Umhverfisdagur atvinnulífsins og málstofa Samorku 30. september

Samtök atvinnulífsins, Samorka og önnur aðildarfélög SA standa fyrir umhverfisdegi atvinnulífsins á Hilton Nordica miðvikudaginn 30. september. Í sameiginlegri dagskrá verður m.a. fjallað um ábyrga nýtingu auðlinda og um Auðlindagarðinn á Suðurnesjum, auk þess sem veitt verða umhverfisverðlaun atvinnulífsins.

Í málstofu Samorku fjallar Guðni Elísson prófessor um umhverfissýn á tímum loftslagsbreytinga, Eðvald Sveinn Valgarðsson gæðastjóri Kjarnafæðis um veituþjónustu og matvælaframleiðslu og Raghneiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri Landsvirkjunar um mat á sjálfbærni.

Sjá nánar um dagskrá á vef Samtaka atvinnulífsins.