16. nóvember 2012 Skrifstofunámskeið Samorku 2012 Námskeiðið fer fram á Grand Hótel Reykjavík, dagana 22. og 23. núvember n.k. Frekari upplýsingar: Smellið hér
16. nóvember 2012 Veitustjórafundur 2012 Veitustjórafundur Samorku 2012 verður á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 6. desember. Upplýsingar um dagskrá og skráning: Smella hér
16. nóvember 2012 Ekki fagleg rammaáætlun Morgunblaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar: Fyrir Alþingi liggur tillaga meirihlutans að rammaáætlun. Því er iðulega haldið fram að hún sé byggð á faglegri vinnu verkefnisstjórnar. Það er afar langsótt túlkun, því segja má að átján orkukostir hafi verið færðir niður í biðflokk eða verndarflokk eftir að verkefnisstjórnin skilaði sinni röðun. Enginn kostur hefur verið færður upp í nýtingarflokk. Oft er sagt að sex orkukostir hafi verið færðir úr nýtingarflokki niður í biðflokk í meðförum stjórnarflokkanna, en sú aðgerð var einfaldlega framhald annarrar þar sem aðrir tólf kostir voru færðir niður. Lítið stendur því í raun eftir af þeirri röðun orkukosta sem verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunar skilaði af sér í júlí 2011. Orkufyrirtækin tilnefndu einn hinna tólf fulltrúa sem sátu í verkefnisstjórninni. Hún vann mikið og faglegt starf, meðal annars á grundvelli ítrekaðra umsagnarferla, og skilaði af sér röðun sextíu og sex orkukosta út frá sjónarhorni nýtingar (tafla 7.2 í skýrslu verkefnisstjórnar). Röðun verkefnisstjórnar er þó auðvitað ekki hafin yfir gagnrýni fremur en önnur mannanna verk. Meðal stjórnenda og lykilstarfsmanna orkufyrirtækja gætti vissulega óánægjuradda með röðun tiltekinna orkukosta sem viðkomandi þekktu vel til. Á vettvangi Samorku varð það hins vegar sameiginleg niðurstaða allra orkufyrirtækjanna að fagna þeirri góðu og faglegu vinnu sem unnin var af verkefnisstjórninni og lýsa yfir von um að alfarið yrði stuðst við hennar niðurstöður. Það er að mati Samorku leiðin til að almenn sátt geti skapast um rammaáætlun. Ógegnsætt breytingaferli Í kjölfarið tók við algerlega ógagnsætt ferli á vettvangi tveggja ráðuneyta sumarið 2011 þar sem tólf orkukostir færðust niður listann og var ýmist raðað í biðflokk eða verndarflokk í drögum að tillögu um rammaáætlun, þrátt fyrir að hafa verið raðað ofarlega af verkefnisstjórninni. Enn var svo efnt til umsagnarferlis haustið 2011 en úrvinnslan algerlega ógagnsæ á vettvangi tveggja ráðuneyta og í kjölfarið voru sex orkukostir til viðbótar færðir niður listann, að þessu sinni úr nýtingarflokki í biðflokk. Hér til hliðar má sjá lista yfir þá orkukosti sem tillagan raðar ýmist í biðflokk eða verndarflokk, þótt ætla mætti annað út frá röðun verkefnisstjórnar. Þarna er meðal annars að finna suma mest rannsökuðu og hagkvæmustu orkukostina, sem jafnvel er þegar gert ráð fyrir á aðalskipulagi og mati á umhverfisáhrifum löngu lokið. Þetta er staðan í dag. Tillagan liggur fyrir, en hún er ekki nema að afar takmörkuðu leyti byggð á faglegri vinnu verkefnisstjórnarinnar. Alþingi ræður því auðvitað hvort hún verður samþykkt óbreytt, en verði það niðurstaðan er algerlega ljóst að engin sátt mun ríkja um niðurstöðuna og hætt við að hún verði eingöngu til afar skamms tíma.
15. nóvember 2012 Mæladagur Samorku 2012 fór fram 13. nóvember s.l. Mæladagur Samorku 2012 fór fram 13. nóvember s.l. á Grandhótel Reykjavík. Skráðir þátttakendur voru 100 og fyrirlesarar 18, bæði innlendir og erlendir sérfræðingar á mælasviði. Hægt er að nálgast glærusýningar fyrirlesaranna með því að smella hér.
26. október 2012 Ráðstefna Lagnafélags Íslands um nýju byggingarreglugerðina og áherslur á öryggi við notkun neysluvatns Fimmtudaginn 1. nóvember 2012. kl.13.00. að Engjateigi 9 – í húsi VFÍ og TFÍ. Dagskrá ráðstefnu Lagnafélags Íslands: Smella hér
26. október 2012 MÁLÞING á vegum Vatns- og fráveitufélags Íslands (VAFRÍ). Fagaðilar munu kynna tæknilausnir sem hafa verið innleiddar á Íslandi og ræða hvernig rekstur á þessum fyrstu árum hefur gengið. Einnig verða almenn erindi um stöðu lífrænnar hreinsunar á Íslandi, fræðin á bak við lífræna hreinsun, og hver ávinningurinn er. Þingið er haldið á vegum Vatns- og fráveitufélag Íslands (VAFRÍ) í samvinnu við Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur, Samorku og Umhverfisstofnun. Nánari dagskrá er að finna í viðhengi og á vefsíðu VAFRÍ http://www.vafri.hi.is/ Allir eru velkomnir! Vinsamlegast skráið þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 5. nóvember á netfangið iris.thorarinsdottir@or.is
22. október 2012 Útboð á jarðstrengjum Samorka auglýsir útboð á jarðstrengjum fyrir hönd nokkurra dreifiveitna. Útboðsgögn eru afhent rafrænt með tölvupósti frá og með deginum í dag. Nánari upplýsingar eru í útboðsauglýsingunni. Sjá auglýsingu: smellið hér.
8. október 2012 Mæladagur Samorku 13. nóvember á Grand Hótel Fundurinn verður í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík og hefst með smá morgunhressingu, en dagskráin sjálf byrjar kl. 9:00 og stendur fram eftir degi, Sjá dagskrá með því að smella hér Einnig verður vöru- og þjónustukynning frá birgjum. Þátttökuskráning er hafin og gerist með því að senda þátttökubeiðni í tölvupósti til the@samorka.is
24. ágúst 2012 Námskeið um innra eftirliti vatnsveitna Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO hefur látið gera tölvuforrit til þess að fylgjast með og greina áhrif og virkni innra eftirlits vatnsveitna. Samorka hefur fengið notkunarleyfi á forritinu og hefur Dr. María Jóna Gunnarsdóttir tekið að sér að þýða það og laga að íslenskum aðstæðum. Þessu verki miðar vel áfram og er áformað að kynna það á námskeiði dagana 29. og 30. okt. n.k. Námskeiðið verður á Grand Hótel í salnum Háteigi, sjá dagskrá undir – Námskeið og fundir hér til hægri á heimasíðunni.
27. júní 2012 Alþjóðleg jarðhitaráðstefna í Hörpu 5.-8. mars 2013 Dagana 5.-8. mars 2013 stendur íslenski jarðhitaklasinn fyrir alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Hörpu. Sjá upplýsingar um dagskrá, skráningu o.fl. á vefsíðu ráðstefnunnar.