Þættirnir Orka landsins tilnefndir til Edduverðlauna

Þættirnir Orka landsins, sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni N4 vorið og sumarið 2015, hafa verið tilnefndir til Eddu verðlauna í flokki Frétta- og viðtalsþátta. Þættirnir, sem voru í umsjón Hildu Jönu Gísladóttur og unnir meðal annars í samstarfi við Samorku, fjölluðu um vatn, raforku, jarðvarma og eldsneyti. Athyglinni er ekki síst beint að starfsemi orku- og veitufyrirtækja og umfjöllunin höfð á „mannamáli“.

Þættirnir voru sjö talsins og má horfa á þá alla á heimasíðu N4. Aðrar tilnefningar til Edduverðlauna má finna á heimasíðu íslensku sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunanna.

Samorka óskar N4 til hamingju með tilnefninguna.