Knýjandi þörf á stefnumótun stjórnvalda í jarðstrengjamálum

Á meðan niðurstaða fæst ekki í stefnumótun í jarðstrengjamálum er þess ekki að vænta að frekari uppbygging hefjist á næstunni í meginflutningskerfis raforku á Íslandi. Brýnt er því að stjórnvöld marki sem allra fyrst stefnu sem Landsnet getur haft að leiðarljósi í þessu mikilvæga máli, því rekstur raforkukerfisins er orðinn óviðunandi og aðgangur að öruggri raforku háður búsetu.

Þetta er meðal þess sem fram kom á almennum kynningarfundi sem fram fór samhliða aðalfundi Landsnets. Sjá nánar á heimasíðu Landsnets.