Samorka heldur 10. Norrænu drykkjarvatnsráðstefnuna 28.-30. september 2016

Samorka mun á næsta ári, í samstarfi við norræn samtök vatnsveitna, halda á Íslandi 10. Norrænu drykkjarvatnsráðstefnuna (e. Nordic Drinking Water Conference).

Ráðstefnan verður haldin dagana 28.-30. september 2016 í salnum Silfurbergi í Hörpu. Aðildarfélagar í Samorku og almennt sérfræðingar á sviði vatnsveitna eru hvattir til að taka dagana frá og skoða hvort að mögulega hafi þeir áhugaverð verkefni, rannsóknir og fleira, sem þeir hefðu áhuga á að kynna á ráðstefnunni.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna verða kynntar seinna í haust.

Tenging yfir hálendið besti valkosturinn

Tenging yfir hálendið með öflugum flutningslínum til norðurs og austurs er besti valkosturinn til að byggja upp meginflutningskerfi raforku á Íslandi til framtíðar, með stöðugleika að leiðarljósi. Þetta er niðurstaða nýrrar kerfisáætlunar Landsnets.

Frestur til að gera athugasemdir við áætlunina og umhverfisskýrslu hennar er til 1. september 2015.

Sjá nánar hér á vef Landsnets.