar á vef Háskólans í Reykjavík.
5. október 2015 Boðaðar skerðingar á afhendingu dregnar til baka Landsvirkjun hefur ákveðið að draga til baka boðaðar takmarkanir á afhendingu rafmagns til viðskiptavina samkvæmt sveigjanlegum samningum í ljósi bættrar miðlunarstöðu eftir mikið innrennsli í miðlunarlón í september. Septembermánuður var mjög hlýr á landinu öllu og höfðu hlýindin mikil áhrif á innrennsli til miðlana. Miðlunarlón eru þó enn ekki full fyrir veturinn og veðurfar yfir vetrarmánuðina mun ráða því hvort takmarka þurfi afhendingu í byrjun næsta árs.
5. október 2015 Skráning stendur yfir á norrænu fráveituráðstefnuna – Nordiwa 2015 Nú er í fullum gangi skráning á norrænu fráveituráðstefnuna – Nordiwa 2015. Samorka tekur þátt í skipulagningu ráðstefnunnar, sem verður haldin dagana 4.-6. nóvember næstkomandi í Bergen. Frekari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, skráningu og fleira, má finna hér á heimasíðu ráðstefnunnar.
2. október 2015 Gestafyrirlesari Jarðhitaskólans 2015 Gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna 2015, Dr. Meseret Teklemariam frá Eþíópíu, flytur í næstu viku röð fyrirlestra um jarðfræði jarðhitakerfa og jarðhita í Afríku. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Víðgelmi og hefjast kl. 9. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Jarðhitaskólans.